Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Til hamingju með daginn Reykjavík.

Hef enn ekki heimsótt höfuðborgina á " menningarnótt " en litið augum flugelda úr fjarlægð á þessum afmælisdegi höfuðborgarinnar.

Kanski fer maður í göngutúr niður Laugaveginn um miðjan dag á morgun, og ef til vill upp Skólavörðustiginn svona til þess að skoða gamlar slóðir sem gengnar hafa verið gegnum tíðina í borginni.

Það er ekkert nema gott um það að segja að menn haldi menningu á lofti eins og einn dag þegar afmæli er til staðar.

kv.Guðrún María.


Fólkið og stjórnmálin.

Stjórnmálaflokkar verða til vegna þess að fólk starfar innan þeirra og kýs sér fulltrúa í framboð til annað hvort þings eða sveitarstjórna.

Stefnur og straumar í stjórnmálum af hálfu þeirra flokka sem taka þátt hverju sinni veltur á þáttöku hins almenna flokksmanns í starfi þeirra hinna sömu, varðandi það atriði að koma sínum eigin sjónarmiðum á framfæri um þá þróun mála sem viðkomandi vilja sjá í sínu samfélagi.

Það er algeng klisja eftir hrunið að flokkakerfið sé ónýtt og til þurfi að koma " nýjir flokkar " en er það svo einfalt ?

Það held ég ekki, þótt auðvitað sé það sjálfsagt að nýjir flokkar komi fram og reyni sig á stjórnmálasviðinu þá vill það oft verða að einhver einn leiðtogi sem segir skilið við flokk sem hann var kosinn fyrir, leiðir slíkan hóp og nær sjálfur brautargengi á þing, með eins manns atkvæði þar inni og áhrifaleysi þar að lútandi.

Þáttaka almennings í stjórnmálum mætti vera miklu meiri, miðað við áhuga manna á aðgerðum stjórnmálamanna almennt.

Með öðrum orðum, þeir sem vilja hafa áhrif þeir þurfa að taka þátt.

kv.Guðrún María.


Í upphafi skyldi endir skoða.

Af hverju samþykkti VG, stjórnarsáttmálann án þess að þjóðin væri spurð um vilja til aðildar að Evrópusambandinu ?

Af hverju ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Miklar fórnir í samstarfinu við Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykkti VG í Reykjavík stjórnarsáttmálann ?

Ósköp og skelfing er það nú seint og um síðir að reyna að fara að tala fyrir stefnu eins flokks sem var stungið undir stól, fyrir ríkisstjórnarsamstarf með öðrum flokki eins og Vinstri hreyfingin Grænt framboð gerði.

Þessi málamyndasjónleiksstjórnmálabarátta ætti að heyra sögunni til, enda endurtekin leiksýning allra handa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja Samfylkingu þverskallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgangur að upplýsingum í Hafnarfirði.

Það hljóta að vera hagsmunir íbúa að fá að vita hvers eðlis ákvarðanataka kjörinna fulltrúa er hverju sinni, um þeirra eigin hagsmuni.

Við höfum nú fengið að vita í hverju ákvarðanir eru fólgnar í þessu tilviki hvað varðar óseldar lóðir að veði gagnvart bankaskuldum.

Hvað mig sjálfa varðar sem íbúa í Hafnarfirði gat ég ekki fengið upplýsingar um það fyrr en til dómshalds kom, hvaða skjöl voru lögð fram af hálfu bæjarins til riftunar á húsaleigusamningi við mig.

Endurtekin dómstólameðferð í þessu sambandi þar sem neitað var aðgangi að skjölum var að mínu áliti offar, þar sem samningi slíkum hafði áður verið rift fyrir dómi.

Engum til hagsbóta hvorki mér né bæjarsjóði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hagsmunir íbúa ganga fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi hljóta að vera ofar stjórnmálastefnum einstakra flokka, eða er það ekki ?

Mbl á heiður skilið fyrir vandaða umfjöllun um þessi mál og það vakti athygli mína hve vel var að verki staðið í þessu efni sem er hvoru tveggja gott og ánægjulegt og viðkomandi því vel að því komin að fá verðlaun fyrir verkið.

Það getur engin stjórnmálaflokkur eignað sér mannréttindabaráttu hvers konar þótt því miður örli á stundum á slíkum tilburðum í voru samfélagi, mannréttindi hljóta að ganga ofar stjórnmálastefnum til vinstri og hægri hvarvetna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Standa við mannréttindaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðræn vandamál hafa ekki mátt kosta of mikið gegnum árin, hvar sem er.

Því miður eru enn fordómar í garð þeirra sem eiga við geðræn vandamál að etja hér á landi sem m.a birtast í fjármagni því sem varið er til málaflokksins hvort sem er á vegum sveitarfélaga eða ríkis.

Aðstaða sú sem Barna og unglingageðdeildin hafði fyrir nokkrum árum sem var að mínu áliti allt að því ómöguleg fyrir starfsfólk sagði sína sögu í því efni.

Auðvitað er sjálfsagt að samhæfa og samhæfa vinnubrögð en það breytir ekki þeirri staðreynd að fjármunum þarf að verja til þessarar tegundar sjúkdóma eins og annarra sjúkdóma sem hrjá manninn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Geðsjúkir fangar þurfa meiri hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingunni ómögulegt að eygja stöðuna í Evrópu ?

Það skyldi þó aldrei vera að Samfylkingin myndi þurfa að endurskoða eigin stefnuskrá varðandi Evrópumálin að kröfu flokksmanna, þar sem forystumenn flokksins við valdataumana virðast neita að horfast í augu við það að allt annað efnahagslandslag er á ferð nú en þegar umsókn var lögð fram.

Ég sé ekki betur en Samfylkingin sé að einangrast í íslenskum stjórnmálum vegna þessa máls.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vitlausasta hugmyndin að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að bjarga þjóðarskútunni af strandstað, eða hvað ?

Hve margir nýjir skattstofnar eru forsendur þeirra talna sem hér koma fram ?

Hve mikill samdráttur hefur orðið í kjölfarið af ákvörðunum um það að leggja á skatta á skatta ofan ?

Kanski er búið að koma þjóðarskútunni af strandstað en hafa menn efni á því að kaupa olíu á dallinn til áframhaldandi siglingar eða verða til enn nýjir skattstofnar til þess hins sama ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Betri greiðsluafkoma ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Ég á það til að gleyma því að gera ekki of mikið í einu þegar ég er að reyna að þrífa í kring um mig, sem aftur kostar það að gera ekki neitt næstu daga, til að ná úr sér verkjum.

Mér finnst ég aldrei geta gert nógu mikið eins og ég vildi gert hafa, en veit að ég verð að gjöra svo vel að sætta mig við það að geta ekki gert það sem ég gerði áður en bakið varð ónýtt.

Sennilega er ég ekki búin að meðtaka það alveg ennþá, það tekur tíma.

Undirliggjandi óvissa um húsnæðismál er eitthvað sem ég sofna með á kvöldin og vakna með á morgnana, en reyni að víkja burt úr huganum yfir daginn með viðfangsefnum sem varða eitthvað annað.

Af gefinni reynslu gegnum lífið veit ég að maður má ekki drukkna í vandamálum við að fást, þótt á stundum virðist þau hinu sömu eins og óbrúaðar ár, á stundum.

Lífið heldur áfram og alltaf skyldi maður finna ánægju í einhverju því sem maður tekur sér fyrir hendur, hvað svo sem það er, það er hægt.

Ég trúi því að sannleikurinn geri mennina frjálsa, en frelsið á sér vissulega mörk því innan marka frelsisins fáum við þess notið.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband