Einræðisvald Bandaríkja Evrópu ?

Þróun Evrópusambandsins í átt að forræðishyggju á nær öllum sviðum svo ekki sé minnst á tilraunir til þess að beita refsiaðgerðum í þágu bandalagsþjóða gegn ríkjum utan sambandsins mun seint verða talin lýðræðisleg aðferðafræði.

Ég held að Nigel Farage, lýsi afar vel tilraunum sambandsins til þess að eiga ítök á Íslandi með þeim orðum að það hið sama sé

" sambland af fjármunum, diplómatísku ráðabruggi og blygðunarlausum hótunum. "

Allt þetta höfum við nú séð og ef þeir ráðamenn sem standa við stjórnvölinn ætla að samþykkja þá hina sömu aðferðafræði, þegjandi og hljóðalaust, þá er illa komið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ánægjulegt að styðja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Einnig er til viðlíka hæli og "fáfjánahælið við Austurvöll" í fleiri þjjóðum er okkur um kringja,

Óskar Guðmundsson, 15.9.2012 kl. 03:28

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég sé engan mun á kúgunum Breskra stjórnvalda og kúgunum EES-ESB-ríkja-"stjórnenda" (hertekinna ríkisstjórna EES-ESB).

Norska ríkisstjórnin er kominn í EES-ESB-kúgana-ræsið.

Gleymum ekki að Bresk stjórnvöld fundu embættismanna-mútuleið á Íslandi, til að láta Íslensk stjórnvöld og almenning á Íslandi trúa því að þeir hefðu unnið fiskveiði-landhelgisstríðið.

Bresk stjórnvöld notuðu ólöglegar og siðlausar aðferðir við að bæði éta Íslands-kökuna og eiga hana. Svo tala Bresk stjórnvöld um sjálfstæði og fullveldi Íslands!

Sömu mútu-hertöku-aðferðir notar EES-ESB-sambandið ólöglega og siðlausa, (þeir ætla að "læra" fiskveiðar af íslendingum, þótt ráðgjöfin komi frá herbúðum EES-ESB)!

Svo er þetta Breta-stjórnvalds-stýrða EES-ESB-fjórfrelsis-bankaráns-samband kallað friðarbandalag! Jesúsína Maríu og Jósefsdóttir hjálpi okkur öllum! Ekki væri verra ef almættið og allar góðar vættir myndu hjálpa allri heimsbyggðinni líka.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 07:26

3 identicon

Segja þessu EES drasli upp bara í hvelli.. fáum þessa 40 þús íslendinga heim sem starfa og nema í skjóli hans.. Hvað með það þó tollum og vörugjöldum verði skellt á allan útflutning þangað.. Og hverjum er ekki skítsama um frelsið til að selja þjónustu til svæðisins...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 10:36

4 identicon

Þegar fólk er farið að sækja sinn stuðning og pólitísku réttlætingu í skoðanir hægri öfgamanna er e.t.v. kominn tími til að staldra við og endurskoða afstöðu sína. Og þegar trúarhitinn er orðinn það mikill að rök og staðreyndir eru hundsaðar og víkja fyrir slagorðum, upphrópunum, lítillækkandi uppnefnum á þeim sem ekki eru sammála í trúarofstækinu og órökstuddum staðhæfingum verður fólk ómarktækt. 

sigkja (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 00:02

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gleymum ekki óheftu frelsi ólöglegs og eftirlitslausa bankaráns-Seðlabanka Evrópusambandsins...

Það er nauðsynlegt að sjá heildarmyndina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2012 kl. 00:05

6 Smámynd: Elle_

- - - Allt þetta höfum við nú séð og ef þeir ráðamenn sem standa við stjórnvölinn ætla að samþykkja þá hina sömu aðferðafræði, þegjandi og hljóðalaust, þá er illa komið.- - -

Guðrún María, Jóhönnustjórnin notar sömu aðferðafræði, sömu kúgun og ofbeldi.  Og hefur alltaf gert.  Þannig að það er ekki EF.

Elle_, 16.9.2012 kl. 01:00

7 Smámynd: Elle_

Og hvaða ´hægri öfgamenn´ er SIGKJA nú að tala um?  Enn úti á hafi, SIGKJA?  Hvað kemur Brussel-málið ´hægri öfgamönnum´ við??

Elle_, 16.9.2012 kl. 01:04

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mín skoðun er sú að hægri öfgamenn vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið, hverjum flokki sem slíkir tilheyra.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2012 kl. 01:37

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðrún María. Ég er sammála þér að hægri-öfgamenn vilja í ESB.

Það flækist hins vegar fyrir mínum skilningi, hvers vegna vinstriflokkar og svokallaðir miðju-allskonar-flokkar ætla sömu vonlausu öfgaleiðina!

Eftir því sem ég skil og veit, þá eru það formenn/framkvæmdarstjórar SA og ASÍ, sem stjórna öllu spillingarbatteríinu, og til þess nota þeir lífeyrissjóði og bankainnistæður landsmanna á ólöglegan hátt.

Á skýrmæltri og skiljanlegri íslensku heitir þetta ólöglega verklag SA og ASÍ-forystumanna: lífeyrissjóðs og valdarán!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2012 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband