Frjálslyndi flokkurinn og frelsi einstaklingsins.

Einn flokka hefur Frjálslyndi flokkurinn barist gegn kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi í tíu ár.

Kerfi þar sem kerfisfyrirkomulagið hefur tekið atvinnufrelsi manna til sjósóknar af þeim hinum sömu og flokkar við stjórnvölinn fyrst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur , síðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, hafa ekki verið þess umkomnir stjórnmálalega að umbreyta við stjórnvöl landsins.

Allan tímann hefur kvótakerfið brotið á réttlætiskennd þjóðarinnar og sem aldrei fyrr eftir fjármálahrun hins íslenska efnahagslífs þar sem braskið með aflaheimildir varðaði veg þess græðgis og brasksamfélags sem hér varð til um tíma.

Niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þess efnis að hér væru brotin mannréttindi á íslenskum sjómönnum var eitthvað sem ráðamenn þóttust ætla að íhuga og laga, en eins og fyrri daginn hefur ekkert verið að gert, því yfirlýsingar og athafnir hafa ekki farið saman hin síðari ár hér á landi.

Annað hvort standa menn vörð um mannréttindi í eigin landi , eða þeir gera það ekki.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er ekki rétt hjá þér.Frelsið til að vera sjómaður er það sama og það hefur verið frá því land byggðist.Það sem breyttist með kvótakerfinu er að frelsi þeirra sem eiga skip og eru útgerðarmenn skertist.Þú getur til aðmynda sótt um skiprúm hjá Granda rétt eins og þú gast sótt um hjá Bæjarútgerðinni fyrir daga kvótakerfisins.Legg til að þú prófir.Þú getur líka spurt sjámannasmtökin hvað varðar þessa skoðun mína.Ég er nokkuð viss um að þú færð sama svarið.

Sigurgeir Jónsson, 10.1.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurgeir.

Þú veist nákvæmlega hvað ég ræði hér um sem er fresli til sjósóknar sem frá aldaöðli var fyrir hendi hér á landi en núverandi kvótakerfi hefur skert,

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.1.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Góður pistil Guðrún María.

Sigurjón Þórðarson, 10.1.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Sigurjón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.1.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband