Frjálslyndi flokkurinn vill koma velferð á fót að nýju.

Innan raða okkar Frjálslynda er órofa eining um að berjast fyrir því að við getum aftur kallað okkar þjóðfélag , þjóðfélag velferðar fyrir alla. Til þess að svo megi verða þarf að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga og færa skattleysismörkin í samræmi við verðlagsþróun. Það þarf einnig að taka til skoðunar þjóðhagslega óhagkvæmt braskkerfi sjávarútvegs sem engu hefur skilað þjóðinni allri einungis þeim er fengu úthlutað aflaheimildum í formi kvóta. Við þurfum að líta til framtíðar og breyta til bóta í ljósi mistaka og árangursleysis kerfis þessa við byggð og atvinnu og uppbyggingu fiskistofna. Fiskveiðikerfið þarf að innihalda nýlíðun og skapa störf svo tekjur til samfélagsins sé að finna af starfsseminni en til þess þarf að endurheimta frelsi einstaklinganna til afhafna við fiskveiðar á Íslandi .  Þess vegna gekk ég til liðs við Frjálslynda flokkinn á sínum tíma til að berjast fyrir breytingum á þessu forgangsmáli sem hefur með öll önnur mál að gera á þjóðhagslegum mælikvarða efnahagslega.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Er þá verið að tala um að taka upp evruna?

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.4.2007 kl. 03:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég líka Gmaría.  Vonandi fáum við brautargengi til þess í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband