Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Og Sandsílið kom og Mávurinn hvarf af ljósastaurunum, hvað gerðist ?

Það liggur við að mann finnist vanta eitthvað í umhverfið því mávurinn var það umsvifamikill hluti þar til fyrir nokkru síðan að hann hvarf og samkvæmt fréttum hefur sandsílið allt í einu komið til síns heima. Hvað gerðist ? Ég vil alveg endilega fá skýringar á því. Ég veit að kvótaárið er að enda og dragnótaveiðar við ströndina ef til vill í minna mæli en venjulega en ......... hvers vegna kom sandsílið allt í einu ?

kv.gmaria.


Búin að skrifa undir, takk strákar frábært framtak.

Tek ofan hattinn fyrir ykkur, frábært framtak svona á að gera það í lýðræðisríki.

kv.gmaria.


mbl.is Áskorun til Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða ?

Ef þannig vill til að fólk þarf á lækni að halda á virkum degi fyrir klukkan fimm og getur ekki komist til læknis, þá eru góð ráð dýr hér á höfuðborgarsvæðinu því heimilislæknar ætlast til þess að allir komi á heilsugæsluna og fara ekki í vitjanir mér best vitanlega. Læknavaktin tekur síðan við klukkan fimm og þá fyrst er hægt að fá lækni heim ekki fyrr. Lenti sjálf í þessu á þessu ári í apríl síðastliðnum og fannst afar óþægilegt fyrirkomulag. Tími hjá lækni sama dag var ekki fyrir hendi, og mér bent á að fara á aukavakt en ég reyndi að útskýra að það gæti ég ekki sökum veikindanna. Ég endaði með að bíða til klukkan fimm eftir lækni frá Læknavakt sem skoðaði mig og ávísaði lyfjum. Hefði ég í þessu ástandi verið búsett í minni gömlu sveit úti á landi veit ég ekki betur en að læknir myndi hafa vitjað mín heim. Hvers vegna í ósköpunum er mismunandi skipulag að finna innnan sama kerfis ?

kv.gmaria.


Íslenzk stjórnmál einkennast um of af andvaraleysi annars vegar og öfgum hins vegar.

Þótt sú er þetta ritar vilji ekki sjá álver á annarri hverri hundaþúfu hér á landi, þá má nú milli sjá hvort þeirri atvinnustarfssemi á að finna allt til foráttu og leggja í einelti sem atvinnusköpun undir formerkjum einstefnuverndunarsjónarmiða. Nýting náttúruauðlinda lýtur ákvarðanatöku mannsins og það hljóta að vera til vitrænar aðferðir til þess að náttúran njóti vafans hvarvetna við ákvarðanatöku um nýtingu. Forsenda þess er þekking og nýting þess þekkingarbrunns sem við nú þegar eigum. Rannsóknir á lífríki sjávar eru hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir hér á landi og þar hefur gætt andvaraleysis gagnvart nauðsyn þess að vita hvert við erum að fara í fiskveiðum hér við land. Ástæðan kann að liggja í því að öllum hefur verið talin trú um að kvótakerfi sjávarútvegs væri alveg frábært kerfi sem væri að byggja upp þorksstofninn þar til núna að annað kom í ljós. Þá komu flestir stjórnmálaflokkar af fjöllum  og andvaraleysið algjört, nema Frjálslyndi flokkurinn sem hefur hamrað á breytingum frá stofnun.

kv.gmaria.


73 % verðtryggðar fjárskuldbindingar af sjö hundruð, fimmtíu og sex milljörðum króna.

Er þetta ofur eðlileg þróun að mönnum finnst eða hvað ? 11,8 milljarða króna aukning skulda heimila í landinu við bankakerfið  milli ára segir í fréttinni. Eðlilegt ?

kv.gmaria.


mbl.is Skuldir heimilanna við bankakerfið 756 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleysismörk og launataxtar.

Fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan ritaði ég klausu í Moggann um það atriði að um helmingur launataxta eins stéttarfélags væri þess eðlis að launin væru svo lág að ekki næðist skattaka af þeim hinum sömu. Skömmu síðar voru skattleysismörk fryst og aftengd verðlagsþróun í áraraðir svo mjög að til vandræða horfir enn varðandi þá hina sömu vitlausu framkvæmd mála. Skortur á einhverju heilbrigðu samræmi á milli eðliegra launa og upphæð skatta til samfélagsþáttöku þarf að vera fyrir hendi en gjáin sem myndast hefur vegna frystingar skattleysismarkanna hefur enn ekki verið brúuð.

kv.gmaria.


Tími á eldgos ?

Vonandi er veðurblíðan undanfarið ekki tákn um svokallað " gosveður " sem áður og fyrr á stundum var rætt um ef einmuna veðurblíða var um langan tíma. Ég var um fimm ára aldurinn þegar Surtur gaus og seint gleymast þær miklu myndir úr barnsminni af reykjarstrókunum sem stigu til himins séð undan Eyjafjöllum. Hekla gaus svo af og til með mismiklum látum frameftir uppvaxtarárunum og einu sinni var það þannig að pabbi þurfti að fara til Reykjavíkur sama dag og Hekla byrjaði að gjósa og mér fannst það afar óþægilegt því eitthvað skorti á öryggistilfinninguna. Ég hafði reyndar lesið og lesið fram og aftur um Kötlugosin í bókum og sennilega magnað upp hræðslutilfinningu gagnvart slíku um helming við þann lestur. Síðan gaus í Vestmannaeyjum árið sem ég fermdist og amma og afi komu upp á land, um nóttina. Fyrsta gosmorguninn nötraði jörðin heima og búpeningur var á ferð og eirði ekki kyrr. Ótrúlegar tilviljanir varðandi það atriði að Eyjaflotinn skyldi allur hafa verið í höfn daginn áður vegna óveðurs var þess valdandi að svo vel gekk að flytja íbúa á brott. Mömmu dreymdi draum fyrir því að allt færi vel í Vestmannaeyjum og höfnin myndi ekki lokast og það gekk eftir. Óhjákvæmilega öðlaðist maður óttablandna virðingu fyrir náttúruöflunum og tilvist þeirra.

kv.gmaria.


Samgöngumál til Vestmannaeyja eru núverandi og fyrrverandi stjórnvöldum til háborinnar skammar.

Það er með ólíkindum hvernig hægt er að halda fólki í fjötrum samgönguleysis undir formerkjum þess að ekkert sé hægt að gera í því efni. Í hinu orðinu er bablað um bættar samgöngur bla bla bla til mótvægisaðgerða hinna mögulegu í nánustu framtíð en ekki hægt að fjölga ferðum Herjólfs kring um verslunarmannahelgina. Vestmannaeyingar væru ef til vill betur komnir sem sjálfstætt ríki úr stjórnmálasambandi við þjóðþing Íslendinga ?

kv.gmaria.


"Að spara aurinn en kasta krónunni " er það hin meinta hagræðing ?

Það hljómar afar skringilega að eitt samfélag skuli ekki geta rekið öldurnarþjónustu í landinu sem skyldi þegar kaupmáttur ku vera sem aldrei fyrr. Sama má segja um mannahald allt í hinni opinberu þjónustu hvarvetna þar stjórnendur kvarta og kveina og fólk kemst ekki sumarfrí vegna þess að ekki er hægt að manna stöðugildi í bráðnauðsynlegri þjónustu í einu samfélagi. ER ríkissjóður að safna upp tapi til afskrifta á ársreikningingi ? Spyr sá sem ekki veit ?

kv.gmaria.


WE don´t need you " " saving iceland group " " with such a stupidity.

Please go to your home and do some of your silly protest on the cost of your community. We have already enough to do with our money here to deal with other things more nessessary.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband