Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Forsætisráðherra þarf og verður að endurmeta stöðuna.

Aðild að Esb, er eins mikil tímaskekkja og hugsast getur, nú um stundir, flóknara er það ekki og formaður Samfylkingar sem er forsætisráðherra þarf að brjóta odd af oflæti sínu og viðurkenna þá hina sömu staðreynd.

 

úr fréttinni.

" Síðan er aðild að Evrópusambandinu mjög mikilvægur liður í því að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum, meðal annars vegna krónunnar og gengisins.“  

 

Áfram Ísland, ekkert ESB.

kv.Guðrún María.


mbl.is Unnið í gengismálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka.

Eina pólítíska andsvarið í þeirri stöðu sem uppi er hér á landi er það að ríkisstjórnin dragi aðildarumsón að Evrópusambandinu til baka.

Aldrei átti að sækja um aðild meðan icesavesamningagerð var fyrir dyrum, en þar urðu ofar flokkspólítiskir hagsmunir eins stjórnmálaflokks í áherslum og hinn dansaði með, því miður.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurin heldur okkur í gíslingu, og við það verður ekki unað og eina andsvarið er það sem að ofan er nefnt, þ.e að draga aðildarumsókn til baka að svo stöddu.

kv.Guðrún María.


Alveg hreint stórkostleg aðferðafræði, eða hvað ?

Því miður er þetta alveg rétt eins og ég fæ best séð.

 

úr fréttinni.

" Fulltrúi 27 kröfuhafa á fundinum sagði að Fjármálaeftirlitið hefði upphaflega skipað skilanefndina. Í henni hefðu kröfuhafarnir í raun engan fulltrúa. Því mætti halda því fram að fulltrúar ríkisins hefðu verið að semja við sjálfa sig þegar kynnt var samkomulag um uppgjör milli Íslandsbanka og Glitnis. "

kv.Guðrún María.


mbl.is Skilanefnd Glitnis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherrann í Fílabeinsturninum.

Get ekki séð betur en viðhorf ráðherra sé það að allt eigi að gerast að sjálfu sér, einhvern veginn, en samt á að hækka og hækka skatta, þrátt fyrir stórminnkaðan kaupmátt og atvinnuleysi.

Annað hvort sér ráðherra enn ekki til jarðar úr Filabeinsturninum eða hann hefur ákveðið að bera sól í húfu sinni inn í kofann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjármálaráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta gegnsær fundur ?

Það verður mjög fróðlegt að vita hvort ráðherrann hafi eitthvað fengið að vita á fundi þessum, ellegar hvort aðalframkvæmdastjórinn sendir frá sér yfirlýsingu um fundinn.

Að öðrum kosti er fundur þessi varla fréttaefni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Átti fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um tvennt að velja fyrir sitjandi stjórnvöld í landinu.

Annaðhvort taka menn til hendinni við það að niðurfæra skuldir ellegar létta álögum af almenningi í landinu með því að LÆKKA SKATTA í stað þess að hækka þá, með skuldum ríkissjóðs um tíma.

Engin heilvita stjórnvöld geta róið að því marki að reka ríkissjóð á núlli, meðan hvorki heimili né atvinnulif er starfhæft sem aftur veldur stöðnun í einu stykki efnahagskerfis.

Lækkun skatta tímabundið er aðgerð til þess að auka peningamagn í umferð og mun vitrænni lausn hvað varðar vanda heimila í landinu sem og fyrirtækja.

Núllþráhyggju við að reka ríkið á núlli þarf að linna af hálfu stjórnmálamanna við stjórnvölinn, undir þeim kringumstæðum sem nú eru uppi, annað er óraunsæi algjört.

kv.Guðrún María.


Ef til vill eru Evrópureglugerðirnar ónýtar.

Það skyldi þó aldrei vera að reglugerðarfarganið frá Brussel geri það að verkum að mælingar standast ekki í þessu efni, sökum flókinda.

Ef eftirlitsstofnanir gera ekki annað en að taka reglugerðir á færibandi í notkun, þá gera þær ekki annað á meðan og svo gæti farið að nauðsynleg ákvarðanataka um það sem taka þarf á væri fyrir borð borin.

Ef til vill liggur þar hundurinn grafinn, í þessu mismunandi mati.

kv.Guðrún María.


mbl.is OECD: álagspróf banka nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það yrði yndislegt að fá Davíð Oddsson sem ritstjóra Moggans.

Þótt ekki væri nema til þess að sjá vinstri öfgamenn dansa sinn sérstaka stríðsdans í pólítíkinni.

Davíð yrði ferskur andblær í annars andvaralaus samræðustjórnmál samtímans, það efa ég ekki og fyrsta sem mér datt í hug var að setja það að stefnuskrána að fara að kaupa Moggann aftur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettur einhverjum í hug að það sé hægt að hækka skatta ?

Sé þetta raunin sem þessi könnun gefur vísbendingu um,  þá gefur það augaleið að fyrirfram ómögulegt að leggja nýjar álögur á almenning í landinu án annarra aðgerða.

Það er engum akkur að reka ríkið á núlli ef heimili og fyrirtæki eru gjaldþrota , eða hvað ?

Annarra aðgerða er þörf svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt fyrr hefði verið.

Fyrir löngu síðan er kominn tími til að ákvarðanataka stjórna lífeyrissjóða í áhættufjárfestingum með fjármuni launþega í lífeyrissjóðunum, sem NOTA BENE, eru innheimt með lögboðnum hætti, lúti ábyrgð þeirra er ákvarðanir taka.

Það atriði að verkalýðsfélög skipi í stjórnir lífeyrissjóða er miðaldafyrirkomulag með tilliti til lýðræðis, og stórundarlegt að því hinu sama hafi ekki tekist að breyta á Alþingi Íslendinga ennþá.

Það segir hins vegar aftur sína sögu um samkrull verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka sem aftur hefur haft sínar birtingamyndir með því að nota fjármuni úr lífeyrissjóðum í áhættufjárfestingar á markaði sem ALDREI SKYLDI VERIÐ HAFA, sökum þess lögbundin innheimta sem slík skyldi ætíð tryggð af hálfu ríkisins í vörslu hins opinbera.

Ábyrgð stjórnmálastéttarinnar og andvaraleysi umbreytinga í þessu efni hefur sannarlega oft orðið mér umtalsefni undanfarin áratug á tímum meintrar frjálshyggju, en ekkert nákvæmlega ekkert hefur verið hægt að gera til þess að vekja þingheim til þess að endurskoða skipulag verkalýðsmála hér á landi.

Helstu varðhunda verðtryggingarinnar hefur einmitt verið að finna af hálfu verkalýðsforkólfa sem sýslað hafa með lífeyrissjóði í markaðsbraski, sem aftur hefur komið fjármálafyrirtækjum afar vel, en almenningi illa og spurning um tilgang og hlutverk þeirra hinna sömu því sannarlega afstæð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja kæra stjórnarmenn í LV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband