Þarf ný samtök launamanna hér á landi sem taka lífeyrissjóðina í eigin hendur ?

Ef til vill þarf nýtt hagsmunabandalag launamanna, til þess að aftengja núverandi verkalýðsfélög í alls konar undirlægjuhætti gagnvart sitjandi stjórnmálaöflum í landinu hverju sinni, hvar í flokkum sem standa.

Fyrir mína parta er það óásættanlegt að verklýðsforkólfar gangi fram með hugmyndir til stjórnvalda um að nota lífeyri landsmanna í einkaframkvæmdir hér og þar að hentugleikum sitjandi valdhafa í landinu.

Til þess hins sama er mér best vitanlega engin lagaleg heimild og ég lýsi eftir slíku hér með og það breytir engu hvort hér er niðursveifla í hagkerfi, engu.

Ef vinstri flokkar þessa lands hyggjast toppa hægri menn i frjálshyggjunni þá gerist það  auðveldlega með slíku móti en hvoru um sig má líkja við svín í kálgarði.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband