Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ofþenslubrask sveitarfélaganna og skortur á samstarfi stjórnsýslustiganna.

Hélt fyrst að þessi frétt væri af umferðamálum en nei það var úr mínu bæjarfélagi og um fjármál sveitarfélagsins.

Að vissu leyti er hér um að ræða hálf hjákátlega gagnrýni Sjálfstæðismanna sem báru jú ábyrgð til dæmis á einkasamningum um rekstur skóla á sínum tíma, við einkafyrirtæki sem farin eru á hausinn en ábyrgðin lendir á bænum.

Hins vegar hafa núverandi valdhafar verið í kapphlaupi við nágrannasveitarfélögin við hamagang í húsabyggingum og lóðafrágangi og sitja nú uppi með sárt ennið í því efni, en auðvitað var búið að hækka útsvarsprósentu upp í topp á góðæristímanum.

Hví skyldi útsvarsprósentan hafa verið hækkuð ?  Jú til dæmis fjölgun einkahlutafélaga allra handa þar sem skattskil til sveitarfélagsins voru lítil og óbein.

Endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna var eitthvað sem aldrei virtist ná landi, alveg sama hvaða flokkar stóðu hvar og hvenær við stjórnvöllinn á báðum stjórnsýslustigum.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Framúrkeyrsla í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er jafnræðisregla stórnarskrárinnar brotin með misvægi atkvæða á landinu.

Því ber að fagna að staðið skuli vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi sem stjórnarskrá landsins skal innihalda í jafnræðisreglu sinni.

Rétturinn til þess að fá að kjósa sem og rétturinn til þess að fá að bjóða sig fram er einn af hornsteiinum lýðræðis í landinu og grundvallarmannréttindi í lýðfrjálsu riki.

Vægi atkvæða hvers kjósanda skyldi hið sama, hvar sem býr í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Missti mannréttindi við að flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkoma forseta lítt til að auka virðingu Alþingis.

Forseti Alþingis verður að vera þess umkominn að gæta hófs en það gerði þingforseti alls ekki, því fer svo fjarri, hún tók málfrelsið af þingmanni með bjölluslætti svo furðu sætti.

Því til viðbótar bandaði hún bjölluhamrinum eins og skipa þingmanni í burtu, sem er fáheyrð framkoma og ég hefi ekki áður séð fara fram á Alþingi Íslendinga.

Þingforsetar hafa hingað til leyft umræðu um fundarsköp um flest innan tímamarka án þess að " ritskoða " þá hina sömu umræðu, þar að lútandi, en tímamörk slíkrar umræðu eru stutt.

Ég tek undir það með formanni Framsóknaflokksins að þessi framkoma sé óásættanleg.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17, júli mun verða sérstakur dagur þar sem uppgjör gömlu og nýju banka liggur fyrir.

Það er vonandi að allar upplýsingar liggi á borðinu til handa almenningi í eftir 17. júli í ár, hvað varðar uppgjör millum hinna gömlu og hinna nýju banka hér á landi.

Eftir því mun verða gengið að öllum líkindum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Uppgjöri vegna bankanna enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Sjálfstæðisflokkurinn standa undir nafni ?

Nú mun nokkuð velta á því hver margir Sjálfstæðismenn gætu eins tilheyrt Samfylkingunni hvað varðar ýmsa afstöðu til þjóðfélagsmála sem og skoðanaleysis almennt sem einkennt hefur um of þingheim i heíld á undanförnum árum.

Menn segja eitt og gera annað sitt á hvað, slá úr og í, hífa og slaka og halda að þannig takist þeim að þjóna landsmönnum sem oftar en ekki byggist á eiginhagsmunum um endurkosningu.

Mín skoðun er sú að menn hafi ekki verið kosnir til þess að sitja hjá í nokkru einasta álitamáli eins samfélags, heldur þvert á móti að taka afstöðu.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Sjálfstæðismenn ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðunandi niðurstaða í máli sem slíku.

Alveg hreint er það með ólíkindum að lesa niðurstöður dóma sem hafa það að geyma að ENGINN beri ábyrgð þegar um leikskólabörn er að ræða.

Sama má reyndar segja um ýmsa aðra dóma er innihalda álíka skilaboð um það að firra alla ábyrgð mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Borgin ber ekki ábyrgð á róluslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig geta Norðurlöndin stutt þingsályktunartillögu á Alþingi ?

Hinn pólítíski loddaragangur varðandi Esb er áframhaldandi og nú vanvirðir ráðherran þjóðina varðandi það atriði að málsmeðferð í formi þingsályktunartillögu hefur ekki einu sinni verið afgreidd í meðförum Alþingis, fyrr en sú hin sama hefur rætt málið við erlenda ráðamenn.

Hér er um mikil mistök að ræða af hálfu ráðherrans.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir um aðild að Evrópusambandinu má leggja til hliðar nú þegar.

Það er algjörlega tilgangslaust af hálfu núverandi stjórnvalda að róa áfram hugmyndum um aðild að Evrópusambandi, þegar Íslendingar þurfa á öllu að halda til varnar sjálfstæði þjóðarinnar efnahagslega.

Hin pólítiska þráhyggja þess efnis hefur verið í boði eins stjórnmálaflokks sem nú þykist ætla að standa við markmið sín þess efnis sem aftur flokkast undir flokkshagsmuni ekki hvað síst.

Hvers konar ákvarðanir á alþjóðlegum vettvangi mega ekki byggjast á undirlægjuhætti stjórnvalda gagnvart viðskiptabandalagi einnar álfu í veröldinni.

Við gætum í raun eins gengið i Kínverska kommúnistaflokkinn eins og að múra okkur inni í viðskiptabandalagi í Evrópu einni.

Þróun þessa ríkjabandalags sem og áhrifavald einnar þjóðar hvað fulltrúa varðar er ekkert ég endurtek ekkert og það atriði að afsala sér ákvarðanatöku og taka við tilskipunum frá Brussel um hvort ganga megir hægra eða vinstra megin við næsta ljósastaur er ekki það sem við Íslendingar munum NOKKURN tíma samþykkja yfir okkur.

kv.Guðrún María.


Sjávarútvegur og landbúnaður þurfa að undirgangast alþjóðleg viðmið um sjálfbærni.

Ef við Íslendingar ætlum okkur stöðu á mörkuðum í framtíðinni með matvæli sem hágæða vöru sem við vel getum gert, þá munum við þurfa að endurskoða verksmiðjuframleiðsluhætti sem til staðar eru ENN í sjávarútvegi og landbúnaði hér á landi.

Ef menn á einhverjum tímapunkti hefðu staldrað við og hugsað til framtíðar þá gat það ekki verið að framtíð lægi í einhliða aðferðum stærri og stærri fiskiskipa í eigu örfárra útgerðaraðila sem flytja fisk óunnin úr landinu, sem og , og stærri og stærri framleiðslueininga í landbúnaði þar sem offjárfestingar í tólum og tækjum hafa tröllriðið húsum, án þess að skila sér í raun til baka.

Hvoru tveggja hefur þetta gert það að verkum að færri störf eru unnin innanlands, við afurðir íslensku atvinnuveganna þar sem skipulagið sjálft stuðlar ekki að því.

Olíueyðsla stóru fiskiskipanna og ferðalög þeirra hinna sömu á fiskimiðin kosta orku úr iðrum jarðar sem ekki er óendanleg, og sama má segja um stórtæknivæðingu í landbúnaði þar sem tæki öll hafa stækkað í samræmi við stóriðjueiningastefnuna.

Tilgangur þess að setja á fót fiskmarkaði hér á landi fór fyrir lítið þegar í ljós kom að ekki var hægt að fá allla ég endurtek alla aðila til þess að landa fiski á slíka markaði.

Hugsunin um það að viðhalda vinnu í landinu hefur nefnilega ekki fundist í þvi skipulagi kerfa sem maðurinn hefur verið með á boðstólum enn sem komið er og þar er sannarlega breytinga þörf.

Það er orðið nokkuð langt síðan að sú er þetta ritar lagði það til að bæði kerfi sjávarútvegs sem og kerfi landbúnaðar væri skipt í tvennt þar sem helmingur hvors um sig undirgengist umhverfissjónarmið sjálfbærrar þróunar þar sem gæðastaðlað mat afurða í matvælaframleiðslu myndi þýða meiri verðmæti einnar þjóðar til framtíðar litið.

Með öðrum orðum fullkomna umhverfisvottun um framleiðslu í sátt við umhverfið frá a-ö.

Vissulega er hægt að feta sig út úr núverandi skipulagi ögn hægar en að helminga kerfin bæði að umhverfismarkmiðum en hefjast þarf handa og ég skora á nýjan umhverfisráðherra að skipta sér af þessum málum, sem varða miklu um framtíð þjóðarinnar.

kv.Guðrún María.

 

 


Og það var fleira árið 1998.

Föstudaginn 4. september, 1998 - Innlendar fréttir
Ástþór Magnússon einn aðstandenda nýrrar stjórnmálahreyfingar

Íhuga framboð undir heitinu Lýðræðisflokkurinn

Ástþór Magnússon einn aðstandenda nýrrar stjórnmálahreyfingar

Íhuga framboð undir heitinu Lýðræðisflokkurinn


ÁSTÞÓR Magnússon, forstöðumaður Friðar 2000, ásamt fleiri einstaklingum, íhugar nú framboð til alþingiskosninga undir nafninu Lýðræðisflokkurinn. Sverrir Hermannsson, fyrrum bankastjóri Landsbankans, hugðist ásamt stuðningsmönnum sínum nota sama nafn á stjórnmálahreyfingu sína og framboð sem nú er í undirbúningi.

Í fréttatilkynningu frá þremur aðstandendum fyrri hópsins segir að nafnið Lýðræðisflokkurinn hafi verið skráð á vegum þeirra í júní sl. og fengið kennitölu. "Umræðufundir þessa hóps hafa staðið lengi," segir þar ennfremur, "og munu halda áfram, þótt málefnagrundvöllur að skynsamlegri fiskveiðistjórnun sé þegar fundinn, er önnur vinna undir merkjum lýðræðislegra vinnubragða, í fullum gangi."

Aðstandendur hópsins segjast meðal annars hafa kynnt Sverri hugmyndafræði sína, sem byggist á því að "bjarga móður náttúru" og auka vitund um siðgæði, frá vöggu til grafar. Undir fréttatilkynninguna skrifa Ásgeir Önundarson, Garðar H. Björgvinsson og Guðrún María Óskarsdóttir.

Sverrir ekki áhyggjufullur

"Ég hef engar áhyggjur af þessu í bili," segir Sverrir Hermannsson um nafngiftir stjórnmálahreyfinganna beggja. "Það er langt þangað til okkar flokkur verður stofnaður og nógur tími til að athuga sinn gang."

Ástþór Magnússon, sem staddur er í Grikklandi, staðfesti það í gær í samtali við Morgunblaðið, að hann væri einn aðstandenda hópsins sem sendi frá sér fréttatilkynninguna. Stefnt er að því að halda málþing í lok mánaðarins og að sögn Ástþórs verður í kjölfar þess ákveðið hvort farið verður í sérstakt framboð, eða hvort tekið verður upp samstarf við einhverja aðra starfandi eða fyrirhugaða stjórnmálahreyfingu.

Ástþór segir að hreyfing Sverris Hermannssonar sé aðeins ein af þeim sem til greina kemur í þessu sambandi, einnig geti til dæmis hugsast samstarf við nýja kvennahreyfingu, nýjan flokk vinstrimanna eða jafnvel Sjálfstæðisflokkinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband