Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Gamla flokkakerfið er fast í kviksyndi eigin aðferðafræði.

Alls konar samtryggingabandalög þverpólítiskt um það að viðhalda því sama og verið hefur er vandi sem aðskilur almenning og alþingismenn.

Sambandsleysi almennings og alþingis hefur með flokkana að gera sem ekki eru að bera kjósendum mál þingsins á borð eins oft og vera skyldi, um mál öll.

Meira og minna hafa störf Alþingis einkennst af því að stjórnarflokkar tala í suður og stjórnarandstaða í norður með einstaka undantekningum.

Stjórnarandstöðustjórnmálaflokkar hafa ekki virkjað almenning með sér í andstöðu við nokkur einustu mál heldur talið sig handhafa sannleikans hvarvetna sjálfa í því efni, án funda með fólkinu.

Hugmyndin um það að þróa beint lýðræði er því sannarlega þróun fram á veg, varðandi það atriði að almenningur fái að segja sitt um ráðstafanir hvers konar áður en til dæmis " hagsmunaaðilar " og samtök þeirra sem ekki viðhafa nokkuð skárra lýðræði koma að málum og samþykkja hitt og þetta fyrr hönd svo og svo margra hér og þar.

Hagsmunasamtök sem eru engu skárri en flokkarnir varðandi það að funda með félagsmönnum til fulltingis sinna ákvarðana.

kv.Guðrún María.


Heilbrigðiskerfið og notkun ódýrustu þjónustu þess.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvar og hvernig þessi ríkisstjórn mun skera niður í heilbrigðisþjónustunni.

Á kanski að hækka gjöld í núverandi þjónustu óbreytta ?

Verða menn þess umkomnir að taka upp tilvísanakerfi frá heimilislæknum til sérfræðinga ?

Mun Sjúkratryggingastofnun segja upp samningum sem eru fyrir hendi við sérfræðinga ?

Fyrrum heilbrigðisráðherra var hrópaður niður með sínar hugmyndir um niðurskurð en hvernig mun sparnaður í þessum málaflokki líta út hjá vinstri flokkunum ?

kv.Guðrún María.


Þessi var góður... SA, ætti að ganga í ASÍ, og launafólk þaðan á brott.

Þegar stór samtök atvinnurekenda og regnhlífabandalag verkalýðsfélaga er orðið hluti af stjórn landsins, varðandi ráðstafanir sem allsendis eru ekki í þágu alls almennings, þá er illa komið.

Launamenn á vinnumarkaði hafa ekki aðeins verið án eðlilegra hækkana skattleysismarka heldur einnig verið á lúsarlaunum, meðan fyrirtækin hafa grætt á tá og fingri.

Aulaháttur verkalýðshreyfingar varðandi það að sækja réttlátar launahækkanir til vinnuveitanda, hefur verið algjör í langan tíma.

Það er því hjákátlegt að sjá Vilhjálm Egisson tala um að fólk standi saman nú.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti það verið að það þyrfti að skoða endurskoðunarfyrirtækin ?

Hinn íslenski hlutabréfamarkaður var sápuópera frá upphafi, og það kemur einungis betur og betur i ljós, hve hið aldagamla klíkusamfélag samvarðra hagsmuna hér á landi er ríkt til staðar, þar sem fagmennska hvers konar virðist fara fyrir lítið og bókhaldsleikjaíþróttin þarfnast dómara með flautu.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Endurskoðendur vernduðu stjórn FL"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ný samtök launamanna hér á landi sem taka lífeyrissjóðina í eigin hendur ?

Ef til vill þarf nýtt hagsmunabandalag launamanna, til þess að aftengja núverandi verkalýðsfélög í alls konar undirlægjuhætti gagnvart sitjandi stjórnmálaöflum í landinu hverju sinni, hvar í flokkum sem standa.

Fyrir mína parta er það óásættanlegt að verklýðsforkólfar gangi fram með hugmyndir til stjórnvalda um að nota lífeyri landsmanna í einkaframkvæmdir hér og þar að hentugleikum sitjandi valdhafa í landinu.

Til þess hins sama er mér best vitanlega engin lagaleg heimild og ég lýsi eftir slíku hér með og það breytir engu hvort hér er niðursveifla í hagkerfi, engu.

Ef vinstri flokkar þessa lands hyggjast toppa hægri menn i frjálshyggjunni þá gerist það  auðveldlega með slíku móti en hvoru um sig má líkja við svín í kálgarði.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Augnablik..,- vinnuhópur samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda ???

Hvenær var ákvörðun um að stofna vinnuhóp með stjornvöldum borin undir mig sem launþega ?

Hver tók ákvörðun þessa af hálfu þeirra sem eiga að gæta hagsmuna launþega í landinu ?

Einkaframkvæmdir með fjárfestingum þar að lútandi fyrir mína peninga sem ég hefi greitt í lífeyrissjóði ?????

Á ekki að spyrja mig ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannadagurinn.

Ég óska íslenskum sjómönnum til hamingju með daginn, en dagurinn er frídagur þeirra og hátið landsmanna sem lifað hafa af fiskveiðum í áraraðir.

Ég ber ómælda virðingu fyrir sjómönnum þessa lands, og allir þeir sem lagt hafa líf sitt í sölurnar við að sækja lifsbjörgina gegnum aldirnar, eru margir og blessuð sé minning þeirra.

Rétturinn til þess að sækja lífsbjörg til lands og sjávar er að ég tel í huga okkar Íslendinga grundvallarmannréttindi, og hvers konar skipulag sem maðurinn hefur fundið upp varðandi það að hamla slíku, eitthvað sem aldrei mun ríkja sátt um hér á landi.

Sjómenn hafa átt samúð mína alla að vera gerðir þáttakendur í því braskfyrirkomulagi sem mönnum tókst að koma skipan fiskveiðistjórnar hér á landi í fyrir tæpum tveimur áratugum. Braskfyrirkomulagi sem orsakaði verðmætasóun, sem og offjárfestingar sem aftur orsökuðu skuldsetningu. 

Það atriði að gera sjómenn að leiguliðum hjá útgerðarmönnum stéttskipti íslensku samfélagi, og færði þróun mála afturábak en ekki áfram.

Andvaraleysi íslenskra stjórnmálamanna hefur verið algjört í áraraðir gagnvart þeirri hinni sömu þróun, en vissulega er von um breytingar fyrir hendi svo fremi stjórnarsáttmáli nái fram að ganga.

Aftur til hamingju með daginn sjómenn.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


Semji núverandi stjórnarflokkar af sér, fá þeir ekki umboð að nýju til að stjórna.

Sem betur fer er andstaða við aðlild að Esb ofar hugmyndum stjórnarflokkanna og hvers konar samningar sem þessi ríkisstjórn kann að gera, getur sú næsta tekið upp og endurskoðað.

Þvi skyldi ekki gleyma.

kv. Guðrún María.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanti atvinnu, þá SKÖPUM við hana, geri stjórnvöld ekki neitt, þá gerum við það sjálf.

Ég álít að það sé tímabært að stuðla að því að stofna félög  á félög ofan, til samvinnu um atvinnu í landinu, hvarvetna sem verða má, með það að markmiði að búa til atvinnutækifæri hér á landi.

Hvert einasta samfélag byggist upp á samvinnu, og það atriði að efla samvitund á þeim tímum sem nú eru í niðurdýfu hagkerfa heimsins, kallar á nýjar aðferðir, fljótvirkari en stjórnvöld eru þess umkomin að koma í framkvæmd.

Hinn mikli hugmyndadoði og ákvarðanafælni sem einkennt hefur stjórnmálasviðið  undanfarna áratugi, þar sem einstaklingshyggjan er allsráðandi, ásamt flokkshagsmunum hefur ekki fært oss fram á veg, heldur afturábak.

Hvert eitt einasta sveitarfélag í landinu þarf að skoða mögulega sjálfbærni á öllum sviðum, frá því smæsta til þess stærsta og samvinna íbúa á sömu svæðum varðandi það atriði að skapa atvinnu, í samræmi við búsetu og möguleika hvers svæðis fyrir sig, með tilliti til orkunotkunar og ferðalaga milli staða í atvinnu m.a, sem og í samræmi við þjónustuþörf svæða, er atriði sem skoða þarf.

Það stoðar lítt að velta sér upp úr vandamálum og mistökum sem gerð hafa verið, við munum þurfa að halda áfram eftir efnum og aðstæðum og þá er að vinna úr þvi hinu sama og við getum sannarlega sjálf gert mjög margt.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Íslenska þjóðin er hagsmunaaðili að breyttri stjórn fiskveiða í landinu.

Það eru stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um skipan mála í einu samfélagi, til þess eru þeir hinir sömu kjörnir. Vilji lýðræðislega kjörinn meirihluti á þingi breyta stjórnkerfi fiskveiða, þá breytir hann í krafti umboðs síns.

Það var gert þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sátu að völdum á sínum tíma og innleiddu núverandi kvótakerfi með hinu algalna frjálsa framsali sem er upphaf og endir græðgisvæðingar í einu samfélagi.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hlýtur því að átta sig á nauðsyn breytinganna þegar breytt hefur verið og þessi orð hans að hugmyndir stjórnvalda séu hótanir eru all sérstök.

" Sagði Einar að aldrei yrði sátt um fyrningarleiðina í sjávarútveginum. Þetta mál væri þegar farið að valda verulegu tjóni hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Þannig hafi fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði nú í fyrsta skipti þurft að ákveða sumarlokun „sem er bein afleiðing af hótun ríkisstjórnarinnar um fyrningarleið,“ sagði Einar. "

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Boðað til sáttafundar um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband