Um daginn og veginn.

Mætti í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þar sem tekið var fyrir aftur mál húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar gegn mér sem frestað var þann 16.júli í sumar, og ég fékk að leggja fram geinargerð i málinu, en úrskurður verður kveðinn upp síðar af dómi.

Áður en til dómshalds kom í sumar leitaði ég til félagsráðgjafa félagsþjónustu hér í bæ, sem samkvæmt minni bestu vitnesku um lög um félagsþjónustu ber að finna úrlausnir í húsnæðismálum áður en fólki er vísað á götuna, í þessari tekjustöðu einstaklings.

Viðkomandi aðili gat ekkert gert, engar ráðleggingar um eitt eða neitt, aðeins svar um að ekkert væri hægt að gera.

Kallaði þó á yfirmann húsnæðisskrifstofunnar sem sagðist skyldu skoða hvort nokkuð væri verið að gera vitleysu, vitandi það að húsaleigusamningi hafði verið rift fyrir dómi, og ég engan nýjan fengið, þótt ég hafi greitt leigu þegar ég loks fékk að gera það frá áramótum 2012.

Jafnframt hafði ég samband við ráðgjafa sonar míns sem setið hefur með mér fundi í langan tíma meðan á sjúkrahúsdvöl stóð og með vitnesku um útskrift heim sem búsetuúrræði, en sá hinn sami gat heldur ekki gert neitt.

Ég leitaði einnig til formanns fjölskylduráðs bæjarins sem tók sér tíma að skoða málið en ég náði í áður en til mætingar þann 16.júli kom en sá gat ekki gert neitt.

Jafnframt leitaði ég til yfirmanns fjölskyldusviðs þjónustu þessarar sem í raun vísaði á undirmenn sína og ákvarðanir þeirra og gat ekkert gert.

Eftir að ég fékk boðun í dóm í sumar þar sem það kom fram að gjörðin væri að rifta við mig húsaleigusamnngi sem ég engan hef.... þá hafði ég tvö daga fram að helgi til þess að reyna að fá papppíra þar um því slíkt fylgigagn var ekki sent með frá lögmanni við greiðsluáskorun og aðfararaðgerð.

Húsnæðisskrifstofan neitaði og vísaði á lögmanninn, og ég hringdi í lögmanninn
og sú kona sagði við mig, nú þá breyti ég bara kröfunni úr því að enginn samningur er til.

Það er hins vegar ekki fyrr en eftir dómhald í sumar sem ég sé hvað hefur verið lagt inn til dóms til riftingar við mig af lögmanni, sem var
plagg með einni undirskrift, undirskirft yfirmanns húsnæðisskrifstofunnar, en við sama dómhald var lagt fram afrit af öðrum samningi ekki á sama tíma og hinn undirskriftalausi, óvottað.

Nú í dag mætti lögmaður sjálfur aldrei þessu vant með frumrit óvottað.

Ég lagði fram mína greinargerð og frumrit síðasta gilda húsaleigusamnings sem rift var í upphafi árs 2010, og tjáði mig nokkrum orðum um framlögð gögn, en domurinnn tekur sér tíma til úrskurðar.

Fjórir mánuði hafa fyrir mig ekki þýtt annað en óvissu og vinnu við slíkt málavafstur þar sem eitt bréf frá húsnæðiskrifstofu þess efnis að óska þess einfaldlega að ég færi úr húsnæðinu þar sem þeir vildu ekki veita mér frekari frest til þess að greiða niður skuld mína, hefði getað forðað viðbótarkostnaði á annars nægilega mikla skuld til þess að greiða niður til handa lögmanns bæjarins.

Þóknun þar að lútandi er 200 þúsund krónur, til lögmannins sem situr einn að þeim hinum sömu verkefnum fyrir bæjarfélagið en á einnig sæti sem kjörinn fulltrúi í þremur stjórnsýslunefndum, barnaverndarnefnd, yfirkjörstjórn og Eftirlaunasjóði sem aðalmaður.

Einhvern tímann hefði það hið sama ekki verið talið góð stjórnsýsla en stjórnsýsla sem til staðar er eigi að síður og samþykkt hefur verið af sitjandi valdhöfum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku GMaría mín þetta er alveg ótrúlegur lestur, hvernig er hægt að fara svona með eina mannskju.  Ég trúi því tæplega að það sé ekkert hægt að gera á öllum þessum stigum.  Þú ættir að stinga þessu að DV.  Það virðist vera það eina sem virkar þegar yfirvöld svína á einstaklingum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.  Segi nú bara sendi þér mínar innilegustu kveðjur með von um að einhver einhversstaðar komi og geri eitthvað þér til bjargar. Þú ert búin að vera ótrúlega dugleg í öllu þessu brasi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2012 kl. 09:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil mín, ég bíð bara úrskurðar dómsins núna og einnig niðurstöðu stjórnsýslukærunnar sem er til meðferðar í úrskurðarnefnd ráðuneytisins sem kemur einhvern tímann.

Takk fyrir góðar óskir og ráð, elsku og umhyggju.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2012 kl. 00:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér allt í haginn GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband