Heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða ?

Ef þannig vill til að fólk þarf á lækni að halda á virkum degi fyrir klukkan fimm og getur ekki komist til læknis, þá eru góð ráð dýr hér á höfuðborgarsvæðinu því heimilislæknar ætlast til þess að allir komi á heilsugæsluna og fara ekki í vitjanir mér best vitanlega. Læknavaktin tekur síðan við klukkan fimm og þá fyrst er hægt að fá lækni heim ekki fyrr. Lenti sjálf í þessu á þessu ári í apríl síðastliðnum og fannst afar óþægilegt fyrirkomulag. Tími hjá lækni sama dag var ekki fyrir hendi, og mér bent á að fara á aukavakt en ég reyndi að útskýra að það gæti ég ekki sökum veikindanna. Ég endaði með að bíða til klukkan fimm eftir lækni frá Læknavakt sem skoðaði mig og ávísaði lyfjum. Hefði ég í þessu ástandi verið búsett í minni gömlu sveit úti á landi veit ég ekki betur en að læknir myndi hafa vitjað mín heim. Hvers vegna í ósköpunum er mismunandi skipulag að finna innnan sama kerfis ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband