Ofþenslubrask sveitarfélaganna og skortur á samstarfi stjórnsýslustiganna.

Hélt fyrst að þessi frétt væri af umferðamálum en nei það var úr mínu bæjarfélagi og um fjármál sveitarfélagsins.

Að vissu leyti er hér um að ræða hálf hjákátlega gagnrýni Sjálfstæðismanna sem báru jú ábyrgð til dæmis á einkasamningum um rekstur skóla á sínum tíma, við einkafyrirtæki sem farin eru á hausinn en ábyrgðin lendir á bænum.

Hins vegar hafa núverandi valdhafar verið í kapphlaupi við nágrannasveitarfélögin við hamagang í húsabyggingum og lóðafrágangi og sitja nú uppi með sárt ennið í því efni, en auðvitað var búið að hækka útsvarsprósentu upp í topp á góðæristímanum.

Hví skyldi útsvarsprósentan hafa verið hækkuð ?  Jú til dæmis fjölgun einkahlutafélaga allra handa þar sem skattskil til sveitarfélagsins voru lítil og óbein.

Endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna var eitthvað sem aldrei virtist ná landi, alveg sama hvaða flokkar stóðu hvar og hvenær við stjórnvöllinn á báðum stjórnsýslustigum.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Framúrkeyrsla í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband