Gildandi stjórnarskrá og tillögur um breytingar.

Núverandi stjórnarskrá inniheldur ákvæði í 65 grein sem hér segir.

 

" 65. grein



Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.



Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. "
 
og

76. grein

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.

Öllur skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst."


 

Tillögur til breytinga af hálfu ráðsins sem skipað var af stjórnvöldum koma hér,

 

" Jafnræði



Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. "

og,

22. gr. Félagsleg réttindi

Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis.

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna.


23. gr. Heilbrigðisþjónusta

Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.


24. gr. Menntun

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds.

Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur."
 
Mismunur á annars vegar núgildandi stjórnarskrá og tillögum um breytingar þar sem algjörlega ónauðsynlegt orðaflóð á sér stað er mikill, en ég hefi litað það sem að mínu mati á ekki heima í stjórnarskrá enda einungis til útfærslu í lögum.
 
 
kv.Guðrún María. 




 


Nú á að poppa upp umhverfisvandamál vegna virkjana fyrir kosningar.

Íslensk pólítík breytist lítið og nú þegar líður að kosningum dúkkar upp gagnrýni á framkvæmdir sem eru í gangi í Bjarnarflagi, framkvæmdir sem hafa verið samþykktar en ráðamenn kjósa að gagnrýna og telja að eigi bara að bíða meðan Alþingi fjalli um rammaáætlun.

Raunin er sú að viðkomandi ráðamenn hafa í raun lagt blessun sína yfir þessar framkvæmdir sem ráðamenn þótt þeir kjósi að koma fram með gagnrýni nú eins og og ég skil þetta mál.

Ósköp kjánalegt.

kv.Guðrún María.


Hvað næst ?

Get ekki betur séð en hér sé á ferð hjákátleg tilraun til endurskrifa sögu sem þegar er rituð, með því að koma kvenmannsnöfnum á stutta spotta af götum miðbæjarins með tilheyrandi kostnaði.

Var ekki hægt að nefna nýjar götur eftir þessum heiðurkvenmönnum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Götuheitum breytt í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei, nei, við ESB, þann 20 október.

Aldrei mun ég samþykkja tillögur að nýrri stjórnarskrá sem heimila framsal fullveldis eins og tillögugerð sú sem núverandi stjórnvöld eru að láta fara fram skoðanakönnun á í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Aldrei.

Ég vildi ég hefði meiri tíma til þess að setja fram ýtarlega gagnrýni mína á heildartillögugerðina en sé ekki í hendi mér að hafa þann tíma sem til þess þarf um þessar mundir.

Ég vil hins vegar segja þetta, fæstir stjórnlagaráðsmanna hafa stigið fæti inn á Alþingi Íslendinga og tekið þátt í lagasetningu, tillögugerðin litast því all nokkuð af því hinu sama, varðandi loðið orðaval sem aldrei getur verið forsenda lagasetningar, heldur er þar á ferð stjórnskipuleg óvissa sem við sannarlega þurfum ekki á á halda nú um stundir.

Heimild til fullveldisafsals er óásættanleg í stjórnarskrá eins og áður sagði, en hamagangur þeirra fulltrúa til þess að róa árum að samþykki þessara tillagna kemur einkum úr röðum þeirra sem styðja núverandi stjórnvöld við valdatauma og birtist landsmönnum sem pólítiskur áróður sem aldrei skyldi verið hafa um þetta mál.

Núverandi stjórnarskrá inniheldur jafnræðisreglu gagnvart borgurunum og það atriði að sækja þann rétt er eitthvað sem hver maður hefur rétt til í dag.

Það er sjálfsagt að endurskoða stjórnarskrá og betrumbæta en það er EKKI sama hvernig það er gert og það atriði að henda bara gömlu og búa til nýja allt öðru vísi, þýðir stjórnskipulega óvissu.

kv.Guðrún María.


Forsjárhyggja vinstri flokkanna varð þess valdandi að þjóðin var ekki spurð um viljann til viðræðna.

Fyrstu pólítisku mistökin sem VG og Samfylking gera í upphafi síns kjörtímabils eru þau að þvinga gegn um þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu án þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið sama mál.

Öllum var þá ljóst að aðeins Samfylkingin hafði og hefur haft mál þetta á stefnuskrá sinni einn flokka hér á landi en hinn flokkurinn VG, gekk til kosninga andsnúinn aðild.

Könnun eftir könnun hefur sýnt það að mikill meirihluti þjóðarinnar er andsnúin aðild en rikisstjórnin heyrir það ekki eða sér að virðist.

Næstu kosningar munu þvi að mínu viti snúast um það að flokkar sem kjósa að vanvirða vilja þjóðar með því móti sem verið hefur í þessu máli, eiga ekki erindi við stjórnartauma í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Útséð um að viðræðum ljúki fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð umfjöllun Kastljóss um mat geðlækna.

Ég verð að hrósa Kastljósi ríkissjónvarpsins fyrir góða umfjöllun um mismunandi mat lækna um sakhæfi ellegar ekki sakhæfi, sem er sannarlega vert að velta fyrir sér með tilliti til þess hvert vald lækna er og getur verið.

Vissulega eru þessi mál öll flókin allra handa, EN, það er alvarlegt ef viðkomandi aðilar sem eru sjúkir lenda inn í fangelsi vegna þess að kerfið gefst upp á þeim og læknar breyta hinu læknisfræðilega mati viðkomandi frá tíma til tima úr annars vegar ósakhæfi í sakhæfi.

kv.Guðrún María.


50% hækkun gjaldtöku á einu bretti í nýju frumvarpi.

Samkvæmt þessari frétt þá er lagt til að hækka gjald fyrir einkanúmer úr 25 þúsund í 50 þúsund, sem sagt 50% hækkun á einu bretti.

Þótt það sé mér að meinalausu hvað slíkt gjald er, þar sem ég ætla ekki að fá mér einkanúmer, þá gagnrýni ég eigi að síður svo miklar hækkanir í einu lagi sem ég tel ganga gegn meðalhófi því sem stjórnvöld á hverjum tíma skyldu tileinka sér, þar sem það er óréttlátt að Pétur borgi 25 þús í dag en Páll 50 þúsund á morgun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttlætt með meiri fyrirhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantrú vísað frá.

Því ber að fagna að einstakir fræðimenn geti fjallað um vegu vantrúar í voru samfélagi innan ramma kennslu í Háskóla Íslands, rétt eins og þá sem hafa trú og iðka trúna í ýmsum trúfélögum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantrú fer ekki með málið lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju skorar Landvernd ekki á sitjandi stjórnvöld í landinu ?

Ég kíkti á bréfhausinn frá Landvernd og sá hver er þar formaður og þá er skýringin komin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krefjast stöðvunar framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmir eiga ekki erindi í pólitik.

Það er ef til vill ekki skrítið að nýr fjármálaráðherra veigri sér við því að gera athugasemdir við frumvarps sem sá hinn sami stendur ekki fyrir vegna ráðherrahrókeringar sem kom til staðar á vægast sagt furðulegum tímapunkti.

Þvílíkt og annað eins sjónarspil er vandfundið í pólítik hér á landi, og gerir lítið annað en að flækja og þvæla frumvarpsgerð um fjárlög komandi árs, allra handa.

Núverandi ríkistjórnarflokkar eiga met í nýjum skatta og gjaldaálögum á landsmenn og sú hin sama ráðstjórn er og verður færð í sögubækur að lokinni þeirra stjórnartíð hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðkvæmt að hætta við skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband