Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Ótrúlega klaufaleg framkvæmd mála.
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Það atriði að ein stofnun hins opinbera geti ekki staðreynt upplýsingar um einstaklinga reglulega sem greitt er eftir þannig að eftiráinnheimta skuli koma til sögu er í mínum huga óskiljanlegt.
![]() |
20 þúsund lífeyrisþegar fá kröfuyfirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlum við að láta stjórnmálamenn afhenda lýðræði landsmanna á silfurfati til Brussel ?
Mánudagur, 12. janúar 2009
Það er eitt að hafa yfir eigin málum að segja og annað að henda frá sér sjálfsákvarðanarétti í eiigin málum inn í þjóðabandalög svo sem Esb þar sem útþynnt vald hverrar þjóðar er algjört í eigin málum.
Ég hvet menn til þess að íhuga hverjir það eru sem talað hafa hæst fyrir aðild að því skriffsinku og forsjárhyggjubákni sem Evrópusambandið er hér á landi.
Meira og minna eru það aðilar sem telja hagsmunum sínum best borgið viðskiptalega við opin landamæri í því sambandi, burtséð frá því hvernig ein þjóð í heild hefur af þvi hagsmuni.
Til hvers í ósköpunum ættu Evrópuríki að einangra sig frá öðrum þjóðum heims ?
Með viðskiptahindrunum þar að lútandi ?
Hvaða heil brú er í slíku ef litið er til hinnar sameiginlegu ábyrgðar á heimsvísu ?
Til hvers að kosta málamyndastarfssemi þjóðþinga í hverju landi ef Evrópuráðið í Brussel hafa þá og þegar verið afhent öll völd til þess að segja fyrir um hvort einhver einstakur þjóðfélagsþegn skal stíga til hægri eða vinstri á morgun eða hinn daginn ?
Efnahagsbandalagi sem ekki hefur einu sinni fengið af sér þveginn spillingarstimpil þess efnis að hafa endurskoðað bókhald í lagi, þrátt fyrir margþjóða þáttöku í slíku.
Séum við að mótmæla spillingu innanlands nú þegar þá er það ef til vill svipur hjá sjón þegar komið er að bákninu í Brussel að virðist.
kv.Guðrún María.
Hjartanlega velkomnir.
Mánudagur, 12. janúar 2009
Ekkii veitir af til þess að koma á framfæri upplýsingum um alla þá ókosti sem óhjákvæmilega felast í því að viðra hugmyndir um aðild að Eb.
Var að enda við að horfa á 40 mínútna þátt um viðhorf Breta gagnvart því að vera aðilar að Evrópussamstarfinu þar sem menn fullyrða að Bretar hafi 100% misst yfirráðarétt sinn yfir fiskveiðum og landbúnaði ásamt því að borga og borga og borga fyrir það að fá reglugerðir um hvað þeir eiga að gera til baka á silfurfati frá Brussel.
Þar er rætt um að breskir stjórnmálamenn hafi leitt þjóðina á villigötur í þessu sambandi, og breskir skattgreiðendur séu nú allt að því galeiðuþrælar þess að greiða stórar upphæðir án nokkurra áhrifa á þjóðarhagsmuni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sagðir beita sér gegn ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópusambandið og virðingin fyrir lýðræðinu í Brussel.
Mánudagur, 12. janúar 2009
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samstaða Hafnfirðinga um eigin hagsmunamál er einstök.
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Þessi fjölmenni fundur sem haldinn var hér í Hafnarfirði í dag segir margt um samstöðu íbúa gagnvart hagsmunum í sínu nánasta umhverfi sem er af hinu góða.
Það er nefnilega þannig að fyrst og síðast þarf hver einstaklingur að taka ákvörðun um sitt nánast umhverfi sem hluta af þeirri heild sem tilheyrir einu samfélagi.
Það er hins vegar ekki sjálfgefið að um 2000 manns mæti á fund um mál sem þetta, en það gerðist í dag og er birtingarvottur þess að aukinn vitund almennings um mál öll er fyrir hendi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fullur salur í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging átti aldrei að fylgja inn í banka í einkaeigu.
Laugardagur, 10. janúar 2009
Alþingi átti að afnema verðtryggingu áður en kom til þess að einkavæða banka í ríkiseigu á sínum tíma en það var ekki gert og er einn kapítuli af þeim efnahagsmistökum sem hér hafa átt sér stað.
Það atriði að hleypa síðan bönkum inn á húsnæðislánamarkað þýddi katastrófíu, það gat hver maður sagt sér.
kv.Guðrún María.
![]() |
Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálslyndi flokkurinn og frelsi einstaklingsins.
Laugardagur, 10. janúar 2009
Einn flokka hefur Frjálslyndi flokkurinn barist gegn kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi í tíu ár.
Kerfi þar sem kerfisfyrirkomulagið hefur tekið atvinnufrelsi manna til sjósóknar af þeim hinum sömu og flokkar við stjórnvölinn fyrst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur , síðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, hafa ekki verið þess umkomnir stjórnmálalega að umbreyta við stjórnvöl landsins.
Allan tímann hefur kvótakerfið brotið á réttlætiskennd þjóðarinnar og sem aldrei fyrr eftir fjármálahrun hins íslenska efnahagslífs þar sem braskið með aflaheimildir varðaði veg þess græðgis og brasksamfélags sem hér varð til um tíma.
Niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þess efnis að hér væru brotin mannréttindi á íslenskum sjómönnum var eitthvað sem ráðamenn þóttust ætla að íhuga og laga, en eins og fyrri daginn hefur ekkert verið að gert, því yfirlýsingar og athafnir hafa ekki farið saman hin síðari ár hér á landi.
Annað hvort standa menn vörð um mannréttindi í eigin landi , eða þeir gera það ekki.
kv.Guðrún María.
Formaður fjárlaganefndar er einnig bæjarfulltrúi í Samfylkingunni, vissi hann ekki af þessu ?
Laugardagur, 10. janúar 2009
Því miður er hér all sýnilega á ferð dæmi um samstarfsleysi ríkisstjórnarflokkanna ellegar tengslaleysi formanns fjárlaganefndar við bæjarfélagið varðandi niðurskurðarhugmyndir í fjárlögum.
Hins vegar tel ég að St. Jósefsspítali verði áfram rekin sem sjúkraeining hér í bæ, þegar menn hafa ögn rýnt í málin með einhverri endurskipulagningu þar að lútandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samfylkingin í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gangsetja þarf hjól atvinnulífsins í sjávarútvegi um allt land.
Laugardagur, 10. janúar 2009
Það þarf að opna kvótakerfið neðan frá og heimila íslenzkum sjómönnum aðkomu að þessarri aldagömlu atvinnugrein á ný, á trillum um land allt sem aldrei munu ógna fiskistofnum að nokkru leyti með nauðsynlegum skilyrðum þar að lútandi.
Það þýðir einungis kerfisbreytingu sem er í valdi mannsins að breyta, vilji er allt sem þarf.
Stórútgerðarmenn sem starfa í núverandi kerfi eiga nefnilega ekki íslensku fiskimiðin, frekar en kvótann sem þeir hafa fengið úthlutað ár í senn, burtséð frá hvers konar markaðsbraski undanfarinna áratuga.
Fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar, og úthlutun kvóta ár i senn til útgerðarmanna afnot af auðlind fiskimiðanna.
Leiguliðaframsalsbraskið má afleggja með einu pennastriki, flóknara er það ekki,
vilji er allt sem þarf.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir höfðinu dansa limirnir, einnig í stjórnmálum.
Laugardagur, 10. janúar 2009
Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil þörf fyrir sterka leiðtoga í stjórnmálum hér á landi.
Núverandi forystumenn flokkanna við stjórnvölinn hafa ekki verið þess umkomnir að tala við sína þjóð sem heitið geti, þess efnis að tala kjark í þjóðina á erfiðum tímum.
ÞAÐ ÞARF.
En því hafa menn alveg sleppt og það er ekki nógu gott.
kv.Guðrún María.