Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Séra Carlos er alveg yndislegur prestur, hvað var sóknarnefndin að hugsa ?

Ég verð að játa það að ég kom af fjöllum varðandi það atriði að sr. Carlos Ferrer yrði ekki endurráðinn sem prestur hér á mínum heimaslóðum í Hafnarfirði. Þótt hann sé ekki minn formlegi sálusorgari þá hefi ég sótt athafnir sem hann hefur framkvæmt að mínum dómi óaðfinnanlega. Aldrei hefi ég hingað til heyrt hnökuryrði um þennan mann frá því ég flutti hingað, frekar að honum væri hrósað fyrir sín störf. Það vekur því furðu fyrir mér eins og áður sagði að sóknarnefndin vildi skipta um mann.

kv.gmaria.


Getur verið að bændum hafi verið fækkað of mikið hér á landi ?

Las það einhvers staðar í blaði nýlega að ekki tækist að uppfylla þarfir til útflutnings varðandi skyr. Halló ,  !!! hvað er um að vera eiginlega ? Hvað eru margar jarðir bænda í eyði í landinu þar sem hægt væri að viðhafa kúabúskap ? Þarf ekki að taka stöðuna upp á nýtt ? Ef núverandi framleiðendur anna ekki framleiðsluþörfum þá hlýtur að vera forsenda til þess að fjölga þeim hinum sömu eða hvað ?

kv.gmaria.


Því færri sjúkdómar, því minni lyf.

Það skiptir miku máli að koma í veg fyrir sjúkdóma sem áunnir eru svo sem ofþyngd, kransæðasjúkdóma af völdum reykinga, álagstengda sjúkdóma vegna annað hvort ofálags á likama eða sál. Það er margt sem er hægt að gera til þess að vinna að því að koma sem mest í veg fyrir slíka sjúkdóma og öflugt samfélagslegt gangverk, hins opinbera , fyrirtækja og einstaklinga skiptir máli. Minni lyfjanotkun gagnvart hverju einu og einasta vandkvæði sem skilgreinist sem sjúkdómur, þýðir aukna fjármuni þjóðfélagsins í formi sparnaðar í málaflokknum.

kv.gmaria. 


Frábært framtak og til eftirbreytni fyrir aðra hreppi á landinu til hamingju Kjósverjar.

Það er sannarlega sjálfsagt og eðlilegt að fagna því sem vel er gert og það þykir mér þeir hafa gert í Kjósarhreppi með því að bjóða fólki heim og kynna þá framleiðslu sem íbúar skapa. Raunin er nefnilega sú að tengsl fólks við sveitir landsins hafa rofnað um of á undanförnum árum með breytingum í búskaparháttum. Það er nákvæmlega eitthvað svona sem getur bætt og breytt því að fólk fái að komast í snertingu við það sem gerist í sveitum lands. Hafið þakkir fyrir.

kv.gmaria.


mbl.is „Kátt í Kjós“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sé ég ekki skattaráðstefnu í Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn....

Ráðstefna um skattalækkanir í þágu almennings verður á fimmtudag í Þjóðminjasafni að sjá má á bloggi Hannesar Hólmsteins þar sem aðgangur er ókeypis á fyrirlestra sem þar verða. Ég ætla sannarlega að reyna að mæta á þessa ráðstefnu.

kv.gmaria.


Afar fróðlegt, rúmar 300 milljónir upp í 2,2 milljarða kröfur.

Getur það verið að einhver ævintýramennska fái þrifist hér á landi í þessum geira ? Spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.


mbl.is Stærsta þrotabú Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun á almennum vinnumarkaði þurfa að hækka ellegar skattar að lækka.

Ef ég þekki mitt heimalíf rétt þá munu einsöngvarar hefja raust sína fyrir áramót þess efnis að ekki séu möguleikar fyrir hendi til mikilla launahækkana vegna skerðingar þorksafla næsta fiskveiðisárs. Slíku góli mun sú er þetta ritar vísa á bug. Ef verkalýðshreyfingin stendur ekki sína pligt núna í næstu samningum hvað varðar að verja launakjör hins almenna manns á vinnumarkaði þá hefur sú hin sama endanlega týnt tilgangi sínum. Vissulega kann svo að vera að núverandi ráðamenn við stjórnvölinn spili út skattalækkunum en þá þarf slíkt að ná tilgangi sínum með raun réttu.

kv.gmaria.


Erjur.

Af hverju eru í sífellu,

erjur manna í milli?

Vantar okkur virkilega,

meira vit og snilli ?

Til að stjórna sjálfum oss

og öllum vorum tólum.

Til að fela landið þeim

börnum sem við ólum ?

kv.gmaria.


Reyndu.

Til þín sem ert í lifsins ólgusjó,

og finnur ekki næga lífsins fró,

farðu nú og finndu penna og blað,

festu þínum vandamálum stað.

 

Finndu orð sem ríma, því það er andleg glíma.

Og því mun meiri tíma sem það tekur þig að ríma,

því meira rúm fær hugur þinn í hugtakinu tíma.

kv.gmaria.

 


Túlkun framkvæmdastjórans á umræðunni sérkennileg.

Með ólíkindum má telja hvaða sjónarmiðum framkvæmdastjóri Alþjóðahúss telur sig vera að þjóna með ummælum sínum um frásagnir varðandi veiðiþjófnað úr ám. Á að flokka umræðu í stig og þá hvaða stig ?  Telur framkvæmdastjórinn sig í hlutverki þess sem dæmir hvaða stig umræða er eða er ekki um innflytjendur hér á landi ? Innflytjendur eru stór hluti af þjóðinni og ef um þá má ekki tala eða gagnrýna þá hina sömu varðandi það atriði til dæmis að hugsanlega hafi hluti þeirra hugsanlega tengst því sem um er rætt , þá hvað ? Er hann þá ekki að óska eftir ritskoðun á tjáningu landsmanna um aðra landsmenn í þessu tilviki innflytjendur ? Sjálf tel ég að þessi viðbrögð framkvæmdastjórans séu lítt til þess fallin að gera annað að verkum en að flokka og aðskilja þegna þessa lands.

kv.gmaria.


mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband