Veðsettur óveiddur fiskur er hins vegar EKKI framtíðin.

Kvótakerfi sjávarútvegs með sínum framsalsbraskheimildum þarf að afleggja þegar í stað, kalla inn veiðiheimildir og fara af stað með heilbrigt kerfi sjávarútvegs sem skilar öllum landsmönnum arði en ekki örfáum  stjórfyrirtækjum sem handhöfum.

Stjórnmálamenn sem enn hafa ekki getað horfst í augu við það atriði að kvótabraskkerfið var og er upphaf og endir þess sem við nú stöndum frammi fyrir Íslendingar, þurfa að gjöra svo vel að viðurkenna þá hina sömu staðreynd.

Ofþensla efnahagslífsins varð til er Alþingi heimilaði framsal óveidds fiskjar á þurru landi og veðsetningu í fjármálastofnunum.

Það eru mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar.

kv.gmaria.

 


mbl.is Framtíðin er fiskur!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Hef margsinnsis sagt að fiskveðistjórnunarkerfið verði
að stokka upp frá grunni. Eða á maður virkilega trúa að Sjálfstæðis-
flokkur og Samfylkingin ætli í aðildarviðræður við ESB með fram-
seljanlegan kvóta á Íslandsmiðum?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.12.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband