Ein af alvitlausustu tillögum stjórnlagaráðs er um náttúruvernd.

Verði þessar tillögur stjórnlagaráðs að veruleika, sem ég hef hér litað bláar,  þá yrði það til dæmis stjórnarskrárbrot viðkomandi stjórnvalda ef mengunarský frá Evrópu myndi verða til þess að stangast á við lög þau sem setja á um rétt allra að ómenguðu lofti.
 
Jafnframt skal gróður og jarðvegur njóta verndar en um nýtingu náttúrugæða í sama kafla segir að
haga  beri nýtingunni þannig að þau skerðist ...... sem minnst..... semsagt á að njóta verndar í einni setningu en önnur leyfir ..... smá skerðingu....  .
 
Hvað þýðir .... sem minnst ..... ?
 
Einnig er klásúla um það að, fyrri spjöll skulu bætt,.......... eftir föngum......
 
Eftir hvaða föngum ?
 
Efnum og aðstæðum hins opinbera ellegar almennings, getur þetta nokkuð verið óskýrara ? 
 
 
 
Setningin um það að með lögum eigi að tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi, er algalin og gjörsamlega óþörf sem hluti af stjórnarskrá. 
 
 
 
 
33. gr. Náttúra Íslands og umhverfi

Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.

Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.

Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.

Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.

34. gr. Náttúruauðlindir

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
 
Nóg í bili.
 
kv.Guðrún María. 

 

mbl.is Rætt um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband