Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Vilji þjóðar og vilji flokka, ekki það sama, þessi könnun segir meira en mörg orð.

Meirihluti Íslendinga vill fá að greiða atkvæði um HVORT farið verði í aðildarviðræður við Esb, sem er eins og mín tilfinning gagnvart þessu máli hefur verið. 

 "

Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn.

Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Alls svöruðu 76,3 prósent að mjög miklu eða frekar miklu máli skipti að spyrja þjóðina álits, þar af sögðu rúm 60 prósent að það skipti mjög miklu máli. Ein 5,8 prósent svöruðu hvorki né en 17, 8 prósent taldi það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.

Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, samtök sjálfsstæðissinna, dagana 28. maí til 4. júní. Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3 prósent. " 
af vef Heimsýnar.

kv.Guðrún María.

 

 


Sammála Evu Joly í þessu efni.

Ég hygg að þetta sé rétt mat hjá henni, sökum þess að sá sem hugsanlega yrði skipaður tímabundð myndi starfa í skugga þess sem kæmi aftur.

Vandamál okkar Íslendinga varðandi vanhæfi er mun umfangsmeira en annars staðar sökum fámennissamfélagsins, það hefur svo sannarlega sýnt sig og í raun einkennt þjóðfélagið og þjóðfélagsskipan um áratuga skeið.

Ég tel að embættismannakerfið hafa enn ekki aðlagað sig stjórnsýslulögum, svo heitið geti, hvað þá að hinn frjálsi markaður hafi farið að slíku.

kv.Guðrún María. 


mbl.is Ekki hrifin af hugmynd um sérskipaðan ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví skyldi Íslenzka þjóðin borga klaufaskap Evrópusambandsins, við smíð á lagaumhverfi fjármálastarfssemi ?

Í raun er það að æra óstöðugan að telja fólki trú um að við Íslendingar eigum að borga innistæðutryggingar fjármálastarfssemi í öðrum löndum eins og ráðamenn þessa lands eru að reyna að láta okkur gera nú.

Í mínum huga er verið að veðsetja þjóðina til þess að þjóna flokkspólítískum hagsmunum forystuflokks í ríkisstjórn landsins, sem hefur aðild að Esb á sinni stefnuskrá, og vill með öllu móti undirganga allt til þess að þjóna þeim hinum sömu hagsmunum, með samningum og miðjumoði allra handa, alveg sama hvað það kostar.

Það er nefnilega EKKI þannig að við höfum verið aðilar að Evrópusambandinu en EES samningurinn var til staðar, þar sem mönnum hafði tekist með ótrúlegum hætti að útrýma mörkum allra handa þannig að hið guðdómlega frelsi fjármálafyrirtækja gæti ferðast fram og til baka án þess nokkur væri að fylgjast með.

Við Íslendingar berum sannarlega ekki ábyrgð á reglugerðarsmíðinni einir það er ljóst.

Okkar fall af því að samþykkja vitleysu þessa skyldi því samhengi við nákvæmlega það hið sama.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar og Danir gera sér grein fyrir aulahætti íslenskra ráðamanna í málinu.

Að Íslendingar einir taki það að sér að bjarga andliti ESB varðandi reglugerðaformúlur um viðskiptaumhverfi sem voru ónýtar eða virkuðu ekki, varðandi starfssemi banka og tryggingar, er einfaldlega út úr kú.

Það er því ekki góðri lukku að stýra að stjórnmálaflokkur sem haft hefur aðild að Esb, á  stefnuskránni ráði ferð í ríksstjórn þegar ákvarðanir um slíkt eru uppi.

Undirlægjuháttur stjórnvalda er alger, því að sjálfsögðu hefði átt að láta reyna á mál þetta með lögformlegum hætti, áður en menn hyggjast senda þjóðinni reikninginn.

Annað er óásættanlegt.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lausn Icesave ekki forsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Að standa með stolti og segja, mitt starf er mín hugsjón í dag....

Ég vinna vil landi af viti og dáð, með verkunum auka þess hag... "

Börnin eru framtíðin, þau munu erfa landið, og sökum þess er það afar ánægjulegur viðburður ár hvert fyrir mig sem starfsmann í grunnskóla að horfa á ungmenni á leið út í lífið að lokinni skólagöngu.

Ég veit að þetta unga fólk mun gera betur en við nokkurn tímann höfum gert til framtíðar litið því þau hafa fylgst með okkur kynslóðinni sem höfum ríkt um tíma.

Þau vita miklu meira en við, um flest allt því þau eru kynslóðin sem hefur tileinkað sér upplýsingasamfélagið og veit ágæti þess og annmarka.

Ég óska öllum íslenskum grunnskólanemendum til hamingju með áfangann og alls hins besta á leið út í lífið, til mennta og starfa.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Bylting ?

kv.Guðrún María.


Einmitt, hver á að blása lífi í hinn brothætta bankageira á Evrusvæðinu ?

Vill Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kynda upp undir sömu tegund af ævintýramennsku og var við lýði um Evrópu alla og Íslendingar voru allsendis ekki einir um að taka þátt i heldur Evrópusambandið eins og það leggur sig ?

Afar áleitin spurning í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Batinn á evrusvæðinu hægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi ætla Íslendingar að ganga eins og kýr á bása, hagsmuna flokksræðis í stjórnmálum.

Stundum mætti halda að stjórnmálaflokkarnir væru eins og íþróttafélög varðandi áhangendafjölda því alveg er það sama hve mörg mörk menn fá á sig í formi andvaraleysis eða misviturlegrar ákvarðanatöku, menn kjósa yfir sig sömu flokksræðissápuóperu,  þar sem lýðræðið er aftengt eftir kosningar.

Það er nokkuð fróðlegt til þess að vita að Samfylking og Vinstri Grænir skuli leyfa sér það að ganga gegn flest öllu því sem þeir hinir sömu hlutu kjörgengi til í formi loforða fyrir síðustu kosningar svo ekki sé minnst á æsingagang gagnvart fyrri ríkisstjórn.

Það væri lágmarksvirðing við þjóðina að allir flokkar kæmu að stjórn landsins undir þeim efnahagslegu kringumstæðum sem nú eru uppi, og mál eins og sá skuldaklafi sem núverandi stjórn hyggst skuldbinda þjóðina um nú, muni hver og einn einasti flokkur bera undir sína flokksmenn á opnum fundum þar að lútandi.

Sá tími er kominn að hér þarf menn með bein í nefinu til ákvarðana af eða á um ýmis mál þar sem þjóðin mun standa og falla með þeirri hinni sömu ákvarðanatöku.

Tími málamiðlanastjórnmála hefur runnið sitt skeið á enda að mínu viti og fólk vill sjá skýrar línur en ekki miðjumoð þess að reyna að hafa alla góða einhvern veginn ,  með loforðum út í bláinn.

kv.Guðrún María.


Vér mótmælum allir misviturlegum gjörningum til handa vorri þjóð.

Við sátum þrjú og sendum út fregnir frá Austurvelli í dag á Lýðvarpinu 100,5, með okkar manni á staðnum, en það var sérkennilegt að upplifa að nýju mótmæli við Alþingi, nú vegna gjörða nýkjörnar ríkisstjórnar í landinu. 

RIMG0026.JPG

Ástþór er hér að stilla inn útsendinguna, en jafnframt fylgdumst við með umræðu á Alþingi um málið.

Einhverra hluta vegna heyrðist orðið " vanhæf ríkisstjórn " ekki þarna núna en mæting fólks á Austurvöll segir sína sögu.

kv.Guðrún María.

 

 


Sjálfstæðisflokkurinn viðurkennir að kvótakerfið er ónýtt.

Það hlaut að koma að því að Sjálfstæðismenn færu að átta sig á því að kerfi sjávarútvegs er ekki hagstætt þjóðinni í heild.

" Ég hef tekið undir gagnrýni á kvótakerfi sem færði útgerðarmönnum sameiginleg verðmæti þjóðarinnar endurgjaldslaust til eignar og skipti auðlindinni á milli skilgreindra einstaklinga og fyrirækja. Ég hef einnig gagnrýnt frjálsa framsalið og eignfærslu kvótans í efnahagsreikningum fyrirtækja sem samanlagt mun nema um 200 milljörðum króna,“ sagði Júlíus Vífill. "

Batnandi mönnum er best að lifa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Eðlilegt að endurskoða kvótakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband