Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Formaður Frjálslynda flokksins númer eitt.

Það verður ekki af mínum mönnum skafið að þeir eru duglegir að taka þátt í umræðu á Alþingi og hér má sjá að Guðjón Arnar er ræðukóngur síðasta þings.

Til hamingju.

kv.Guðrún María.


mbl.is Guðjón Arnar nýr ræðukóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju mátti Ástþór ekki vera einn af fulltrúum lýðræðisins ?

Voru ekki menn með grímur á fundinum, hver er munur á því og þess að vera í jólasveinabúningi ?

Mótmælafundur er varla besti vettvangur til þess að útskúfa einhverjum einum frá því að taka þátt, í slikri samkomu en það skal viðurkennt að ég var ekki þarna og hef einungis lesið fréttir af þessu.

Af því sem marka má af fréttunum þá virðist þetta hafa verið fremur neyðarlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lá við að fundurinn leystist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldtaka komugjalda MÁ EKKI hamla leitan í þjónustuna.

Það gildi sama um komu til heimilislækna sem og komu í bráðaþjónustu sjúkrahúsa að kostnaður má ekki hamla leitan fólks sem því miður hefur verið fyrir hendi í því skipulagi sem fyrir var.

Sé hægt að spara í stjórnun þá skyldi hið sama nýtt beint til þess að niðurgreiða þau hin sömu atriði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðiskerfið og þjónusta við sjúklinga.

Sú er þetta ritar hefur sennilega fátt rætt meira á síðum dagblaða en heilbrigðiskerfið íslenska um tíma, þar sem ég hefi lagt til að grunnþjónusta við heilbrigði verði efld til muna sem og að sú sérfræðiþjónusta sem í boði er á hverjum tima nýtist landsmönnum öllum ekki aðeins íbúum á Suðvesturhorni landsins.

Efling grunnþjónustu verður að þýða það að kostnaður hamli ekki leitan fólks í þá hina sömu þjónustu og nú af öllum tímum þarf og verður að tryggja það atriði af hálfu hins opinbera að mínu viti.

Heilsugæsla hefur verið í lamasessi á höfuðborgarsvæðinu í allt of langan tíma og allt of margir íbúar án heimilislækna, meðan offramboð af sérfræðiþjónustu hefur verið fyrir hendi.

Hvort þessar tillögur ná að þjóna tilgangi sínum skal ég ekki um segja að svo komnu máli en orðið

" hagræðing " í þessu sambandi finnst mér ekki vera það sem skyldi framborið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hagræðing um 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna í ósköpunum, tóku íslenzkir bankar upphaflega, kvóta sem VEÐ ?

Veð er í mínum huga eitthvað sem hönd á festir, en varðandi kvóta, öðru nafni aflaheimildir til þess að fiska úr sjó, svo og svo mikið af fiski sem enginn veit nákvæmlega hvað mikið er af, ellegar veður og vindar svo ekki sé minnst á olíukostnað við veiðar, kann að hafa áhrif á, eru og verða óvissuþættir.

Það er því algjörlega óskiljanlegt enn þann dag í dag hvernig í ósköpunum einhver á einhverjum timapunkti tók þá ákvörðun að hefja ferli þess að taka óveiddan fisk úr sjó, sem gilt veð.

Ég lýsi hér með eftir þeim er þá ákvörðun tók .

kv.Guðrún María.


mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Reykjavíkurborg að fela niðurskurð í velferðarþjónustunni ?

Sé ekki betur en hér sé um þarfa bókun að ræða frá Ólafi, varðandi það atriði að hér er um að ræða niðurskurð til hverra ? 

Jú unglinga í Reykjavík.

Svo vill til að unglingar eru börn, en það vill stundum gleymast, og sannarlega þarf að leyfa þeim að hafa eitthvað að gera, og við eigum að standa vörð um börnin fyrst og fremst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert samráð við F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Evrópusambandið eiga ekki samleið að svo stöddu.

Í fyrsta lagi er það svo hvort sem mönnum líkar betur eða ver að undanþágur frá því að afsala okkur mest öllum sjálfsákvarðanarétti yfir auðlindum hvers konar, þar með talið fiskimiðunum, er ekki að sækja til Esb.

Í öðru lagi er það , það síðasta sem vort þjóðfélag þyrfti á að halda að bæta við yfirstjórn og regluverk sem í raun er að hluta til voru þjóðfélagi fjötur um fót nú þegar, sökum aldagamallar hefðar þess efnis að setja lög á lög ofan.

Í þriðja lagi er Ísland eyja í Norðurhöfum þar sem engin landamæri eru að öðru ríki í næstu nálægð, sem aftur gerir það að verkum að tilkostnaður við innflutning þess sem ekki er hægt að vera sjálfum sér nógur um innan lands , mun ætíð sá hinn sami. Þar munu aðrar þjóðir ekki greiða mismun þess að nokkru leyti, nokkurn tímann.

Í fjórða og síðasta lagi er það svo að hvers konar röksemdafærsla þess efnis að ástand mála sé svo og svo slæmt hér innanlands vegna misviturra stjórnarhátta, og þess vegna skyldum við ganga í Esb, út í hött, sökum þess að við getum sjálf breytt þar um, í okkar eigin garði, með vilja þar að lútandi.

Misvitrum stjórnaháttum verður hins vegar ekki fargað með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, þar þurfa vitrænar aðferðir innanlands að koma til sögu með því að þoka fram umbreytingum.

Það á við fiskveiðistjórnarkerfið sem annað.

kv.Guðrún María.

 


Voru Framsóknarmenn að rífast um kvótakerfið ?

Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á mistökum þeim er fiskveiðistjórnun hér við land hefur ratið í undanfarna áratugi.

Taki flokkur þessi ekki ábyrgð á þeim hinum sömu mistökum þá hygg ég að flokknum verði ekki uppreisnar æru auðið.

þar veldur hver á heldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi á Íslandi, hvað með kvótakerfi sjávarútvegs ?

Nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur hefur átt sér stað af hálfu stjórnvalda í landinu varðandi úrskurð Mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna enn sem komið er.

Sá úrskurður þýddi það að kvótakerfið sjávarútvegs bryti mannréttindi á íslenskum sjómönnum hvað varðar að meina þeim aðgöngu að atvinnu í kerfinu.

Væri ekki ágætt að fara að hefjast handa við þá hina sömu endurskoðun sem allir þóttust ætla að gera þegar Mannréttindanefndin hafði kveðið upp sinn dóm yfir kvótakerfinu íslenska ?

Frá mótmælum Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á sjómannadaginn síðasta.

Mynd_0387648

kv.Guðrún María.


mbl.is Leita til mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt einhverjum í hug að Esb þýddi styrki á styrki ofan, ókeypis..... ?

Raunin er sú að allt það reglugerðaflóð sem flæðir frá Evrópusambandinu kostar peninga, og það atriði að Íslendingar myndu fá umframstyrki , sérundanþágur eða einhverja sérstaka fyrirgreiðslu er eitthvað sem ekki þarf að minnast á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Um hvað yrði samið í landbúnaðarmálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband