Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Makríllin gengur gegn stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum.
Mánudagur, 17. september 2012
Það er náttúrulega alveg ægilegt að einhver utanaðkomandi fiskur setji aðalstefnumál forystuflokks þessarar ríkisstjórnar í uppnám eins og gerst hefur á kjörtimabilinu.
Það verður mjög fróðlegt að fylgast með því hvernig verður á spilum haldið í þessu sambandi ekki hvað síst þar sem sjávarútvegsráðherrann er andsnúinn inngöngu í sambandið en utanríkisráðherra í sömu ríkisstjórn ekki.
kv.Guðrún María.
Litlar líkur á ESB-aðild verði makríldeilan ekki leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið mikla ofmat á stjórnun hér á landi.
Sunnudagur, 16. september 2012
Höfum við heyrt um það að hækka þurfi laun i stjórnunarstöðum til þess að ná fram réttlæti ?
Jú við höfum án efa heyrt um það en hve mikið vitum við um það hve mjög sá er launaður sem stjórnar starfssemi þeirri sem við vinnum við, hér og þar í þjóðfélaginu ?
Við vitum ekki neitt um það þvi launaumverfið er einn stór feluleikur millum stétta, millum stjórnenda, millum hins almenna verkamanns sem oftar en ekki þarf að taka á sig engar launahækkanir og aukið álag meðan aðrir fá hækkanir í krafti menntunar sem þó finnst hlutur sinn lítill ef til vill.
Einu upplýsingarnar sem við höfum er skattskráin um tekjur manna sem endurspeglar ekki nema að hluta laun viðkomandi við sitt starf.
Þessi feluleikur er fáránlegur og laun hinna ýmsu stétta í þjóðfélaginu sem og launamunur á milli þeirra hinna sömu er eitthvað sem eðlilegt er að sé uppi á borðinu einkum og sér í lagi hjá hinu opinbera.
Öllum til hagsbóta.
kv.Guðrún María.
Eru stjórnendur í menntageiranum með sama launahvata hjá hinu opinbera ?
Sunnudagur, 16. september 2012
Það skyldi þó aldrei vera að tími væri kominn til að upplýsa agnar ögn um launastefnu hjá hinu opinbera, hvoru tveggja við stjórn ríkis og sveitarfélaga hvað varðar það atriði hvort ofurlaunagreiðslur séu inntar af hendi fyrir sparnað í rekstri, til handa einstökum stjórnendu hér og þar ?
kv.Guðrún María.
Segja launahækkun forkastanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hve mikil þjónustuskerðing, hvar og hvenær ?
Sunnudagur, 16. september 2012
Það er sannarlega ánægjulegt ef tölulegar upplýsingar gefa til kynna betri rekstarlegar forsendur, en getur það verið að þjónustustigið hafi eitthvað breyst eða er það ef til vill hið sama ?
Í nokkuð mörg ár hefi ég rætt um það að þjónustustig sveitarfélaga væri skilgreint á þann veg að gæði þjónustu fyrir skattfé á hverjum stað væri eitthvað sem íbúum væri ljóst til samanburðar millum sveitarfélaga.
Raunin er nefnilega sú að sveitarfélög á landinu hafa gegnum tíðina viðhaft mismunandi upphæð skattprósentu til handa íbúum þótt eftir hrun hafi flest öll farið í það að hækka prósentu í topp, en það hið sama skiptir miklu máli svo ekki sé minnst á pólítiska ákvarðanatöku um innbyrðis regluverk á hverjum stað, og útdeilingu fjármuna í verkefni hvers konar.
Nægir þar að nefna upphæð leikskólagjaldtöku fyrir börn, sem að mínu áliti ætti að vera sú hin sama á öllu landinu, en ekki mismunandi eins og til staðar er.
Fleira mætti nefna í þessu sambandi en samhæfingar er þörf.
kv.Guðrún María.
Sveitarfélögin rétta úr kútnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einræðisvald Bandaríkja Evrópu ?
Laugardagur, 15. september 2012
Þróun Evrópusambandsins í átt að forræðishyggju á nær öllum sviðum svo ekki sé minnst á tilraunir til þess að beita refsiaðgerðum í þágu bandalagsþjóða gegn ríkjum utan sambandsins mun seint verða talin lýðræðisleg aðferðafræði.
Ég held að Nigel Farage, lýsi afar vel tilraunum sambandsins til þess að eiga ítök á Íslandi með þeim orðum að það hið sama sé
" sambland af fjármunum, diplómatísku ráðabruggi og blygðunarlausum hótunum. "
Allt þetta höfum við nú séð og ef þeir ráðamenn sem standa við stjórnvölinn ætla að samþykkja þá hina sömu aðferðafræði, þegjandi og hljóðalaust, þá er illa komið.
kv.Guðrún María.
Ánægjulegt að styðja Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ein tegund heilbrigðisþjónustu í algjörum ólestri til langtíma.
Föstudagur, 14. september 2012
Þing eftir þing, gerist akkúrat ekki neitt í þessari tegund heilbrigðismála sem er þyngra en tárum taki því góð tannheilsa er eitthvað sem skiptir máli ævina alla.
kv.Guðrún María.
Engir samningar í tíu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru stjórnendalaun " ef til vill " árangurstengd við sparnað ?
Föstudagur, 14. september 2012
Ætli skýringar á launahækkun forstjórans sé ekki að leita í árangurstengd laun við sparnað hjá stofnuninni ?
Kæmi ekki á óvart en ef til vill mun ráðherra velferðarmála skýra þessi mál nánar.
kv.Guðrún María.
Ekki réttur tími fyrir launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mæltu manna heilastur Sigmundur Davíð.
Miðvikudagur, 12. september 2012
Framsóknarþingmenn voru ræðumenn kvöldsins á eldhúsdegi, að mínu áliti, og það sem fram kom í ræðu formannsins þess efnis að engin ein hugmyndafræði leysti öll mál, hvorki til vinstri né hægri var eitthvað sem var sannarlega þarft að draga fram.
Jafnframt er sú hugsun sem birtist í þessum orðum eitthvað sem er nauðsynlegt veganesti til þess að byggja upp framtíð komandi kynslóða hér á landi.
" Engin hindrun sem verður á vegi okkar er svo stór að skynsemi, rökhyggja og samvinna fái ekki við hana ráðið. "
kv.Guðrún María.
Leitum skynsamlegustu lausnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að búa til áætlun þegar eldgos er hafið ?
Miðvikudagur, 12. september 2012
Vigdís Hauksdóttir á þakkir skildar fyrir að hreyfa þessu máli með fyrirspurn til ráðherra, en í svari við fyrirspurninni kemur m.a. almannavarnir og Vegagerðin hafi ekki lagt sameiginlegt mat á mögulega rýmingu svæðisins nú árið 2012.
Það er með ólíkindum að ekki skuli til staðar slíkt mat sem og áætlanir þar sem hver einasti íbúi hefur fengið vitneskju um hvað hann á að gera við slíkar aðstæður ef rýmingar er þörf á svæði því sem viðkomandi býr.
Hvar á fólk að safnast saman til dæmis og fl, og fl.
Öll slík vitneskja þarf að vera til staðar fyrirfram þar sem rafmagnsleysi getur orsakað skort á boðskiptum gegnum útvarp m.a.
Við getum gert betur en þetta, að mínu áliti.
kv.Guðrún María.
Annar ekki umferð ef rýma þarf borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Þriðjudagur, 11. september 2012
Mætti í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þar sem tekið var fyrir aftur mál húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar gegn mér sem frestað var þann 16.júli í sumar, og ég fékk að leggja fram geinargerð i málinu, en úrskurður verður kveðinn upp síðar af dómi.
Áður en til dómshalds kom í sumar leitaði ég til félagsráðgjafa félagsþjónustu hér í bæ, sem samkvæmt minni bestu vitnesku um lög um félagsþjónustu ber að finna úrlausnir í húsnæðismálum áður en fólki er vísað á götuna, í þessari tekjustöðu einstaklings.
Viðkomandi aðili gat ekkert gert, engar ráðleggingar um eitt eða neitt, aðeins svar um að ekkert væri hægt að gera.
Kallaði þó á yfirmann húsnæðisskrifstofunnar sem sagðist skyldu skoða hvort nokkuð væri verið að gera vitleysu, vitandi það að húsaleigusamningi hafði verið rift fyrir dómi, og ég engan nýjan fengið, þótt ég hafi greitt leigu þegar ég loks fékk að gera það frá áramótum 2012.
Jafnframt hafði ég samband við ráðgjafa sonar míns sem setið hefur með mér fundi í langan tíma meðan á sjúkrahúsdvöl stóð og með vitnesku um útskrift heim sem búsetuúrræði, en sá hinn sami gat heldur ekki gert neitt.
Ég leitaði einnig til formanns fjölskylduráðs bæjarins sem tók sér tíma að skoða málið en ég náði í áður en til mætingar þann 16.júli kom en sá gat ekki gert neitt.
Jafnframt leitaði ég til yfirmanns fjölskyldusviðs þjónustu þessarar sem í raun vísaði á undirmenn sína og ákvarðanir þeirra og gat ekkert gert.
Eftir að ég fékk boðun í dóm í sumar þar sem það kom fram að gjörðin væri að rifta við mig húsaleigusamnngi sem ég engan hef.... þá hafði ég tvö daga fram að helgi til þess að reyna að fá papppíra þar um því slíkt fylgigagn var ekki sent með frá lögmanni við greiðsluáskorun og aðfararaðgerð.
Húsnæðisskrifstofan neitaði og vísaði á lögmanninn, og ég hringdi í lögmanninn
og sú kona sagði við mig, nú þá breyti ég bara kröfunni úr því að enginn samningur er til.
Það er hins vegar ekki fyrr en eftir dómhald í sumar sem ég sé hvað hefur verið lagt inn til dóms til riftingar við mig af lögmanni, sem var
plagg með einni undirskrift, undirskirft yfirmanns húsnæðisskrifstofunnar, en við sama dómhald var lagt fram afrit af öðrum samningi ekki á sama tíma og hinn undirskriftalausi, óvottað.
Nú í dag mætti lögmaður sjálfur aldrei þessu vant með frumrit óvottað.
Ég lagði fram mína greinargerð og frumrit síðasta gilda húsaleigusamnings sem rift var í upphafi árs 2010, og tjáði mig nokkrum orðum um framlögð gögn, en domurinnn tekur sér tíma til úrskurðar.
Fjórir mánuði hafa fyrir mig ekki þýtt annað en óvissu og vinnu við slíkt málavafstur þar sem eitt bréf frá húsnæðiskrifstofu þess efnis að óska þess einfaldlega að ég færi úr húsnæðinu þar sem þeir vildu ekki veita mér frekari frest til þess að greiða niður skuld mína, hefði getað forðað viðbótarkostnaði á annars nægilega mikla skuld til þess að greiða niður til handa lögmanns bæjarins.
Þóknun þar að lútandi er 200 þúsund krónur, til lögmannins sem situr einn að þeim hinum sömu verkefnum fyrir bæjarfélagið en á einnig sæti sem kjörinn fulltrúi í þremur stjórnsýslunefndum, barnaverndarnefnd, yfirkjörstjórn og Eftirlaunasjóði sem aðalmaður.
Einhvern tímann hefði það hið sama ekki verið talið góð stjórnsýsla en stjórnsýsla sem til staðar er eigi að síður og samþykkt hefur verið af sitjandi valdhöfum.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)