Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Veltur á þeim leiðtogum er sitja við stjórnvölinn.

Orð ráðamanna í aðstæðum þeim sem nú eru uppi, skipta máli.

Það skiptir máli að koma fram með nýjar aðferðir við atvinnusköpun í hverju landi fyrir sig, þar sem hver þjóð íhugar fyrst og fremst eigin sjálfbærni númer eitt, tvö og þrjú.

Þar kann að þurfa að smækka ýmsar hugmyndir um arðsemi frá því sem var, hvort sem um er að ræða hallalausan ríkisstjóð ellegar eigin arð fyrirtækja af atvinnustarfssemi.

Við Íslendingar þurfum að opna kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir nýlíðun og breyta um aðferðafræði sem áður gilti.

Umræðan um mögulega inngöngu í ESB er tímaskekkja varðandi það atriði að við hvoru tveggja þurfum og verðum að koma okkar þjóðfélagi á kjölinn aftur efnahagslega með okkar eigin aðferðum áður en við svo mikið sem þurfum að ræða um þáttöku þessu bandalagi.

Þar hugsi hver þjóð um sig , sýnist mér að forstjóri AGG sé að segja hér .

Það vantar sýnileika þess hér á landi að stjórnvöld birti almenningi hugmyndir um hið Nýja Ísland, enn sem komið er .

kv.gmaria.


mbl.is Strauss-Kahn varar við þjóðfélagsróstum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki fyrst að fá niðurstöðu um hvað fór úrskeiðis ?

Ég hygg að menn ættu nú aðeins að hugsa sinn gang áður en þeir hlaupa af stað varðandi það atriði að setja af stað nefndir í þessu sambandi, því rannsókn er jú boðuð af hálfu stjórnvalda og er þá ekki eðlilegtr að henni ljúki áður en nefnd er sett á fót til þess að skoða annmarkana alla.

kv.gmaria.


mbl.is Fara á yfir lög á sviði fjármálamarkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi lýðræði er best að lifa.

Þetta dæmi ætti sannarlega að verða öðrum til eftirbreytni varðandi það atriði að stjórnir yfirregnhlífabandalaga í þessu tilviki samtaka atvinnulífs, taki sér ekki það alvald að tala einu máli um eitthvað án þess að skoða vilja félagsmanna áður.

Mun ASÍ gera slíka skoðnakönnun ?

kv.gmaria.


mbl.is SA beita sér ekki fyrir aðild Íslands að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni hittir naglann á höfuðið.

Allt rétt, þetta er eitt af því sem hefur verið sýnilegt, nákvæmlega varðandi flokkana sem hann nefnir í þessu sambandi.

Svona þróast andvaraleysi gagnvart aðstæðum sem þarf að skoða og taka á í voru samfélagi.

kv.gmaria.


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegur vitnisburður um ófagleg vinnubrögð fjölmiðla á Íslandi.

Ég hefi oft gagnrýnt fjölmiðla hér á landi og geri enn, og varði fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddsonar á sínum tíma sem mér fannst sannarlega nauðsynlegt og tímabært.

Það er nefnilega þannig að þótt fjölmiðlamenn sjálfir átti sig ekki á því hvernig það skín í gegn í efnistökum og fréttaflutningi hverjum þeir ganga erinda, hverju sinni, þá hefur það sannarlega verið sýnilegt undanfarin ár.

Nægir þar að nefna nær algjöra þöggun um kvótakerfi sjávarútvegs,og gagnrýni á markaðsöflin ýmis konar, meðan þess í stað hefur komið niðurrif á ráðamönnum þjóðarinnar og lögreglu og dómsmálayfirvöldum einkum og sér í lagi um tíma.

Bein afskipti eigenda hefur ekki þurft til, til þess að fréttaflutningur litaðist af, eigendum, það hefur komið af sjálfu sér enda hinn íslenska "húsbóndahollusta" eitthvað sem flokka má einnig sem skort á því að þora að standa og falla með sinni sannfæringu um rétt og rangt, samkvæmt faglegum forsendum í þessu efni.

Sé ekki betur en stjörnur falli af stjörnuhimni Reynis Traustasonar nú um stundir og efni í nýjan rítstjóra sé að finna hjá hinum unga blaðamanni sem þorir að segja sannleikann.

Sannleikurinn mun nefnilega gera yður frjálsan.

kv.gmaria.

 

 

 

 


mbl.is „Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þá ekkert stöðugt eftirlit með fjárfestingununum ?

Lífeyrissjóðir innheimta lögum samkvæmt iðgjöld af launamönnum í landinu og það atriði að þeir hinir sömu skuli hafa fengið að setja það fé í hin og þessi fyrirtæki á hlutabréfamarkaði með alls konar áhættu þar að lútandi er rannsóknarefni út af fyrir sig.

Skipan stjórnar verkalýðsfélaga í lífeyrissjóðina hefur ekki einu sinni aðkomu launþegans um ákvarðanir um hvernig ávaxta skal pundið.

 

kv.gmaria.


mbl.is Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingarferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matadorleikur á kostnað hluthafa, með fjármögnun lífeyrissjóða landsmanna.

Hvað er það annað en Matadorleikur sem hér er um að ræða ?

Alls staðar ber að sama brunni, andvaraleysi eftirlitsaðila allra , varðandi þróun mála er algjört, lífeyrissjóðir verja fjármagni í starfssemi sem enginn sér neitt athugavert við fyrr en menn sitja uppi með sárt ennið hafandi tapað fjármunum hægri vinstri.

Stjórnvöld sitja með bundið fyrir augun að virðist.

kv.gmaria.


mbl.is Sterling-flétta FL Group og Fons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rétt, eina virðing fyrir lýðræði í landinu, varðandi ákvörðun sem þessa.

Meðan einungis einn stjórnmálaflokkur af fimm starfandi á þingi hefur aðild að efnahagsbandalaginu á stefnuskrá sinni, þá er það eðlileg lýðræðisþróun að bera aðildarumsókn sem slíka undir þjóðina, annað væri vanvirðing við lýðræðið.

kv.gmaria.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn fyrir jól ?

Formaður Samfylkingarinnar virðist telja sig hafa komist í sæti einræðisherra hér á landi ef marka má ummælin, þar sem samstarfsflokknum eru sett fyrir niðurstaða í ákveðnu máli, ellegar komi til stjórnarslita.

Hér er ekki aðeins um að ræða fáheyrða vanvirðingu fyrir lýðræðinu heldur einnig algjöra vanvirðingu gagnvart samstarfsflokknum í ríkisstjórn sem hingað til virðist þó hafa látið ýmislegt yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust.

Það kæmi ekki á óvart að stjórnarslit lægju í loftinu.

kv.gmaria.


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með formann Samfylkingar í ríkisstjórn, hvers vegna gagnrýnir Gylfi hann ekki ?

Það er svo ótrúlegt að fylgjast með málafylgju meintra hagsmunavörsluaðila launafólks í landinu sem á sama tíma verja verðtryggingu og þeir hinir sömu kvarta yfir henni í raun, en aðeins á annan ríkisstjórnarflokkinn, sem formanni Así er þóknanlegur að deila á.

Ég tel að Íslendingar hafi nú þegar fengið nóg af svona " pólítik " þeirra sem teljast eiga fulltrúar fólksins en hafa steingleymt raunverulegum hagsmunum hins almenna verkamanns og sjálfir taka margföld laun sér til handa í hinu ónauðsynlega stofnanayfirregnhlifarkerfi verkalýðsmála hér á landi.

Miðstjórnarapparat verkalýðsfélaga með sérstaka forystu, á ofurlaunum, er eins mikil tímaskekkja og hugsast getur í okkar litla samfélagi og því fyrr því betra sem menn ná að eygja sýn á það hið sama.

kv.gmaria.


mbl.is Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband