Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Hvers vegna fundu Framsóknarmenn ekki upp hjólið fyrr ?
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Það er náttúrulega mjög fínt fyrir flokk sem tekið hefur þátt í því í ríkisstjórn að koma með hugmyndir um stjórnlagadómsstól þegar sá hinn sami er hættur þáttöku við stjórnvölinn, eftir alls konar offar í formi laga við stjórnvöl landsins, og nægir þar að nefna eina löggjöf, fiskveiðistjórnina.
Hví ekki fyrr ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endalok Framsóknarflokksins í íslenzkum stjórnmálum ?
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Hinn mikli áhugi Framsóknarmanna á Evrópusambandinu sem hófst þegar fyrrum formaður Halldór Ásgrímsson gaf tóninn, er eitthvað sem menn virðast ætla að róa áfram með.
Valgerður Sverrisdóttir hefur dansað á Evrópulínunni frá því Halldór gaf tóninn og hefur að mínu viti komið sér í hóp tækifærissinna í íslenskri ´pólítik með því móti.
Hvort menn telja það varða tilvist flokksins að dansa þennan Hrunadans skal ég ekki um segja, en verði sú niðurstaða ofan á að flokkurinn muni komast á sömu braut og Samfylking í þessum efnum þá efast ég mjög um framtíð þess hins sama flokks.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lagt til að sótt verði um aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gamlar hagfræðivangaveltur.
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Var að grúska í mínum gömlu skræðum inn á huga.is þar sem þetta var ritað í febrúar 2002.
Í báðum þessum kerfum hefur fé almennings verið notað til þess að kaupa upp atvinnuréttindi hinna smærri, m.a. með Þróunarsjóði sjávarútvegsins sem og samningi Bændasmtakanna um borgun til bænda til að hætta búskap.
Réttlætingu þessarar aðferðafræði til lengri tíma litið á ég enn eftir að sjá, því ekki aðeins hefur það komið í ljós að fiskistofnar minnka heldur einnig er almenningur ekki svo ginnkeyptur lengur fyrir neyslu á verksmiðjuframleiddum matvælum, þar sem m.a kúariðufárið í Evrópu var talið orksök slíkra hátta.
Stefna atvinnuveganna íslensku hefur ekki skapað þjóðhagslega hagkvæmni með nokkru móti heldur óþarfa byggðaröskun sem ekki hefði þurft að eiga sér stað ef, einhverja raunverulega vitundarhyggju um sjálfbæra þróun hefði mátt finna í úrræðum ráðamanna s.s. að skipta atvinnukerfum í tvennt.
Annars vegar núverandi fyrirkomulag en hins vegar landbúnað og sjávarútveg er liti algjörlega skilyrðum sjálfbærar þróunar sem hvarvetna annars staðar en á Íslandi er metin til stórkostlegrar framtíðarhagkvæmni þjóða allra.
Einungis landnýting og skipting starfa, sem og verndun hluta hafsins, varðandi veiðarfæranotkun, ætti fyrir löngu að hafa getað verið ljós þeim svokölluðum " umhverfisverndarsinnum " sem hafa haldið sig uppi á hálendinu hingað til og mótmælt vatnsaflsvirkjunum hér á landi sem er ótrúlegt vitundarleysi
í raunverulegri umhverfisverndun.
Að maðurinn geti lifað af landinu og þess gæðum án þess að taka of mikið af því, heldur gefa í jöfnu hlutfalli er það sem kallast sjálfbær þróun.
Ef maðurinn tekur of mikið t.d eyðileggur lífríki fiskjar í sjó er ekki svo víst að það verði aftur tekið nema í per áratugum, rétt eins og einhver eyðir um efni fram.
Ef einn bóndi framleiðir sama magn mjólkur ólífrænt meðan tíu aðrir gætu framleitt sama magn með mun minni áburðarnotkun á tún gefur það augaleið að framleiðsla fleiri þýðir minna álag á lífkeðjuna og þar með hollari afurðir, sem og nýtingu lands og skiptingu starfa, og not á öllu því húsnæði sem byggt hefur verið upp út um allt land í formi heilsugæslu og skólamannvirkja,
hafnargerðar, jarðgangna og annara þeirra þjónustuþátta er miðast hafa við
byggð í landinu öllu, en ekki hluta þess.
Þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stjórnmálamenn eygi sýn á það að uppstökkun atvinnuvegakerfa vorra er nauðsyn, er augljós að mínu mati, með tilliti til framtíðarmöguleika okkar til þess að lifa hér á landi.
kveðja.
gmaria. "
Hvar eru þessir menn sem útbjuggu fiskveiðilöggjöfina þá, í dag ?
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Jú Þorsteinn er ritstjóri Fréttablaðsins og Ari er forstjóri 365 miðla sem á meðal annnars Fréttablaðið.
Hefur verið mikið um gagnrýni á kvótakerfið þar á bæ ?
Svarið er Nei.
kv.Guðrún María.
Hver var sjávarútvegsráðherra þegar frjálsa framsalið var lögleitt, og hver var þá aðstoðarmaður hans ?
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Svarið er Þorsteinn Pálsson og Ari Edwald var aðstoðarmaður hans þá.
kv.Guðrún María.
Markaðsvæðing sjávarútvegs bjó til plastpeninga í hagkerfið.
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar fóru fram á Alþingi Íslendinga þar sem leitt var í lög að heimila útgerðum að selja og leigja frá sér aflaheimildir, öðru nafni kvóta.
Þar upphófst eitthvert ævintýralegasta markaðsbrask sem um getur í Íslandssögunni, þar sem nokkrir urðu stórauðugir á einni nóttu, og samanburðarhagfræðin leiddi af sér þenslu á þenslu ofan.
Menn reyndu að telja almenningi trú um hina miklu góðærissól sem skyni á landið undir formerkjum hagræðingar allra handa.
Einn maður sá sýnilega gegn um þessar sjónhverfingar en sá er teiknarinn snjalli úr Vestmannaeyjum Sigmund, sem frá þeim tímpunkti er menn hófu fyrst að ræða um góðæri, setti sólgleraugu á landsföðurinn sem þá var við landsstjórnina.
Hin blinda trú manna á endalausa vegu hagræðingar jafnvel með slíku markaðsbraski sem íslenskur sjávarútvegur hefur gengið gegn um með tilheyrandi skuldastöðu nú, ætti að geta sagt íslenskum stjórnmálamönnum hvar hefjast þarf handa við endurskipulagningu mála.
kv.Guðrún María.
Þurfti yfirlýsingu ?
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Auðvitað eru allir alsaklausir af öllu, hvað annað ?
yfirlýsing um sakleysi er yfirlýsing.
![]() |
Tóku ekki stöðu gegn krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Peningar áttu sem sagt, að vaxa á trjánum.
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Mjög fróðlegt að sjá þessa frétt ekki hvað síst þegar alþjóðaráð er um að ræða hvað varðar efnahagsmál , þar sem einhliða sýn á endalausa uppsveiflu virtist fyrir hendi.
Samvinna við fjármálastofnanir hefur ef til vill gert það að verkum að þeim hinum sömu hefur verið treyst einhliða.
úr fréttinni.
"
Árlegar skýrslur Alþjóðaefnahagsráðsins eru unnar í samvinnu við ýmis fyrirtæki, þar á meðal Citigroup bankann sem hefur tapað yfir 20 milljörðum dala frá því í október 2007 eftir að hafa veðjað mjög á vöxt bandaríska húsnæðismarkaðarins í fjárfestingum sínum. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar lánað Citigroup um 45 milljarða dala og samþykkt að taka til sín mikið af töpuðum húsnæðislánum og öðrum verðlitlum eignum.
Áhættuskýrsla ráðsins fyrir árið 2007 var einnig unnin í samvinnu við Citigroup. Í henni var ekki minnst einu orði á þá áhættu sem alþjóðlegu fjármálakerfi stafaði af undirmálslánum á bandarískum húsnæðsimarkaði, sem eru ein megin ástæða þeirrar lausafjárþurrðar sem riðið hefur yfir heiminn á undanförnum misserum. "
![]() |
Verðlækkun eigna helsta ógnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
270 milljarðar á skattgreiðendur, af fjármálaævintýrinu.
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Fáum við að vita hvaða kröfur þetta eru sem við eigum að borga ?
![]() |
Ríkið yfirtekur kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott starf Umboðsmanns Alþingis.
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Þessi frétt um starf Umboðsmanns, þessu sinni varðandi hið félagslega hlutverk sveitarfélaga er allrar athygli verð, ekki hvað síst vegna þess að Umboðsmaður ákveður að nýta þá lagaheimild sem hann hefur til þess að hefja sjálfstæða skoðun á máli þessu.
Sveitarfélög hafa að virðist útfært framkvæmd laga um félagsþjónustu með því móti að fela sérstökum fyrirtækjum rekstur leiguíbúða, og framkvæmd mála sem að sjá má virðist að hluta til í hnút þegar til kastanna kemur.
Auðvitað eru mál sem þessi eins misjöfn og þau eru mörg en eigi að síður er hér spurning á ferð varðandi það atriði hvort hið opinbera sinnir því félagslega hlutverki sem lög kveða á um að sjá má.
kv.Guðrún María.
![]() |
Spyr um vinnubrögð Félagsbústaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |