Hugmyndir um aðild að Evrópusambandinu má leggja til hliðar nú þegar.

Það er algjörlega tilgangslaust af hálfu núverandi stjórnvalda að róa áfram hugmyndum um aðild að Evrópusambandi, þegar Íslendingar þurfa á öllu að halda til varnar sjálfstæði þjóðarinnar efnahagslega.

Hin pólítiska þráhyggja þess efnis hefur verið í boði eins stjórnmálaflokks sem nú þykist ætla að standa við markmið sín þess efnis sem aftur flokkast undir flokkshagsmuni ekki hvað síst.

Hvers konar ákvarðanir á alþjóðlegum vettvangi mega ekki byggjast á undirlægjuhætti stjórnvalda gagnvart viðskiptabandalagi einnar álfu í veröldinni.

Við gætum í raun eins gengið i Kínverska kommúnistaflokkinn eins og að múra okkur inni í viðskiptabandalagi í Evrópu einni.

Þróun þessa ríkjabandalags sem og áhrifavald einnar þjóðar hvað fulltrúa varðar er ekkert ég endurtek ekkert og það atriði að afsala sér ákvarðanatöku og taka við tilskipunum frá Brussel um hvort ganga megir hægra eða vinstra megin við næsta ljósastaur er ekki það sem við Íslendingar munum NOKKURN tíma samþykkja yfir okkur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún María.

Tek undir það sem þú segir hér.

En fyrir utan það þá hefur þessi ESB- manía Samfylkingarinnar splundrað þjóðinni, svo nú logar allt þjóðfélagið í illdeilum og trúnaðarbresturinn á milli stjórnvalda og þjóðarinnar hefur aldrei verið verri.

Splundra þjóðinni vegna þessa ESB- rétttrúnaðar.

Þetta hafa þeir uppskorið með þessu ESB- rugli sínu og það á þessum víðsjár tímum þegar lang mestu hefði skipt að reyna að þjappa þjóðinni saman.

Ég hef sagt það áður og segi það hiklaust aftur og enn þetta er landráðahyski !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband