Fólkið og stjórnmálin.

Stjórnmálaflokkar verða til vegna þess að fólk starfar innan þeirra og kýs sér fulltrúa í framboð til annað hvort þings eða sveitarstjórna.

Stefnur og straumar í stjórnmálum af hálfu þeirra flokka sem taka þátt hverju sinni veltur á þáttöku hins almenna flokksmanns í starfi þeirra hinna sömu, varðandi það atriði að koma sínum eigin sjónarmiðum á framfæri um þá þróun mála sem viðkomandi vilja sjá í sínu samfélagi.

Það er algeng klisja eftir hrunið að flokkakerfið sé ónýtt og til þurfi að koma " nýjir flokkar " en er það svo einfalt ?

Það held ég ekki, þótt auðvitað sé það sjálfsagt að nýjir flokkar komi fram og reyni sig á stjórnmálasviðinu þá vill það oft verða að einhver einn leiðtogi sem segir skilið við flokk sem hann var kosinn fyrir, leiðir slíkan hóp og nær sjálfur brautargengi á þing, með eins manns atkvæði þar inni og áhrifaleysi þar að lútandi.

Þáttaka almennings í stjórnmálum mætti vera miklu meiri, miðað við áhuga manna á aðgerðum stjórnmálamanna almennt.

Með öðrum orðum, þeir sem vilja hafa áhrif þeir þurfa að taka þátt.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband