Vanti atvinnu, þá SKÖPUM við hana, geri stjórnvöld ekki neitt, þá gerum við það sjálf.

Ég álít að það sé tímabært að stuðla að því að stofna félög  á félög ofan, til samvinnu um atvinnu í landinu, hvarvetna sem verða má, með það að markmiði að búa til atvinnutækifæri hér á landi.

Hvert einasta samfélag byggist upp á samvinnu, og það atriði að efla samvitund á þeim tímum sem nú eru í niðurdýfu hagkerfa heimsins, kallar á nýjar aðferðir, fljótvirkari en stjórnvöld eru þess umkomin að koma í framkvæmd.

Hinn mikli hugmyndadoði og ákvarðanafælni sem einkennt hefur stjórnmálasviðið  undanfarna áratugi, þar sem einstaklingshyggjan er allsráðandi, ásamt flokkshagsmunum hefur ekki fært oss fram á veg, heldur afturábak.

Hvert eitt einasta sveitarfélag í landinu þarf að skoða mögulega sjálfbærni á öllum sviðum, frá því smæsta til þess stærsta og samvinna íbúa á sömu svæðum varðandi það atriði að skapa atvinnu, í samræmi við búsetu og möguleika hvers svæðis fyrir sig, með tilliti til orkunotkunar og ferðalaga milli staða í atvinnu m.a, sem og í samræmi við þjónustuþörf svæða, er atriði sem skoða þarf.

Það stoðar lítt að velta sér upp úr vandamálum og mistökum sem gerð hafa verið, við munum þurfa að halda áfram eftir efnum og aðstæðum og þá er að vinna úr þvi hinu sama og við getum sannarlega sjálf gert mjög margt.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég skal taka þátt í þessu. Máið er að ég hef reynt að fá einhvern sem þegar er á bótum í vinnu í 5 vikur og engin af þeim 20.000 sem atvinnulausir eru kæra sig um vinnuna. Undarlegt en þó það sem gerist alstaðar við þessar aðstæður.

Halla Rut , 6.6.2009 kl. 02:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Halla.

Já hvað segirðu.

Kanski get ég bara komið og unnið hjá þér eitthvað, hver veit... vantar hlutavinnu...

Það þarf hins vegar að virkja framtak einstaklinga til atvinnusköpunar á þessum doðatímum einhliða umræðu um vexti sem upphaf og endi alls sem gera skal. 

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.6.2009 kl. 02:58

3 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Halla Rut , 6.6.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband