Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar á villigötum.
Föstudagur, 5. júní 2009
Skattlagning á áfengi, tóbak og bensín til innkomu í ríkissjóð, þegar til staðar er stórkostleg tekjuskattsálagning , ásamt virðisaukaskatti á vöru og þjónustu , er afar óviturleg aðferð þegar atvinnuleysi er til staðar í magni í einu þjóðfélagi.
Halda mætti að menn héldu að " peningar vaxi á trjánum " og skattgreiðendur séu þess umkomnir að vinna launalaust við að borga skatta.
Fyrstu aðgerðir í fjármálum skyldu fyrst hafa birst með samdrætti í formi niðurskurðar þjónustu hins opinbera áður en hækkanir skatta kæmu til sögu, eðli máls samkvæmt en það var ekki raunin.
Samfylking og VG hafa því vægast sagt misstigið sig í forgangsröðun mála ekki síst í ljósi þess hvað þessir tveir flokkar hafa gefið sig út fyrir að vilja viðhafa til breytinga hvað varðar jöfnuð sem og framtíðarþjóðarhag í heild.
kv.Guðrún María.
Þessi starfar í endurskoðunarfyrirtæki sem auðvitað myndi missa spón úr aski sínum.
Föstudagur, 5. júní 2009
Hafi einhver ekki tekið eftir því að margar glerendurskoðunarhallir risu í Reykjavík eftir að hið frjálsa framsal í sjávarútvegi var heimilað þá skal það hér með nefnt.
Auðvitað myndu endurskoðendur missa spón úr aski sínum sem milliliðir í endurskoðun og bókhaldi í sjávarútvegi ef braskið minnkaði, og sökum þess koma þeir aldrei þessu vant sem spekingar fram á sviðið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hendið þessari hugmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögreglan ætti skilið samfélagsverðlaun, fyrir mikið starf við lítil efni.
Föstudagur, 5. júní 2009
Hagræðingarkröfur á hagræðingu ofan hafa dunið á opinberri þjónustu fyrir bankahrunið þar með talið lögreglunni, en eigi að síður hefur lögreglan að ég tel náð að alaga sig hlutverki sínu afskaplega vel í oft erfiðum aðstæðum við að fást hvað varðar mannafla og verkefni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mikilvægt að hlúa vel að lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf að skipta um formann sjávarútvegsnefndar ?
Föstudagur, 5. júní 2009
Annað hvort hafa menn kjark til þess að breyta því sem þeir samþykkja eða þeir hafa það ekki.
Hafi menn ekki þann kjark sem þarf til og hræðist að standa og falla með eigin ákvarðanatöku þá veit ég ekki hvort vettvangur stjórnmála er rétti staðurinn.
Ef til vill þarf að skipta um formann sjávarútvegsnefndar til þess að framfylgja stjórnarsáttmálanum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Pólitískt sjálfsmorð að kollvarpa sjávarútveginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hvers þurfti að koma Davíð burt ?
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Ojú það var af alíslenskum pólítískum toga þar sem hann var helsti þrándur í götu vinstri manna, allra handa enda einn fárra hægri manna með bein í nefnu.
Davíð hafði nefnilega verið persónugerður sem helsti andstæðingur Samfylkingar enda fyrrum borgarstjóri eins og Ingibjörg og einhvers konar stórundarleg pólítísk samkeppni þeirra í millum á kostnað ýmissa málefna hér og þar.
Fjölmiðlarnir dönsuðu enda stríðsdans þar sem hann var höfundur hins margfræga fjölmiðlafrumvarps þegar hann var í rikisstjórn.
Hin meinta bylting gekk því meira og minna út að það að koma einum manni frá... eins hjákátlegt og það nú er.
kv.Guðrún María.
![]() |
Davíð lét AGS heyra það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópuáherslur Samfylkingar á villigötum ?
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðildarviðræðum um Esb, eins og kemur fram í könnun þessari og kýs að stjórnvöld einbeiti sér að málefnum heimila í landinu.
af vef Heimsýnar.
"Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru ekki taldar brýnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Meirihluti þeirra sem taka afstöðu telur að leggja eigi litla áherslu á aðildarviðræður. Yfirgnæfandi meirihluti telur aðkallandi að leysa fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.
Skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir að 95 prósent landsmanna telur brýnt að ríkisstjórnin leysi fjárhagsvanda heimilanna. Litlu lægra hlutfall, 91,5 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að sinna vanda fyrirtækja. Hins vegar telja aðeins 41,9 prósent svarenda æskilegt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Hærra hlutfall landsmanna, eða 44,3 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að leggja litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna, fékk Capacent Gallup til að framkvæma könnunina. Könnunin var framkvæmd 20. - 27. maí og var netkönnun. Úrtakið var 1284 og svarhlutfall 65,3 prósent.
Við erum sannfærð um að ríkisstjórnin er á rangri braut með því að leggja fram þingsályktunartillögu um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Önnur og brýnni verkefni krefjist forgangs. Niðurstaða könnunarinnar leiðir í ljós að meirihluti þjóðarinnar telur að litla áherslu eigi að leggja á aðildarumsókn. Yfirgnæfandi meirihluti vill hins vegar að ríkisstjórnin einbeiti sér að málefnum heimilanna og fyrirtækja," segir Frosti Sigurjónsson, einn af talsmönnum Heimssýnar. "
kv.Guðrún María.
Um daginn og veginn.
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Hvítasunnuhelgin hefur verið með frekar rólegu yfirbragði í heildina, veðrið yndislegt eins og best gerist að vori, hlýtt og kyrrt.
Það er þó aldrei svo að allt sé eins og best verður á kosið að öllu leyti og lífið færir manni í fang mis mikil verkefni við að fást á hverjum tíma þar sem skiptast á skin og skúrir sitt á hvað.
Ég lit svo að vort þjóðfélag muni verða hægt að byggja upp úr erfiðleikum mis viturrar ákvarðanatöku, svo fremi menn séu þess umkomnir að forgangsraða þar verkefnum, og ramma inn viðfangsefnin í þann nauðsynlega ramma sem þarf að vera til staðar.
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins, fáum við notið þess.
Við höfum álpast til þess að samþykkja yfir okkur alls konar meint frelsi þar sem manni finnst hægri höndin varla hafa vitað hvað sú vinstri var að gjöra, fyrr en ómöguleg framkvæmd þess hins sama leit dagsins ljós.
" Frjálst framsal á óveiddum fiski, landið þvert og endilangt " var eitt stykki stjórnmálaleg mistök, þau mestu á allri síðustu öld.
Innkoma banka á húsnæðislánamarkað var annað stykki af mistökum, sem menn virtust ekki þess umkomnir að festa hönd á á.
" Markaðssamfélag " í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi sem menn hömuðust við að dásama, var að sjálfsögðu eins og nýju föt keisarans, þar sem þessi gamla vísa Steins Steinars, á vel við.
" Lífið er eins og spila á spil,
með spekingslegum svip og taka í nefið,
og þótt, þú tapir, það gerir ekkert til,
því það var nefnilega vitlaust gefið. "
kv.Guðrún María.
Andvaraleysið gagnvart alþýðu manna.
Mánudagur, 1. júní 2009
Við höfum horft upp á það Íslendingar að stéttarfélög hafa ekki verið þess umkomin að standa vörð um hagsmuni launamanna á vinnumarkaði og gildir það sama um faglærða og ófaglærða, skammtímahagsmunir fyrirtækja hafa drottnað og dýrkað.
Af slíku er komið nóg, og ef stjórnvöld hér á landi ætla áfram að dansa með óbreyttri skipan verkalýðshreyfingar þessa lands þar sem lífeyrissjóðir sem fjárfestar sitja hinum megin borðsins í samningagerð, með lögbundnum iðgjöldum launþegans, þá er illa komið.
Hagsmunir launþegans eru þeir að lifa af sinum launum, burtséð frá því hvaða stjórnvöld sitja við valdatauma, og þá hina sömu hagsmuni telur launþegi sig vera að greiða með félagsgjöldum í sitt stéttarfélag.
Að stéttarfélagið skipi menn að sjáfldæmi í stjórnir lífreyrissjóða er fjárfesta í atvinnurekstri. er afdalalýðræði sem koma þarf út úr korti hið fyrsta en það er orsök þess að mínu mati að hagsmunirnir eru farnir að vega salt þ.e betra að semja um lægri laun svo fjárfestingar lífeyrissjóðanna skili sér og hægt sé að viðhalda miðstýringarbatteríí verkalýðshreyfingarinnar.
Ef einhver eðlileg hagsmunavarsla gagnvart launþegum hefði verið i gangi hefði verkalýðshreyfingin mótmælt frjálsu flæði vinnuafls millum landa til varnar eigin þjóðfélagi hvað launalækkun hins almenna manns varðar, innflytjenda jafnt sem þeirra sem fyrir voru en það var auðvitað ekki gert.
Hrun i okkar þjóðfélagi nú, þarf að taka fallið af því andvaraleysi sem þarna hefur verið fyrir hendi og þolendur eru verkafólk hvarvetna úr Evrópu.
kv.Guðrún María.
Verkefni dómstóla, skattgreiðendur borga......
Mánudagur, 1. júní 2009
Rifrildi manna um fjárhag fyrir dómstólum hafa verið óendanleg og hér eitt dæmi af mörgum um að ræða, þar sem hið braskævintýrakerfi sjávarútvegsins er um að ræða, þar sem hvað mesta fjármunaumsýslan hefur verið fyrir hendi og auðvitað eftir því lántökuævintýrin...
Skattgreiðendur borga starfssemi dómsstóla við afgreiðslu sem slika...
kv.Guðrún María.
![]() |
Milljarða skuldir umfram eignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |