Hvað kostaði þessi meinta lýðræðisþróun í boði sitjandi ríkisstjórnar ?
Mánudagur, 22. október 2012
Það er afar sérstakt að ráðherra skuli ánægð með það að helmingur kosningabærra manna fari á kjörstað.
Hinar sérsömdu spurningar í þessari atkvæðagreiðslu, allar þess eðlis að viðkomandi gátu varla annað en verið jámenn við því hinu sama, utan spurningarinnar um þjóðkirkjuna, var í raun afar kostnaðarsöm skoðanakönnun fyrir sitjandi stjórnvöld í landinu sem almenningur greiðir fyrir af skattfé.
Mín skoðun var og er sú að tillögur að nýrri stjórnarskrá séu lélegar og ekki nýtanlegar óbreyttar frá því ráði sem ríkisstjórnin skipaði til verksins.
Þeir gífurlegu fjármunir sem varið hefur verið í þennan framgang mála við endurskoðun þessa munu seint réttlætanlegar undir þeim aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhalda tækjum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til brýnustu þarfa eða kosta aðra bráðnauðsynlega þætti í starfssemi hins opinbera hvers eðlis sem er, hjá ríki eða sveitarfélögum í landinu.
Alþingi hefur sett niður við þennan framgang mála, varðandi það atriði að fjalla ekki um mál þetta efnislega að lokinni skipun ráðs að störfum er skilaði tillögum, sem var lágmarksmeðferð málsins að mínu áliti, burtséð frá þvi atriði að lýðræði var haft að engu við ógildingu Hæstaréttar á kosningu til stjornlagaþingsins.
Hvað kostaði heildardæmið, skattborgara eftir þjóðaratkvæðagreðslu á laugardaginn ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Er afskaplega stolt af þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umbóta er þörf í réttarfarslegri þróun.
Sunnudagur, 21. október 2012
Það er mjög fróðlegt að lesa þetta viðhorf Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem ég persónulega ber mikla virðingu fyrir sem lögspekingi ekki hvað síst varðandi andúð þá sem hann segist hafa mætt í Hæstarétti sem og margt fleira sem hlýtur að verða umhugsunarefni.
Hann nefnir m.a. eitt atriði sem er sönnunarbyrði fyrir dómsstólum, sem mér persónulega er nú ansi hugleikið eftir reynslu úr Héraðsdómi nýlega varðandi löggerninga sem taldir voru dómtækir þótt uppfylltu engan veginn atriði þar sem sjálft plaggið samningurinn inniheldur í rituðu máli, þess efnis að báðir aðilar skuli undirrita samninginn og sá hinn sami vottaður.
Málið var eigi að síður tekið fyrir dóm, þ.e dómtækt þótt skilyrði þessi væru ekki fyrir hendi þess efnis að rifta samningi sem aðeins eina undirskrift var að finna á.
Mín skoðun er sú að dómstóll eigi ekki að taka mál fyrir, nema þess finnist sannarlega forsendur, í mínu tilviki tvær undirskriftir á leigusamningi til riftunar við viðkomandi.
Ef svona mál rúlla í gegn, svona, hvað með önnur ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Fann fyrir mótbyr og andúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtán þjóðaratkvæðagreiðslur framundan ?
Sunnudagur, 21. október 2012
Sá hluti kosningabærra manna sem fór á kjörstað hefur talað og sagt já við breytingum á stjórnarskrá sem hluti stjórnlagaráðsmanna hefur lýst sem gulli og grænum skógum til handa þjóðinni undanfarið.
Nú eru góð ráð dýr hjá sitjandi ríkisstjórn sem verður að taka málið til efnislegrar meðferðar á þingi fyrir kosningar og það skyldi þó aldrei vera að fleiri skoðanakannanaþjóðaratkvæðagreiðslur þurfi til að koma svo lending gæti verið í sjónmáli.
Þessari lýðskrumsumferð er alltént lokið, mikið er ég fegin.
kv.Guðrún María.
![]() |
67% sagt já á landsvísu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögmannafélag Íslands, mælir EKKI með tillögum stjórnlagaráðs.
Laugardagur, 20. október 2012
Ég er sammála laganefnd Lögmannafélagsins varðandi það atriði að tillögur þessar séu ekki nógu góðar og þurfi endurskoðunar við.
Sannarlega skyldum við gæta þess að hlaupa ekki til og breyta einhverju, einhvern veginn, bara til að breyta með þá trú í farteski að slíkt sé til framfara.
Núverandi stjórnarskrá er að mínu áliti í heildina tekið mun betri en þessi tillögugerð, og einungis nokkur ákvæði hennar sem þarfnast viðbóta.
Eins og alltaf áður í kosningum hvet ég kjósendur til þess að nýta atkvæðisrétt sinn, það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tillögurnar þurfi að endurskoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðskrum fram og til baka litar endurskoðun stjórnarskrár.
Fimmtudagur, 18. október 2012
Það hentar núverandi stjórnvöldum ágætlega að reyna að slá sig til riddara með þvi að setja fram skoðanakönnun um hráunnar tillögur stjórnlagaráðsins sem sömu yfirvöld skipuðu og gengu þar með gegn Hæstarétti er dæmdi kosningu þessa ólöglega.
Skipun ráðsins var eins og skipun hverrar annarar pólítiskrar nefndar í raun sem fulltrúa sitjandi valdhafa.
Í kjölfarið gerist það síðan að nokkrir fulltrúar úr þessu skipaða ráði stjórnvalda telja sig þurfa að standa fyrir trúboði um að eigin tillögur séu fullkomnar fyrir land og þjóð til lausnar ÖLLUM vanda, alltaf alls staðar, likt og engin stjórnarskrá hafi verið til fyrr en viðkomandi settust í ráð þetta að skipun stjórnvalda.
Stór hluti predikara sem hefur látið að sér kveða í trúboði þessu eru karlar sem vilja ganga inn í Evrópusambandið, en svo vill til að í tillögum þessum er að finna í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hugmyndir um að .... heimila framsal ríkisvalds í stjórnarskrá landsins.
111. gr. Framsal ríkisvalds
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Það skyldi þó aldrei vera að þar liggi hundurinn grafinn og hamagangurinn og tilstandið allt miðist einmitt við það að koma í gegn breytingum, sem heimila framsal ríkisvalds með moðsuðu af alls konar lýðræðisbrjóstsykri meðferðis sem tekist hefur að fá alla fulltrúa á launum hins opinbera í þessu skipaða ráði til þess að samsinna um.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skiptar skoðanir innan stjórnlagaráðs um frumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ein af alvitlausustu tillögum stjórnlagaráðs er um náttúruvernd.
Þriðjudagur, 16. október 2012
![]() |
Rætt um þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska sauðkindin skilar landinu aftur því sem hún tekur.
Mánudagur, 15. október 2012
Aldrei nokkurn tíma hefi ég deilt áhyggjum með þeim sem telja að sauðkindin sé að eyðileggja landið, aldrei.
Þvert á móti er það mín skoðun að það sé einfaldlega þannig að þar sem kindur ganga þá skila þær áburði til baka sem viðheldur gróðri á svæðum.
Hægt er að sjá litarmuninn á landi þar sem girðingar liggja upp í fjall og kindur ganga um og þar sem kindur ganga ekki um.
Nytjar þær sem íslenska þjóðin hefur af sauðkindinni er ómetanlegur fjársjóður, og virðing mín fyrir því hinu sama er tilkominn frá barnæsku og uppeldi í sveit.

Gömul mynd undan Eyjafjöllum
þar sem verið er að gefa
heimalingum pela.
kv.Guðrún María.
Mismunandi þjónusta sveitarfélaga á Íslandi en sama skattlagning.
Sunnudagur, 14. október 2012
Ég hef lengi lengi rætt um það að þjónustustig verði skilgreint í hverju sveitarfélagi hvað varðar grunnþjónustu við íbúa, alla þá er sveitarfélög veita.
Hvers vegna ?
Jú vegna þess að það hið sama er mismunandi þrátt fyrir sömu gjaldtöku á íbúa sem er óréttlátt, og þýðir mismunun borgaranna.
Í Fréttablaðinu í dag vekja læknar Kleppsspítala athygli á því að þeir hinir sömu geti ekki útskrifað sjúklinga sökum þess að búsetuúrræði séu ekki til staðar.
Það var alveg ágætt að þetta kæmi fram þar sem tvö stór sveitarfelög á höfuðborgarsvæðinu eru m.a. nefnd til sögu Kópavogur og Hafnarfjörður þar sem slík úrræði er ekki að finna.
Hvers vegna geta svo stór sveitarfélög sleppt því að sinna sínum íbúum að meðan önnur sveitarfélög uppfylla þar sínar lagalegu skyldur í þessu efni ?
Mér er málið skylt þar sem sonur minn útskrifaðist heim í stað þess að fá búsetuúrræði við hæfi í því sveitarfélagi sem ég bý í .
Sama sveitarfélag er nú að henda honum á götuna ásamt mér móður hans nú um stundir, og úrræðaleysið hefur því náð nýjum hæðum ef svo má segja.
Það hlýtur að vera hægt að sinna þörfum íbúa fyrir þá gjaldtöku sem hver innir af hendi í skatta og gjöld til síns sveitarfélags í þeim mæli sem þörf er fyrir og afar óeðlilegt er að sveitarfélög á stór Reykjavíkursvæðinu hendi boltanum bara til Reykjavíkur í þessu efni og sleppi sínum skyldum ár eftir ár.
kv.Guðrún María.
Um daginn og veginn.
Laugardagur, 13. október 2012
Talaði við sýslumann í dag og fékk að vita að útburðarbeiðni Hafnarfjarðarbæjar er komin í hús til meðferðar og hvenær þess má vænta að ég verði boðuð á fund til þess hins sama vegna þess.
Ég fékk upplýsingar um það, að ég get ekki sótt um íbúð hjá Öryrkjabandalagi Íslands þótt ég sé öryrki vegna þess ég skulda sveitarfélaginu.
Hefði ég hug á því að reyna að leigja íbúð á frjálsum markaði hér í Hafnarfirði þá myndi sveitarfélagið væntanlega taka húsaleigubætur þær sem ég ætti að fá upp i skuldina sem ég skulda og útrýma möguleikum þeim hinum sömu, til þess arna að halda heimili hér í bæ.
Með öðrum orðum, mér prívat og persónulega er vísað á brott úr þessu bæjarfélagi, vegna fjárhagslegrar stöðu í kjölfar slyss og örorku, eftir 12 ár í starfi hjá Hafnarfjarðarbæ.
kv.Guðrún María.
Er breyting á stjórnarskrá notuð og nýtt sem pólítískur áróður til handa sitjandi stjórnvöldum ellegar, sérhagsmunum ?
Laugardagur, 13. október 2012
Var skipuðum stjórnlagaráðsmönnum falið það hlutverk með skipan af hálfu stjórnvalda að viðhafa áróður fyrir eigin tillögum til breytinga ?
Fengu þeir hinir sömu greitt fyrir það ?
Er eitthvað eðlilegt við það að nokkrir fulltrúar er sátu í hinu skipaða stjórnlagaráði presenteri sig sjálfa sem " handahafa hins eina sannleika " og hafi nú þegar boðað stjórnmálaframboð sitt með hinum eða þessum flokkseiningum allra handa hér og þar, og noti og nýti stjórnarskrártillöggerðina, til eigin framapots á sviði stjórnamála ?
Er það óhlutlægur farvegur málsins ?
Er það líklegt til þess að skapa sátt um þetta mál að hlýða á slíka fulltrúa gagnrýna einstaka starfandi stjórnmálaflokka á Alþingi í málflutningi sínum hér og þar ?
Er það kanski einungis til þess fallið að reyna að sækja eigin vinsældafylgi sem aftur vekur spurningar um tilgang þann sem helga skyldi meðalið í upphafi.
kv.Guðrún María.