Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvers vegna skyldi þetta vera svona, svarið er hér.....

Í hinu meinta góðæri hér á landi taldist það ekki til tekna að viðhalda varnargörðum við vötn og fljót, allavega ekki á Suðurlandi, enda landsbyggðin almennt talin óhagkvæm yfir höfuð eins fáránlegt og það nú er.

Þarna var að sjálfsögðu verið að " spara aurinn en kasta krónunni " því hver heilvita maður gat sagt sér það að varnargörðum við vegi, myndi þurfa að halda við rétt eins og vegunum sjálfum.

Viðhaldið afmarkaðist hins vegar eingöngu við vegina, þar sem meðal annars var dúllast við að eyða fé í að mála útafakstursvegi af þjóðvegi 1, samkvæmt Evrópureglugerðum, meðan varnargarðar og viðhald við þá, fékk ekki krónu af fjárlögum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Markarfljót grefur undan Þórsmerkurvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ er komið að samstöðu stétta á vinnumarkaði hér á landi.

Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem launþega að taka nú á mig skattahækkanir og launalækkun samtímis, sökum þess að verkalýðshreyfing þessa lands hefur ekki verið þess umkomin að standa vörð um kaupmátt launa í formi skattleysismarka sem fylgja skyldu verðlagsþróun.

Nákvæmlega ekki neitt hefur verið að gert til þess að leiðrétta þá hinu sömu stöðu launþega á vinnumarkaði hér á landi, meðan fyrirtæki hafa leikið sér með misvitrar fjárfestingar á erlendri grund.

Sá tími er kominn að greiða sanngjörn laun fyrir vinnu alveg sama hvaða vinnuveitandi á í hlut, þar sem réttlát gjaldtaka fylgir í formi skatta, og hvort sem um er að ræða hið opinbera eða einkafyrirtæki.

Vinnuþáttöku í einu þjóðfélagi þarf að fylgja hvati að slíku og verkalýðsfélög skulu standa vörð um það atriði að sá hvati sé fyrir hendi ellegar þarf þar að skipta um leiðtoga til þess arna.

Þar skiptir engu máli hvort kreppa er til staðar eða ekki, hinn vinnandi maður þarf að geta komist af í einu samfélagi, og greitt skatta, og  fyrirtækin ættu að vera betur í stakk búin , þess að taka á sig minni arðgreiðslur, í kreppu ef eitt þjóðfélag skal vera gangandi til framtíðar.

Nú þurfa stéttir að standa saman hér á landi um þau hin sömu mál.

kv.Guðrún María.

 


ASÍ og SA munu þurfa að hugsa um allt annað en inngöngu í ESB.

Launþegar hér á landi munu krefja verkalýðshreyfinguna til þess að vinna fyrir hagsmunum launþega í samningum við atvinnurekendur, ef ekki þá verða stofnuð ný verkalýðsfélög.

Það mun brátt heyra sögunni til,  að flokkspólítískir forkólfar í verkalýðshreyfingu sem þykjast vera fulltrúar launafólks gangi erinda stjórnvalda ellegar atvinnurekenda gegnum lífeyrissjóði sem fjárfesta hér og þar.

Samjammarabandalag Así og Sa um inngöngu í Esb, undanfarin misseri, segir meira en mörg orð um hverra hagsmuna þar menn þykjast vera að gæta sem engir eru fyrir launþega í landinu.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vond áhrif af uppsögn samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar munu aldrei ræða aðild að Evrópusambandi, verði Icesavesamkomulagið gilt.

Sé það svo að stjórnarflokkarnir með Samfylkingu í forsvari sem einn flokka hefur haft aðild að Esb á dagskrá, telji samninga þessa forsendu mögulegrar inngöngu, þá er ég ansi hrædd um að andstaða við inngöngu i sambandið hafi aldeilis aukist eftir að samningur þessi var á borðinu.

Samningurinn ber vott um pólítiskan undirlægjuhátt einnar þjóðar gagnvart öðrum, flóknara er það ekki, því miður. 

Samningurinn er jafnframt stórkostleg pólítisk mistök núverandi stjórnarflokka á þann veg að þeir hinir sömu ætla að viðurkenna ábyrgð annmarka frjálshyggjunnar hér sem annars staðar í Evrópu og senda þjóðinni reikninginn, í stað þess að vísa frá ábyrgð sem enginn íslenskur þegn getur borið ábyrgð á lagalega með réttu.

Landamæraleysi fjármálaumhverfis í Evrópu og það sem þar fellur utan laga og réttar hvað ábyrgð varðar skyldi að sjálfsögðu verkefni dómstóla á alþjóðlegum vettvangi til úrlausna.

Þar verða Íslendingar að standa sína pligt gagnvart Evrópusambandinu sem ríkjabandalagi, þar sem ýtrustu hagsmuna landsins skyldi gætt.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Um daginn og veginn.

Bjartar nætur og fuglasöngur, fallegt veður og gróandi allt um kring, er andstæða við blikur á lofti í efnahagslífi einnar þjóðar á norðurhjara veraldar.

Og ekki er það í fyrsta skiptið sem okkur Íslendingum höndlast illa að halda á málum hjá okkar fámennu þjóð, en ögn meira nú í tölum talið en áður, þótt teknar séu flestar gengisfellingar á árum áður.

Klíkubandalög stjórnmálaflokkanna, hafa árin öll smalað í sín fjárhús hér og þar með tilheyrandi flokksræðisþjóðfélagi og lýðræðisleysi þar að lútandi, þar sem hinum rauða dregli er rúllað fyrir leiðtogana hverju sinni og allir knékrjúpa hafandi meðtekið hitt heilaga orð.

Hvorki flokkarnir né heldur verkalýðsfélög í landinu hafa verið þess umkomin að þróa lýðræðisvitund meðal þjóðarinnar þar sem almenningur er virkur þáttakandi í ferli ákvarðana.

Ég ætlaði hins vegar ekki að röfla um pólítik því hin bjarta sumarnótt og fuglasöngur er eitthvað sem ég sannarlega nærist á nú um stundir,  eins og ár hvert á þessum tíma.

Sú sálarnæring endist nefnilega inn í næsta vetur.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Hér hristist allt.

Sú er þetta ritar sat við tölvuna og byrjaði að finna titring sem jóx hratt í hristing og gólfplatan nötraði og bylgjuhreyfing gekk yfir, þannig að ég stóð á fætur.

Ég gekk um íbúðina að skoða hvort nýjar sprungur hefðu myndast en um daginn sáust sprungur í hornum og við loft, en gat ekki séð meira hafa myndast en fyrir var.

Ég var úti labbandi þegar seinni skjálftinn kom og varð hans ekki vör.

 

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Jarðskjálftahrina við Krýsuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER það meining ríkisstjórnar að Icesave samkomulag sé aðgöngumiði að Evrópusambandinu ?

Það er vægast sagt undarlegt að flestir þeir sem mært hafa inngöngu í Evrópusambandið, reyna einnig, að mæla Icesavesamkomulagi stjórnarflokkanna bót.

Getur það verið að fjötra eigi þjóðina í enn frekara þrælahald til þess eins að afsala sér fullveldi á flestum sviðum og að þessu standi íslenskir stjórnmálamenn á Alþingi Íslendinga ?

Nú vinstri jafnaðarmenn allra handa, sem menn töldu myndu bjarga þjóðinni úr klóm hægri manna, en svo virðist að farið hafi verið úr öskunni í eldinn.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Umfjöllun um ESB-tillögur lýkur ekki í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum Steingrímur.

Í raun er það að æra óstöðugan að horfa nú á það að vinstri flokkar á Alþingi er tekið hafa við stjórn landsins skuli, nú ætla að senda þjóðinni reikninginn fyrir starfssemi einkavæðingarinnar sem lenti á gráu svæði og utan landamæra lögsögu eins vitlaust og það nú er.

Það er óásættanlegt að Ísland taki þar alla ábyrgð, hluti hennar er eitthvað sem undir samnnga má fara en allan reikninginn NEI TAKK..

kv.Guðrún María.


mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um andvaraleysi eins samfélags, og þróun mála.

Það er eins með bankahrunið og margt annað sem við Íslendingar höfum upplifað, það gerist nákvæmlega ekki neitt fyrr en menn sitja pikkfastir í pytti eigin óráðsíu hvers konar.

Auðvitað hefur meginhluti þjóðarinnar tekið þátt því að dansa á þessum dansleik fjármálaævintýra allra handa þar sem formúlan var og er enn stéttskipting millum ríkra og fátækra, hvað sem verður.

Þjóðin hefur unað við það að útgerðarmenn fengju að veðsetja óveiddan fisk úr sjó og ganga með svo og svo mikil verðmæti af sjávarauðlindinni til annars konar brasks eða eiginhagsmunaumsýslu.

Íslensk flokkapólítik hefur þróast í það að flokkar verða að eins konar sjálfseignastofnunum, þar sem lýðræðið er frekar eitthvað ofan á brauð, og hagsmunir flokksins ganga ofar og framar því að virkja gagnrýnt viðhorf í sjórnmálum almennt sem stjórnmál ættu að jú að ganga út á. Hemskuleg hagsmunabarátta og valdapot við það að drottna og dýrka í alls konar embættum í flokkakerfinu hefur verið landlægt vandamál.

Þróun markaðshyggjunnar hér á landi þar sem nautum var að vissu leyti sleppt lausum hér, í meintu frjálsu markaðssamfélagi, án þess að nokkuð væri haft fyrir því að girða girðingar þar að lútandi hefur haft sínar birtingamyndir. Samþjöppun stærstu aðila leiddi auðvitað fljótlega af sér einokun á markaði, allra handa einokun sem varla var tilgangur ráðstafanna.

Stærsta matvælakeðjan átti til dæmis einnig fjölmiðlakeðju sem þýddi hvað ?

Einstaka markaðsaðsöðu auðvitað sem enn er fyrir hendi í dag.

Allt þetta hafa Íslendingar meðtekið nokkuð rólega og meira segja barist gegn setningu fjölmiðlalaga á sínum tíma með dyggri þáttöku stórfyrirtækisrisans í geiranum sem tók aldeilis þátt í því hinu sama.

Var það Íslendingum í hag að verja þannig einokunaraðstöðu eins fyrirtækis hér innanlands, fyrirtækjasamsteypu sem nú telst hluti af því óábyrga útrásarævintýri sem menn hafa komið þjóðinni í skuldaklafa með ? Það er áleitin spurning. Þetta fyrirtæki er hins vegar ekki einsamalt í því ferðalag að þvæla þjóðinni í skuldaklafa og fjármálastarfssemi öll í landinu eftir stofnun hlutabréfamarkaðar þarfnast verulegrar skoðunar við.

Því miður kaus almenningur yfir sig sama skipulag of lengi, og enginn andæfði meðan þessi þróun var að skila plastpeningum í fjármálaumsýsluna, með dyggri aðstoð endurskoðunarfyrirtækja.

Ég hefi kallað þetta Markaðshyggjuþokumóðu mjög lengi þar sem ég vil meina að menn hafi villst um í þar sem hvorki þingmenn né þjóðin sjálf þorði að andmæla magni peninga sem fjölmiðlar dýrkuðu og dásömuðu hvarvetna í frásögnum alla daga, þótt þorri manna hér á landi sæi ei þá hina miklu fjármuni.

Það er gott að snúa stýrinu ef beygja skal ökutækinu og fyrir löngu gátum við landsmenn andmælt þróun mála, við þurftum ekkert að detta ofan í pyttinn fyrst. Sjálf hefi ég andmælt í mörg herrans ár og mun örugglega áfram gera en ábyrgð okkar sjálfra er það að velja viðhorf til mála þar sem eitt þjóðfélag og hagsmunr þess í heild eru markmiðið, til framtíðar að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


Fjármálalöggjöf Evrópusambandsins var ónýt.

Mjög fróðlegt að lesa þessa skýrslu hollensku rannsóknarnefndarinnar, þar sem m.a. kemur þetta fram.

" Samkvæmt niðurstöðu rannsakendanna, lagaprófessoranna Adrienne de Moor-van Vugt og Edgar du Perron, þá gat DNB ekki með nokkrum hætti leyft sér að vara við stöðu Landsbankans og Icesave. Slík aðvörun var ekki einungis lagalega óleyfileg, heldur var hún heldur ekki raunhæf þar sem hún hefði nánast örugglega orsakað áhlaup á Icesave og Landsbankann, ekki bara í Hollandi, heldur hvar sem hann starfaði.

Í skýrslunni kemur einnig fram að DNB gat heldur ekki veitt Landsbankanum aukaaðild að innstæðutryggingakerfi landsins þar sem slíkt stríddi gegn löggjöf Evrópusambandsins (ESB). "

Þarna er því um að ræða gat á einu fjármálakerfi þar sem tilfærsla fjármuna hefur ekki fallið undir og með ólíkindum að þetta skuli hafa verið mögulegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband