Finnið stjórnmálaflokka og takið þátt í starfi flokka til að móta stefnuna.

Ég hvet hvern einasta Íslending til þess að láta sig varða stjórnmál í sínu landi því stjórnmál móta það landslag sem við færum afkomendum okkar sem samfélag til framtíðar.

Því miður hefur áhugi fólks á starfi í stjórnmálum ekki verið fyrir hendi sem heitið getur of lengi hér á landi en nú þegar allt hefur snúist á haus, þá hlaupa menn til handa og fóta.

Það er ekki nógu gott og því miður ein birtingarmynd þess andvaraleysis sem ríkt hefur við stjórnvöl landsins og þvi atriði að ná þar fram umbreytingum um hin ýmsu réttlætismál á þágu meirihluta þegna í voru þjóðfélagi.

Mótmæli eru vissulega hinn lýðræðislegi réttur en hvað hefur þú lagt af mörkum til þess að móta þitt samfélag ?

kv.gmaria.


mbl.is Boða þögul mótmæli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Núverandi stjórnmálaFLOKKAR eru mjög stór hluti af vandamálinu - þeir eru hagsmunaflokkar og venda hagsmuni meðlima sinna betur en hagsmuni þjóðarinnar - í þeim þrífst spillingin og vibbinn sem upp hefur komist um og þú sérð það í hendi þér að þeir eru ekki á þeim buxunum að breyta því...

Hér þarf neyðarstjórn óflokksbundinna einstaklinga og nýja og réttláta stjórnarskrá. Við þurfum að byrja upp á nýtt - henda gamla Íslandi (sem ennþá er við lýði) og byggja upp nýtt og réttlát Ísland.

Allt annað er sama vitleysan og gömlu flokkarnir þar fremstir í flokki!

Þór Jóhannesson, 20.12.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þór.

Þeir vernda ekki hagsmuni annarrra en þeirra sem þar taka þátt og þar hafa áhrif lýðræðislega, innan þeirra hinna sömu flokka, gallinn er hins vegar sá að þar eru ekki nógu margir til að móta mál öll, alveg sama hvort um er að ræða vinstri eða hægri væng stjórnmála.

Sökum þess þrífst einhliða skoðanamyndum að hluta til.

Við búum ekki við tveggja flokka kerfi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.12.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

núverandi stjórnmálaflokkar settu lög sem vernda þá og starfsemi þeirra gagnvart nær öllu. 

þeir skammta sér peningum úr ríkiskassanum. núna þegar harðnar á dalnum þá fara þeir fyrst og rukka sjúklinga á spítölum heldur en að skera niður opinberu styrkina sem þeir skammta sér. enginn flokkur hefur að því ég beist veit verið á móti því að vera á ríkisspenanum.

Fannar frá Rifi, 20.12.2008 kl. 02:34

4 Smámynd: Sigurjón

Niður með ALLA flokka!!!

Sigurjón, 20.12.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband