Hve mikil þjónustuskerðing, hvar og hvenær ?

Það er sannarlega ánægjulegt ef tölulegar upplýsingar gefa til kynna betri rekstarlegar forsendur, en getur það verið að þjónustustigið hafi eitthvað breyst eða er það ef til vill hið sama ?

Í nokkuð mörg ár hefi ég rætt um það að þjónustustig sveitarfélaga væri skilgreint á þann veg að gæði þjónustu fyrir skattfé á hverjum stað væri eitthvað sem íbúum væri ljóst til samanburðar millum sveitarfélaga.

Raunin er nefnilega sú að sveitarfélög á landinu hafa gegnum tíðina viðhaft mismunandi upphæð skattprósentu til handa íbúum þótt eftir hrun hafi flest öll farið í það að hækka prósentu í topp, en það hið sama skiptir miklu máli svo ekki sé minnst á pólítiska ákvarðanatöku um innbyrðis regluverk á hverjum stað, og útdeilingu fjármuna í verkefni hvers konar.

Nægir þar að nefna upphæð leikskólagjaldtöku fyrir börn, sem að mínu áliti ætti að vera sú hin sama á öllu landinu, en ekki mismunandi eins og til staðar er.

Fleira mætti nefna í þessu sambandi en samhæfingar er þörf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sveitarfélögin rétta úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband