Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Mismunandi íbúalýðræði millum sveitarfélaga !

Þótt mikilvægi þess að bera umdeildar ákvarðanir undir íbúa sé fullgilt sjónarmið,  að ákveðnu marki, þá kann það hins vegar ekki góðri lukku að stýra ef eitt sveitarfélag iðki slíkt lýðræði í eigin útgáfu og annað ekki eða öðruvísi. Það er nokkuð ljóst. Alþingi þarf því að koma að þessu máli með samræmdum reglum gagnvart stjórnsýslustigi sveitarfélaga á öllu landinu. Eftir fund í Mosfellsbæ í dag á vegum Varmársamtakanna þykir mér nokkuð ljóst að skortur á samráði við þá sem sýnt hafa andstöðu í verki er fyrir hendi að einhverju leyti, því miður þar á bæ. Hér í Hafnarfirði var okkur hins vegar boðið íbúum um daginn að kjósa um deiliskipulag álversins, ekki starfsleyfi til stækkunar, sem var þá þegar veitt. Auðvitað hefði átt að kjósa um starfsleyfið ekki deiliskipulag. sem aftur segir mikið um nauðsyn þess að reglur verði settar varðandi á hvaða stjórnsýslustigi er hægt að bera ákvarðanir undir íbúa.

kv.gmaria.


Hækkun skattleysismarka þýðir lífsgæði fyrir láglaunafólk.

Stór hluti láglaunafólks hér á landi eru innflytjendur og það er engin tilviljun að Frjálslyndi flokkurinn hefur sett hækkun skattleysismarka á oddin sem eitt af sínum áherslumálum ásamt umræðu um málefni innflytjenda og kvótakerfi sjávarútvegs. Við bjóðum fólk af erlendu bergi brotið nefnilega ekki í raun velkomið nema við viljum sjá til þess að fólkið njóti sömu lífsgæða og við viljum sjálf njóta sem er það atriði að hinn almenni verkamaður lifi af launum sínum fyrir fulla vinnu eftir skattgreiðslur. Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki áorkað því að semja um launaupphæðir sem duga nægilega til framfærslu né heldur að að standa vörð um mörk skattleysis tekna. Þetta ástand bitnar á fjölskyldum þessa lands sem í landinu búa, hvað varðar lífsgæði hvers konar og möguleika til dæmis til menntunar utan hins venjulega vinnutíma. Lágmarkstaxtar launa sem ekki nægja til lifibrauðs eru síðan viðmið bóta almannatrygginga sem aftur veldur fátæktarfjötrum hluta fólks sem getur í engu umbreytt stöðu sinni vegna heilsutaps eða öldrunar.

Hér þarf því áhersubreytingar strax.

kv.gmaria.


Á endalaust að þvælast með flugvélabensín frá Reykjavík til Keflavíkur ?

Mér hefur löngum verið óskiljanlegt hvers vegna þarf virkilega að aka olíu frá Granda gegnum Reykjavík , Kópavog , Garðabæ og Hafnarfjörð á leið til Keflavíkur. Það er ekki langt síðan lá við mengunarslysi hér í Hafnarfirði þar sem olíutrukkur fór á hliðina að mig minnir í hringtorgi. Er ekki mögulegt að skipa upp olíu til dæmis í Helguvík ? Það er annars gott að engan sakaði í þessu óhappi.

kv.gmaria.


mbl.is Dekk fór undan tengivagni olíuflutningabíls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn vill að frelsi einstaklinga til athafna fái notið sín.

Frelsi einstaklinga til þess að veiða fisk úr sjó hefur verið afnumið. Frelsi einstaklinga til þess að lifa af launum sínum fyrir fullan vinnudag hefur einnig verið afnumið með ofursköttum sem sett hafa upphæðir í launaumslagi undir fátæktarmörk. Frelsi einstaklinga til atvinnusstarfssemi í krafti sinnar menntunar við samfélagsþjónustuna er verulega skert því ríkið hefur allt heilbrigðiskerfið í höndum sér nær alfarið, og sveitarfélögin skólana. Kostir einkaframtaksins eru því vannýttir og ekki fæst fólk til starfa sem þarf sökum launa sem hið opinbera telur sig ekki umkomið að greiða. Þrátt fyrir mörg orð um tíma um útboð verkefna hins opinbera þá nær það aðeins yfir afmarkaða þætti eins og til dæmis ræstingar svo eitt dæmi sé tekið.

Frelsi einstaklinga til athafna fær því ekki nægilega notið sín í voru samfélagi á hinum ýmsu sviðum og því viljum við Frjálslyndir breyta.

kv.gmaria.


Ríkið hefur ekki efni á að reka eigin þjónustu með sómasamlegum hætti.

Það skiptir litlu máli hvort litið er á stjórnsýslustig ríkis eða sveitarfélaga, skortur á fjármagni og sífelld barátta við að halda uppi þjónustustigi hinna ýmissu stofnanna í opinberum rekstri er nær alls staðar sú hin sama birtingamynd er blasir við. Ráðamenn guma sig af svo og svo miklum upphæðum í heildarútgjöldum og henda fram aukningu í prósentum talið milli ára en slíkt segir litla sögu því fólki fjölgar og eðli máls samkvæmt aukast útgjöld í réttu hlutfalli þess hins arna í prósentum talið. Framkvæmdasjóður aldraðra og það fjármagn sem til hans er varið hefur ekki verið nýtt til þess að byggja upp byggingar fyrir öldrunarþjónustu heldur verið notað í rekstur, sem mér best vitanlega var aldrei tilgangurinn og landsmenn því í raun blekktir til þess að greiða gjald af sköttum i fjöldamörg ár án þess að fjármagnið væri nýtt í þann lögbundna tilgang sem til var ætlað. Slíkt hefi vakið meiri athygli í öðrum löndum en hér á Íslandi að mál væru með því móti og það er skömm að slíkt skuli ekki dregið fram, ritað um og rætt sem algjört ábyrgðarleysi þeirra er sinna skyldu hinu lögboðna hlutverki í þessu efni og landsmenn hafa greitt gjald til í áraraðir í góðri meiningu.

kv.gmaria.


Gleðilegt sumar, til sjávar og sveita.

Óska landsmönnum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Ég á mér þá von að komandi þingkosningar verði til þess að við getum breytt áherslum í voru samfélagi á þann veg að fullvinnandi einstaklingar á vinnumarkaði geti lifað af launum sínum eftir skattgreiðslur og aldraðir og fatlaðir njóti þeirra mannréttinda að fá að vera þáttendur í samfélaginu með hlutavinnu án bótaskerðinga. Það á ekki að þurfa að vaða yfir fljót frá ofurríkum til sárfætækra hér á landi, það er einfaldlega klaufaskapur og skortur á nægilegri yfirsýn þeirra er halda hér um stjórnartauma.

kv.gmaria.


Undirliggjandi mein í íslensku efnahagslífi er núverandi kvótakerfi sjávarútvegs.

Því fyrr, sem menn átta sig á því að kvótakerfi sjávarútvegs og braskið sem var innleitt, framsalið þ.e. hinn óútfyllti víxill , veðsetningar þess sem enginn vissi hvað fiskigengd veður og vindar kynnu að fylla upp með, og er og verður MISTÖK stjórnmálamanna við lagasetningu á Alþingi, því betra. Lífeyrissjóðirnir ruku til með fjárfestingum í sjávarútvegsfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði en hurfu og brott að vörmu spori þegar ljóst var að fyrirtæki í sjávarútvegi voru ekki komin til að vera á hlutabréfamarkanum enda óvissuþættirnir of margir í því sambandi. Markaðsvæðing sjávarútvegs hér á landi hefur mistekist því engir eru fiskmarkaðir innan lands og veiðar og vinnsla á einni hendi, ekki til atvinnusköpunar innan lands heldur til hrávinnsluútflutnings í gámum af hálfu fyrirtækja er teljast handhafar kvótans og skara eld að eigin köku alveg burtséð frá öllu öðru. Sjávarútvegsráðherrann var síðast í gær að nefna samgöngur í sambandi við mikilvægi sjávarútvegs þar sem ferðalagið með gámana um akvegi landsins þar sem fiskur fer óunninn úr landi´, átti að teljast gott. Þvlík og önnur eins óráðsía fyrirfinnst varla um byggð ból, og mál er að linni með umbreytingum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.

kv.gmaria.


Bruninn í miðborginni, vakti óþægilegar tilfinningar.

Bein útsending frá brennandi húsum í miðborg Reykjavíkur vakti hjá mér óþægilegar tilfinningar þess að hafa upplifað slíkt í nokkurri nærmynd á sínum tíma þar sem fyrrum heimili mitt brann til kaldra kola fyrir rúmum áratug.  Til allrar hamingju varð ekki manntjón í þessum bruna í dag, en eldurinn eyrir engu og menningarleg verðmæti eru eldi að bráð nú þegar en þau má endurreisa að einhverju leyti

Velferð Íslendinga þarf að verja.

Meðan svo er að fyrirtæki  sem njóta miklilla skattfríðinda miðað við einstaklinga hlutfallslega virðast þess ekki öll umkomin að greiða hærri laun almennt á vinnumarkaði, þannig að mismunur skattprósentu annars vegar millum fyrirtækja og einstaklinga hins vegar skili þjóðarbúinu tekjum, þá verður að skoða í hvaða verkefni fjármunum hins opinbera er varið. Þar gengur það ekki að leggja þyngstar byrðar á þá sem minnst úr býtum bera launalega og þess vegna þarf að hækka skattleysismörk, en jafnframt og á sama tíma þarf að skoða og skera upp þau kerfi hins opinbera sem betur ná að þjóna tilgangi sínum með kosti einkaframtaks í formi útboða þjónustu ýmis konar. Kvótakerfi sjávarútvegs er efst á blaði um kerfi þar sem hvorki tilgangi eða markmiðum hefur verið náð í formi árangursmats á heildina litið. Heilbrigðisþjónustustig er í uppnámi og ekki nóg að guma af mestu útgjöldum í kerfið heldur þarf þar einnig að spyrja um árangur eins og í kvótakerfi sjávarútvegs. Lýðheilsustöð er góð og gild í sjálfu sér en þar þarf eigi að síður að spyrja um kostnað og hvort slíkt ætti ekki að vera sem eining undir Landlæknisembættinu. Lyfjastofnun , stjórnir og ráð ríkisspítala og almannatryggingalöggjöfin sem er orðin eins og samvaxin frumskógur sem enginn kemst lengur í gegn um nema fuglinn fljúgandi. Það er löngu tímabært að skilgreina þjónustustig hins opinbera gagnvart almenningi í heilbrigðis og öldrunarþjónustu , skólum og heilsugæslu ásmat félagsmálakerfinu því til viðbótar. Þjónusta hins opinbera hvoru tveggja ríkis og sveitarfélaga á að mynda heild almenningi til hagsbóta.

kv.gmaria.


Hagsmunir Hafnarfjarðar og íbúalýðræðið.

Svo virðist sem Gunnar Svavarsson oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi  og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hafi ekki alveg áttað sig á því að hann er kominn í þingframboð þar sem kjósendur annars staðar í kjördæminu fýsir að vita hver skoðun hans er á að álverið í Straumsvík fái að stækka eða ekki. Hann gat ekki tjáð skoðun sína á málinu í þætti í kvöld en hver veit hvað kemur í ljós í kosningabaráttunni framundan. Aukið íbúalýðræði er gott en tímasetning þess í þessu máli afar umdeilanleg því ef eitthvað hefði átt að kjósa um þá var það starfsleyfi til stækkunnar. Það er hverjum manni ljóst að það eru hagsmunir íbúa Hafnarfjarðar að hafa störf í Straumsvík og þau hin sömu störf hafa verið til staðar í bæjarfélaginu í 40 ár, sem eðli máls samkvæmt hefur myndað velvilja um þá hina sömu starfssemi. Fólk kýs ekki frá sér vel launaða atvinnu, þannig er það ekki alveg sama hvar á landinu er , né heldur kýs fólk að sveitarfélag verði af tekjum til þjónustu við grunnþarfir íbúa. Notkun íbúalýðræðis mun án efa þróast í framtíðinni með skoðun á Hafnarfjarðaraðferðinni í því efni.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband