Samgöngumál til Vestmannaeyja eru núverandi og fyrrverandi stjórnvöldum til háborinnar skammar.

Það er með ólíkindum hvernig hægt er að halda fólki í fjötrum samgönguleysis undir formerkjum þess að ekkert sé hægt að gera í því efni. Í hinu orðinu er bablað um bættar samgöngur bla bla bla til mótvægisaðgerða hinna mögulegu í nánustu framtíð en ekki hægt að fjölga ferðum Herjólfs kring um verslunarmannahelgina. Vestmannaeyingar væru ef til vill betur komnir sem sjálfstætt ríki úr stjórnmálasambandi við þjóðþing Íslendinga ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Stór hluti Vestmannaeyjaskeggja er aðfluttur eftir gos að eigin ósk og  án alls þrýsting okkar hinna. Þetta var vafalaust upplýst ákvörðun þeirra sem hana tóku, vitandi um samgönguleysið sem var reyndar margfalt meira en nú. Þarna sóttu menn í dreifbýlissæluna, fiskvinnsluna, o.s.frv. . Þeir sem í Vestmannaeyjum búa hafa ekki langt að keyra frá heimili að vinnustað. Stór hópur getur gengið til og frá vinnu án þess að hafa mikið fyrir því. Stærstur hluti þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu njóta ekki þessa munaðar. Þar þurfa menn að fylla tankinn á heimilisbílnum ekki sjaldnar en 1 sinni í viku. Nú eða þá að kaupa sér í strætó til að komast til og frá vinnustað og eyða í það kannski allt að þremur klukkustundum samtals á dag alla virka daga. Þessa gætir ekki í Vestmanneyjum. Þá er vöruverð orðið niðurgreitt af höfuðborgarbúum með hærra verði en til er kostað þar sem flestar verslunarkeðjur hafa séð fyrir jöfnu vöruverði, sem og eldsneytisverði. Eru Vestmannaeyjarbúar tilbúnir að greiða niður kostnað íbúa höfuðborgarsvæðisins til að komast til og frá vinnu? Eru þeir tilbúnir að jafna launamun, eða greiða fyrir nýlenduvörurnar sínar án niðurgreiðslu neytenda á höfuðborgarsvæðinu? Eru þeir tilbúnir til þess að felld verði niður niðurgreiðslan á Herjólfi ? Svona má lengi telja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 01:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður held ég að hluti þinna frambornu staðhæfinga hér að lútandi eigi lítt eða ekki við rök að styðjast, því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2007 kl. 02:35

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hverjar staðhæfinganna eru ekki sannar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband