Oft var þörf en nú er nauðsyn að fylgjast með lagabreytingum á Alþingi.

Því miður fáum við lélegar fréttir gegnum fjölmiðla af því sem gerist á Alþingi, alveg sama hvort um er að ræða ríkisfjölmiðla eða aðra.

Ég vil vekja sérstaka athygli á frumvarpi sem liggur fyrir þinginu um breytingar á lífeyrissjóðum landsmanna þess efnis að heimila þeim að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á markaði.

Hér kann nefnilega, að vera um að ræða verulega áhættufjárfestingu, sem hér er fyrirhugað að leiða í lög og launþegar eru ekki spurðir álits nú frekar en endranær og ekki heyrist hósti eða stuna frá forkólfum verkalýðsins um mál þetta.

Á sama tima og blekið er varla þornað á kjarasamningum sem launþegar hafa samþykkt fyrir þessa fyrirhuguðu lagabreytingu.

kv.gmaria.

 


mbl.is Annir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Þetta er það eina sem maður getur treyst nú orðið. Alþingi live  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ástandið er alveg hræðilegt í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það æti að fara hægar og hugsa hvað er verið að gera í niðurskurði td.það er skorið niður í velferðarkerfinu en ráðherra neitar því læknir á Akureyri er sama og rekinn vegna niðurskurðar og eins á Landspítalanum en kallað hagræðing en skuldi sjúkrahússins 2.400miljónir. Þarf þingstarfið að ganga svona hratt.Hvar er eftirlaunafrumvarpið?

Guðjón H Finnbogason, 19.12.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hafið þið skoðað þetta frumvarp ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.12.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband