Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Samfylkingin vill álver á Bakka.
Mánudagur, 30. apríl 2007
Það var á hreinu hver vilji Samfylkingar er varðandi álver á Bakka við Húsavík, hún er fylgandi álveri þar, samkvæmt því sem kom fram hjá efsta manni listans í þætti í dag.
Þá vitum við það.
kv.gmaria.
Steingrímur J, vill ekki ræða fiskveiðistjórnunarkerfið, hvað veldur ?
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Síðasta kjörtímabil hefi ég fylgst grannt með þáttöku flokka í umræðu um fiskveiðistjórn. Það hafa Vinstri Grænir ekki verið þáttakendur svo taki að tala um. Eigi að síður kennir flokkurinn sig sem grænan flokk. Sá græni litur nær ekki út á fjöru hvað þá á haf út með umhugsun um lífriki sjávar, því miður. Ég man ekki til þess að Steingrímur hafi verið viðstaddur kynningu á bráðabirgðaniðurstöðum af neðansjávarmyndatökum á vegum Hafrannsóknarstofnunar fyrir nokkrum árum þar sem sláandi myndir af niðurbrotnum kóröllum Öræfagrunni voru meðal annars sýndar. Reyndar var þar ekki marga þingmenn að sjá en formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins voru mættir ásamt þeirri er hér ritar. Hér er eitt atriði nefnt, en þau eru fleiri og árangursleysi þessa kerfis við uppbyggingu stofna er algert, og ætti að vera til skoðunar á borði allra flokka og hjá hverjum einasta kjörnum þingmanni. Þegar Sigurjón Þórðarson benti á það í sjónvarpsumræðum úr kjördæminu að hvorki VG eða Samfylking væru þess umkomin að ræða þetta kerfi, brást Steingrímur hinn versti við og hreytti orðum í Sigurjón, en kerfið ræddi hann ekki, heldur stóriðju á þurru landi.
hvað veldur ?
kv.gmaria.
Það vantar atvinnu á Vestfjörðum herramenn.
Laugardagur, 28. apríl 2007
Það er ótrúlegt að menn skuli enn þann dag í dag tala fyrir áframhaldandi kvótakerfi sjávarútvegs og það nýjasta nú varpa ráðherrar bara frá sér uppsögnum starfa og segja ekki í sínum höndum heldur fyrirtækjanna, þótt slíkt hafi verið viðvarandi frásagnir fjömiðla árið um kring. Guðjón Arnar benti réttilega á það að undirstaða alls annar væri aðkoma manna að sjávarútvegi. Ekki vantar patent lausnir á siflurfati fremur en fyrri daginn , nú mjög skringilegar í formi gsm dreifingarkerfis sem er sérstakt að skuli þurfa sérfjárveitingu fyrir vestan en ekki annars staðar. Það væri gaman að kikja í fjárlögin og athuga hvort hafnarmannvirkjum hefur ekki verið haldið við. Stjórnvöld hanga í handónýtu kerfi sem hreinlega gengur gegn tilgangi sínum þess efnis að byggja upp fiskistofna og viðhalda byggð í landinu.
kv.gmaria.
Þrír forsætisráðherrar í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sá sérkennilegi stjórnarsáttmáli var útbúinn eftir síðustu kosningar að Framsóknarflokkurinn fengi að setjast í forsætisráðuneytið smá tima. Það gekk eftir en brotthvarf fyrrverandi formanns flokksins úr stjórnmálum varð til þess að samstarfsflokkurinn settist aftur í stólinn og þar með voru forsætisráðherrar orðnir þrír eitt kjörtímabil. Því til viðbótar fylgdu ráðherrahrókeringar sitt á hvað annars staðar. Minnir mig á gamlan leik sem ég man ekki hvað heitir þar sem menn eiga að hlaupa af einum stól í annann og sá tapar sem ekki nær sæti.
kv.gmaria.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki borið ábyrgð á erfiðum málaflokkum lengi.
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Hví skyldi svo vera að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið sér hjá því að stjórna ráðuneytum heilbrigðis og félagsmála nær alla stjórnartíð flokksins ? Jú þau ráðuneyti eru yfirleitt þau sem eru í eldlínu gagnrýni sem ágætt er að komast hjá og kenna samstarfsflokknum um þegar líður að kosningum hverju sinni. Þetta hefur Framsóknarflokkurinn sætt sig við aftur eins hjákátlegt og það er. Hvorugur flokkurinn hefur hins vegar verið þess umkominn að stokka upp almannatryggingakerfið alla stjórnartíðina þótt öllum sé það ljóst innan flestra flokka hve nauðsynlegt það er að einfalda og færa til betri vegar þann laga og reglugerðafrumskóg sem hefur verið stagbættur í áraraðir. Allra handa þjónustugjöldum hefur verið komið inn sem kostnaði fyrir sjúklinga við leitan í heilbrigðiskerfið svo mjög að hluta fólks er ofviða ekki hvað síst þeim hópum sem lúta mega skattpíningu vegna frystingar skattleysismarka. Hluti sjúkdóma svo sem tannsjúkdómar eru ekki skilgreindir sem heilbrigðisvandamál eins furðulegt og það nú er meðan endurgreiðsla hins opinbera á pillum við öllu mögulegu vex jafnt og þétt. Endalaus vandamál við mannahald í heilbrigðiskerfinu vegna þess að spara skal aurinn en kasta krónunni í launakostnaði hefur verið viðvarandi allt kjörtímabilið. Grunnþjónusta í formi heilsugæslu hefur ekki verið yfirfærð á sveitarstjórnarstigið eins og til stóð og lítið þokast til auka aðgengi að þeirri hinni sömu þjónustu. Heilbrigðismálaflokkurinn er sá útgaldamesti og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki axlað ábyrgð þess að hafa þar ráðherra á sínum vegum, í áraraðir.
kv.gmaria.
Hvernig gat mönnum dottið í hug að frysta skattleysismörkin ?
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Frysting skattleysismarka og aftenging við verðlagsþróun var aðgerð sem gerði það að verkum að lágtekjufólk sat fast í viðjum fátæktar og 3% launahækkanir breyttu engu meðan skatttaka hófst af tekjum innan við 70.000. krónur lengst af. með tæplega 40 % tekjuskatti. Stjórnvöldum datt ekki einu sinni í hug að hækka persónuafsláttinn eða gera nokkuð það að verkum sem leysti gæti fólk úr þeim fátæktarfjötrum og hreinni vinnuþrælkun sem hið arfavitlausa skattkerfi hafði áskapað. Andvaraleysi verkalýðshreyfingarinnar gagnvart þeirri tekjuskerðingu sem lágtekjufólk mátti upplifa frá frystingu skattleysismarkanna hefur því miður verið algert. Hækkun skattleysismarka er því algjört forgangsmál fyrir almenning í landinu sem hefur fengið nóg af þvi að hlusta á stjórnarflokkanna reyna að telja fólki trú um " góðærisveisluna " sem enginn kannast við.
kv.gmaria.
Frjálslyndi flokkurinn vill koma velferð á fót að nýju.
Mánudagur, 23. apríl 2007
Innan raða okkar Frjálslynda er órofa eining um að berjast fyrir því að við getum aftur kallað okkar þjóðfélag , þjóðfélag velferðar fyrir alla. Til þess að svo megi verða þarf að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga og færa skattleysismörkin í samræmi við verðlagsþróun. Það þarf einnig að taka til skoðunar þjóðhagslega óhagkvæmt braskkerfi sjávarútvegs sem engu hefur skilað þjóðinni allri einungis þeim er fengu úthlutað aflaheimildum í formi kvóta. Við þurfum að líta til framtíðar og breyta til bóta í ljósi mistaka og árangursleysis kerfis þessa við byggð og atvinnu og uppbyggingu fiskistofna. Fiskveiðikerfið þarf að innihalda nýlíðun og skapa störf svo tekjur til samfélagsins sé að finna af starfsseminni en til þess þarf að endurheimta frelsi einstaklinganna til afhafna við fiskveiðar á Íslandi . Þess vegna gekk ég til liðs við Frjálslynda flokkinn á sínum tíma til að berjast fyrir breytingum á þessu forgangsmáli sem hefur með öll önnur mál að gera á þjóðhagslegum mælikvarða efnahagslega.
kv.gmaria.
Og " rasismahræðsluáróðurinn " önnur umferð.
Mánudagur, 23. apríl 2007
Gömlu flokkarnir virðast hafa sameinast um hræðsluáróður gegn Frjálslynda flokknum sem aldrei fyrr, þar sem fólk er úthrópað sem " nasistar og rasistar " fyrir að ræða málefni innflytjenda á Íslandi árið 2007. Að minnsta kosti tveir flokkar á vinstri vængnum sem maður vissi ekki hverr ætluðu í vandlætingu, yfir heftingu tjáningafrelsisins þegar setja átti lög um fjölmiðla í landinu fyrir nokkru ef ég man rétt. Nú koma sömu flokkar og segja " hvað megi ræða og hvað ekki " vægast sagt nokkuð sérkennilegt.
kv.gmaria.
Skattbyrði tekjulægstu hópanna er skandall núverandi ríkisstjórnar.
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Hvaða heil brú er í því að hátt í 40% skattgreiðslur af 69.000. krónum í tekjur, mínus persónusafsláttur sé á ferð gagnvart fólki í landinu hátt í tvö kjörtímabil ? Frysting skattleysismarka er skandall sem engar eðlilegar röksemdir er hægt að finna fyrir. Engar. Því til viðbótar hefur skattlagning einnig náð til styrkjakerfis félagsþjónustu í landinu þar sem styrkir eru skattlagðir sem tekjur með sömu ofurskattprósentu sem er stórfurðulegt vægast sagt. Hvers konar útreikningar kaupmáttar launa sem ekki taka mið af frystingu skattleysismarkanna, geta því ekki verið réttir því skattleysismörk voru fryst um langan tíma þ.e. héldust ekki í hendur við verðlagsþróun í landinu sem þýddi að fólk hefur verið ofurskattlagt á lægstu laununum.
kv.gmaria.
Umhverfismálaflokkurinn.
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Hvort skyldi nú mikilvægara að reyna að umbreyta stefnu varðandi lífríki hafsins sem er á góðri leið með að koma fiskistofnum hér beina leið niður á við eftir tuttugu ára tilraunir sem hafa mistekist eða að einblina einungis á stóriðjustefnu á þurru landi. Þeir sem ekki láta sig varða að nokkru leyti breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu í núverandi mynd eiga lítið sem ekkert erindi upp á dekk sem umhverfissinnar hér á landi, því miður. Sjálfbær þróun og núverandi kerfi eiga nefnilega ekki samleið svo nokkru nemi og koma þar til sögu margir þættir, árangursleysi við uppbyggingu fiskistofna, störf við atvinnugreinina, fiskiskipastóll og samsetning hans hvað varðar gerð veiðarfæra, veiðar og álag á vistkerfið, skattar til samfélagsins af hálfu útgerðarfyrirtækja, og skuldir þeirra hinna sömu. Bein byggðaröskun vegna þessa kerfis á kostnað allra íbúa hvar sem er á landinu því það kostar að byggja upp þjónustumannvirki hvar sem er á landinu. Minnkandi fiskistofnar þýða verulegt tap þjóðarbúsins og 17 % minni þorskur í hafinu samkvæmt Hafrannsóknarstofnun eru þjóðartap sem þegnar landsins finna fyrir en fjölmiðlar hafa sem skyldi dregið fram í tölum talið enn sem komið er.
kv.gmaria.