Gangsetja þarf hjól atvinnulífsins í sjávarútvegi um allt land.

Það þarf að opna kvótakerfið neðan frá og heimila íslenzkum sjómönnum aðkomu að þessarri aldagömlu atvinnugrein á ný, á trillum um land allt sem aldrei munu ógna fiskistofnum að nokkru leyti með nauðsynlegum skilyrðum þar að lútandi.

Það þýðir einungis kerfisbreytingu sem er í valdi mannsins að breyta, vilji er allt sem þarf.

Stórútgerðarmenn sem starfa í núverandi kerfi eiga nefnilega ekki íslensku fiskimiðin, frekar en kvótann sem þeir hafa fengið úthlutað ár í senn, burtséð frá hvers konar markaðsbraski undanfarinna áratuga.

Fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar, og úthlutun kvóta ár i senn til útgerðarmanna afnot af auðlind fiskimiðanna.

Leiguliðaframsalsbraskið má afleggja með einu pennastriki, flóknara er það ekki,

vilji er allt sem þarf.

kv.Guðrún María. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband