Ríkisstjórnin heimilar að afskrifa skuldir sjávarútvegs, hvað með aðra ?

Ætlar skilanefnd ?

Hver gaf skilanefndinni leyfi til þess að taka slíka ákvörðun, nema sitjandi valdamenn ?

Á að sópa vanda sjávarútvegsins undir teppið án þess að breyta kvótakerfinu með þessu móti ?

Halda svo áfram við sama vandamálatilbúning í íslensku efnahagslífi með sama kerfi í nýjum bönkum með nýju nafni ?

kv.gmaria.

 

 

 


mbl.is Kröfur verði felldar niður að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

skilanefnd færði ekki gjaldeyriskaupssamninga úr gömlu bönkunum inn í þá nýju. samningarnir eru því í bönkum sem eru tæknilega gjaldþrota og geta ekki staðið við samningana því að ríkið leyfir þeim að lifa með greiðslufrest.

tap á mögulegum hagnaði vegna sölu á krónum er ekki tap. 

en spáðu í einu. erlendur myntlánin sem íslenskur almenningur hefur tekið og bankarnir lánuðu þeim eftir að þeir sjálfir tóku lán erlendis. innlendu bankarnir skulda ekki neitt erlendis. skilanefndirnar gengu svo um hnúta að bankarnir eru skuldlausir utan landssteinanna. þannig eru öll gjaldeyrislán innanlands í raun gjöf frá ríkinu til bankanna og byrgði á landsmönnum. 

Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta þarfnast skoðunar við Fannar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.12.2008 kl. 02:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg ótrúlegt að þeir skuli ætla að fara þessa leið, í stað þess að taka til sín (ríkið) aflaheimildirnar og setja nýjar úthlutunarreglur og réttlátari nú er lag til þess.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ásthildur. þetta er niðurfelling á samningi um sölu á gjaldeyri. samningur sem gerður var í gömlu bönkunum sem eru tæknilega gjaldþrota og vilja halda áfram að hirða til sín allan mismun á gengi mars mánaðar og gengi dagsins í dag af útgerðum. kaupa evrur á gengi marsmánaðar af útflytjendum. það er allt tapið sem víxlararnir tala um. tap á því að græða ekki á því að hafa fellt gengið og taka til sín gengismun á krónum og evrum. þannig að þetta er í raun ránstilraun gömlu og nýju bankanna á hlut allra sjómanna landsins.

Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvernig væri að fella niður skuldir landsmann ríkið borgar. Í staðinn er hægt að fella út persónuafsláttinn og hækka skattprósentuna í 50%?

Ég er til í það ef ég skulda engum neitt!

 Enn þú og þið og allir hinir?

Kjartan Pálmarsson, 19.12.2008 kl. 13:38

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

það þyrfti að hækka skatta miklu meir en það. en sú hugmynd er alveg jafn góð og hver önnur.

Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

nema hvað að þeir sem skuldsettu sig mest færa skuldirnar og greiðslur yfir á aðra.

Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 13:49

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég er ekki að tala um að endurgreiða ríkinu nánast staðgreitt í gegnu skattkerfið.

Ert þú ekki að tala um að mikið af þeim skuldum sem inni í bankakerfinu er er í raun dauðir og ómerkir pappírar?

Kjartan Pálmarsson, 19.12.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

það eru engar skuldir á bakvið þær erlendis. allavega kemur það í ljós ef orð skilanefndanna eru skoðuð. bara innlendar eignir og skuldir fara inn í nýju bankana.

Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband