Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Hæfur þingmaður yfirgefur stjórnmálasviðið.
Mánudagur, 10. september 2012
Mér finnst ástæða til þess að þakka Ólöfu Nordal fyrir þáttöku hennar í stjórnmálum, því hún hefur staðið sig vel sem málefnalegur þingmaður í hvarvetna.
kv.Guðrún María.
Skilur vel ákvörðun Ólafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilji löggjafans þarf að vera skýrt orðaður í lögum landsins.
Mánudagur, 10. september 2012
Það er til góð lög og það eru til slæm lög hér á landi að mínu áliti en góð lög eru þau lög sem auðvelt er greina á milli hvað skal og ekki skal, ekki hvað síst þegar kemur að því atriði hvort stórfyrirtæki geti með einhverju móti komist milli þils og veggjar að uppkaupum á auðlindum landsins en jafnframt fyrir almenna framkvæmd mála í stjórnsýslu sem og dómsstóla til að dæma eftir.
Það eru nú nokkuð mörg ár síðan ég lagði til að eitt þingár á Alþingi Íslendinga yrði tekið í það eitt að yfirfara gildandi lög í landinu með tilliti til þess að skoða hvað stangist á og laga þarf, taka úr notkun og yfirfæra.
Vald ráðherra hverju sinni til þess að setja reglugerðir við lög mætti takmarka að mínu viti og gera þá kröfu að reglugerðasetning kæmi til skoðunnar þingheims.
Réttarfar hlýtur að mótast af lagaumhverfi þvi sem er til staðar í landinu og framkvæmdvaldi er ætlað að framkvæma en aðhald að því hinu sama á hverjum tíma er vissulega nauðsynlegt þar sem óskýr lög, innihalda túlkun um framkvæmd.
Í upphafi skyldi því endir skoða í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenzka stjórnsýslan og stjórnsýslulögin.
Sunnudagur, 9. september 2012
Er það ekki alveg ofur eðlilegt að kjörinn fulltrúi í nefndir og ráð í einu bæjarfélagi sitji jafnframt einn að verkefnum er varða ákveðna tegund þjónustu við hið sama bæjarfélag og bæjarfélagið greiðir fyrir meðan sömu aðilar sitja við þá hina sömu valdatauma ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Eyjamenn í kvótakerfismál.
Laugardagur, 8. september 2012
Ef það er svo að allir sveitarstjórnarmenn á landinu utan Vestmannaeyja hafi hingað til getað gripið inn í með sama hætti og Vestmanneyingar eru að gera hvað varðar forkaupsrétt í þessu efni, þá verður óhjákvæmilega til sú spurning, hvers vegna hefur það ekki verið gert fyrr ?
Auðvitað eru öll sveitarfélög ekki í sömu stöðu og Eyjamenn, hvað það varðar að geta nýtt sér þann hinn sama forkaupsrétt einfaldlega fjárhagslega.
Hins vegar kann það að verða mjög fróðlegt að sjá , hver niðurstaða dómsstóla í slíku máli kemur til með að verða.
kv.Guðrún María.
Málið stærra en Vestmannaeyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lög um lög frá lögum til laga...
Laugardagur, 8. september 2012
Búin að vera á kafi í lagasafni íslenska lýðveldisins, við leit að tilvitnunum í lög um það málavafstur sem ég stend í, til þess að leggja fram greinargerð í þvi hinu sama máli fyrir dóm á mánudag.
Reyndar finnst mér nú frekar lítill tími gefin fyrir málsmeðferð þá hina sömu aðeins 5 mínutur að sjá má í dagskrá dómsins, en það kemur í ljós hvernig það verður í framkvæmd sinni.
Ég tel það ljóst að stjórnsýsla hér að lútandi getur skapað sér skaðabótaábyrgð með tilraun til löggerninga fyrir dómi sem engir pappírar eru fyrir og vonandi hafa menn vit á því að draga mál þetta til baka á mánudaginn í ljósi innkominna pappíra við fyrra dómshald, þar sem engin fundust frumritin af húsaleigusamning til að rifta.
kv.Guðrún María.
Málfarsblogg með pólítisku ívafi á stundum.
Föstudagur, 7. september 2012
Eiður á heiður fyrir að nenna þvi að leiðrétta ambögur í íslensku málfari í fjölmiðlum, en bloggin hans hafa nú á stundum verið með pólítsku ívafi, annað verður ekki sagt þar sem á stundum fellur ekki mikið kusk á þá menn sem honum eru samferða í pólítik en aðrir fá á stundum óvægna gangrýni frá þeim hinum sama, þar að lútandi.
Nauðsyn þess að viðhalda íslensku málfari er heilmikið en það er hverju orði sannara að hver og einn sem reynir að gera það ítrekað fær á sig stimpilinn nöldrari.
kv.Guðrún María.
Einhver þörf fyrir að rífa kjaft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geta íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ekki þjónað íslenskum markaði ?
Föstudagur, 7. september 2012
Það er ekki langt síðan að sú er þetta ritar leitaði dyrum og dyngjum að 5 lbs pakkningum af frosinni ýsu sem ætíð var til sölu hjá fleri en einni verslanakeðju hér um tíma, en var gjörsamlega ómögulegt að finna nú fyrir skömmu síðan.
Loksins rakst ég á slíka pakkningu hjá Hagkaup í Garðabæ frá Nesfiski í Garði, og þakkaði mínum sæla fyrir að finna það hið sama því þessi pakkning hentar vel á mínu heimili.
Það er hins vegar sérstakt ef það þarf að vera skortur á fiski hér á landi í öllum mögulegum framleiðslupakkningum í raun, og ég trúi þvi ekki að íslensk fyrirtæki geti ekki staðið sig betur að þjóna íslenskum markaði.
kv.Guðrún María.
Íslendingar borða innfluttan fisk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég kaus ekki að verða öryrki.
Fimmtudagur, 6. september 2012
Sé það eitthvað sem ég hefi þakkað fyrir alla tíð er það að hafa haft vinnugetu, sem ég hafði, áður en ég lenti í slysi því, sem henti mér út af vinnumarkaði fyrir tveimur árum og orsakaði það að ég er nú í dag öryrki.
Aðstæður öryrkja er hins vegar ekki eitthvað sem mér var ókunnugt um því ég lagði vinnu mína í baráttu fyrir sjúklingum sem lent höfðu í læknamistökum og máttu þurfa að meðtaka örorku vegna þess hins sama á árunum 1995-1997, í samtökum sem stofnuð voru af þeim hinum sömu, en þar var um að ræða réttindabaráttu sem meðal annars varðaði aðgang að upplýsingum sem og rannsókn opinberra aðila á málum þar að lútandi.
Til komu lög um réttindi sjúklinga og lög um sjúklingatryggingu sem og endurskoðun á Læknadeild TR, með úttekt Ríkisendurskoðunar þar að lútandi og endurbótum ýmsum í kjölfarið mér best vitanlega.
Ég verð að játa að ég furðaði mig á frétt þess efnis í dag að TR, óttaðist fjölgun öryrkja vegna þess að atvinnuleysisbótaréttur væri uppurin og skil ekki hvernig þeir sem ekki hafa tapað læknisfræðilegri getu til vinnu, geta mögulega orðið öryrkjar, er það hægt og ef svo er, hvað er þá að í þessu blessuðu kerfi okkar enn þann dag í dag ?
kv.Guðrún María.
Veðurfarið er breytt, hér á landi sem annars staðar.
Miðvikudagur, 5. september 2012
Hvort sem mönnum líkar betur eða ver, þá erum við að upplifa breytt veðurfar hvar svo sem orsaka þess hins sama er að leita.
Breytt veðurfar er eitthvað sem maðurinn þarf sannarlega að taka inn í heildarmynd hinna ýmsu þátta í atferli sínu hér á jörð, hvað varðar mögulegar orsakir um áhrif á það hið sama ellegar breytt lífsskilyrði hvað varðar ræktun framleiðslu og áhrif á tilvist i lífkeðjunni.
Vitund um rannsóknir og viðmið af því hinu sama er eitthvað sem öllum er hollt að skoða og hafa í huga.
kv.Guðrún María.
Skaflinn í Esjunni horfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðismenn hrista af sér fylgið.
Miðvikudagur, 5. september 2012
Eins og það kemur mér fyrir sjónir hefur Ragnheiður Elín staðið sig vel sem þingflokksformaður síns flokks og afskaplega sérkennileg ákvörðun að skipta um formann, nú, því ekki var Illugi að koma úr barnseignarfríi og afar sérkennilegt að sá hinn sami hafi eitthvað einkaleyfi á stöðu þingflokssformanns þar á bæ, þótt sá hinn sami hafi gegnt henni áður.
kv.Guðrún María.
Skora á þingflokkinn að endurskoða ákvörðunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |