Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Um daginn og veginn.
Þriðjudagur, 19. júní 2012
Er búin að vera að skríða inn í skelina undanfarna daga, hálf niðurdreginn yfir mótlæti þar sem mér finnst ég ekki mæta skilningi í ljósi ákveðinna aðstæðna.
Veit ekki, kanski eru minar væntingar bara ofmat af minni hálfu, veit ekki, en eitt veit ég þó að ekki eru allir að vinna hlutina eins og vera skyldi, því miður og viðkvæðið er að vísa á næsta mann sem getur ekkert gert frekar og sá þriðji er í sumarfríi.
Það er gömul og ný saga að þurfa vera á tánum við það að reka á eftir því sem einhver hefur sagt að eigi að gerast innan svo og svo langs tíma og í febrúar lagði ég inn umsókn um örorkulifeyri í minn lifeyrissjóð sem átti að taka tvo mánuði, þá yrði haft samband við mig og ég kölluð í mat, en nú er að verða kominn júli, og ég hringdi fyrir stuttu til að ítreka það hið sama, en hef ekkert heyrt enn.
Just typical...
kv.Guðrún María.
Blómsveigur var lagður.... hádegisfréttir RUV.
Mánudagur, 18. júní 2012
Ég tók eftir því að í hádegisfréttum ruv, hófust orð með þessum hætti, þ.e, blómsveigur var lagður að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, en ekki
Forseti Íslands lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, líkt og verið hefur venjan mjög lengi.
Sitjandi forseti leggur jafna blómsveig á þessum degi og þótt forsetakosningar séu framundan þá er sitjandi forseti í landinu, gleymist það þarna ?
kv.Guðrún María.
Trúin á markaðsformúlur í formi stærðarhagkvæmni, hefur beðið hnekki.
Mánudagur, 18. júní 2012
Ég hefði nú frekar haldið að skynsemi ráðamanna væri ofar " feikilegu valdi " af hálfu iðnríkja til þess að ná stjórn á þeim skuldavanda sem skapast hefur og er hluti af hinni guðdómlegu trú manna um endalausan vöxt markaða bara ef þeir væru nógu stórir....
Evrópusambandið hlýtur að þurfa að lita í eigin barm og endurskoða eigin tilvist í ljósi þess að stórkostlegur kostnaður fer í hin ýmsu form þessa ríkjabandalags Evrópu ekki aðeins í formi eftirlits með reglugerðum um það öll Evrópa skuli merkt með hvítri málningu við útafakstur af þjóðvegum, heldur einnig í alls konar rannsóknarverkefni sem kostuð eru hér og þar og kanna þarf hve miklum tilgangi skilar í raun.
Er það eðlilegt að Evrópa rammi sig inn í markaðsbandalag sem setur skilyrði gagnvart þjóðum utan þess og ef mönnum finnst svo vera, þá hvers vegna ?
Er ekki munur á viðskiptabandalagi og markaðsbandalagi þar sem eitt stykki ríkjabandalag í einni álfu heims, ætlast til þess að innlimum ríki samþykki stjórnarskrá þess hins sama bandalags til innlimunar ?
Til hvers ?
kv.Guðrún María.
Gæti þurft feikilegt vald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlaut að vera.
Mánudagur, 18. júní 2012
Það glampaði á vegginn hjá mér eins og af eldingu hér í Setberginu, en ég beið eftir að heyra þrumur en heyrði engar og velti því fyrir mér hvort mér hefði missýnst eða hvað...
Gott að vita, hvað þetta var.
kv.Guðrún María.
Alhvít jörð og eldingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við Íslendingar skyldum aldrei framselja fullveldi þjóðarinnar.
Sunnudagur, 17. júní 2012
Fullveldi okkar Íslendinga er ungt og enn í mótun þeirra lýðræðislegu framfara sem mögulegar eru í fullvalda ríki.
Ráðamenn á hverjum tíma hvoru tveggja þurfa og verða að vera tilbúnir til þess að taka þátt í lýðræðisþróun, sem til dæmis sú ákvörðun forseta Íslands að visa Icesavemálinu til þjóðarinnar, var, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.
Upplýsinga og stjórnsýslulagasetning var á sínum tíma umbót til framfara ásamt embætti Umboðsmanns Alþingis.
Við getum lengi þróað lýðræði en forsenda til þess að ráða eigin málum í nútíð og framtíð er fullveldi þjóðarinnar, sem aldrei skyldi framselt með einum eða öðrum hætti.
kv.Guðrún María.
Hér talar stjórnarþingmaður og fyrrverandi ráðherra sem ýtt var út úr ríkisstjórn.
Laugardagur, 16. júní 2012
Samstaða um mál er ekki fyrir hendi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og VG, og fyrrum ráðherra sjávarútvegsmála viðurkennir það hið sama hér og nefnir það að umdeild mál hafi verið sett á dagskrá fyrir þinglok.
Jón er einn af fáum liðsmönnum VG, sem staðið hefur vörð um stefnu VG, hvað varðar andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, sem er aðal áhugamál Samfylkingarinnar alveg sama hver þróun mála í Evrópu er.
Sökum þess er áhersla á aðlögunarstyrki að sjá má ofarlega á dagskrá, þótt þjóðin hafi ekkert verið spurð um vilja til þess hins sama.
kv.Guðrún María.
Stjórnin ber ábyrgð á stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veit ríkisstjórnin hvað hún vill ?
Laugardagur, 16. júní 2012
Það er ekki nóg að henda fram hundrað hugmyndum um misviturlegar breytingar ef þingmeirihluti sitjandi stjórnar hefur ekki áður náð samstöðu um þau hin sömu mál.
Á þá bara að skammast út í stjórnarandstöðu fyrir að reyna að ræða málin á Alþingi, þótt innan stjórnarflokka ríki ekki samstaða um aðferðafræðina ?
Mig undrar ekki að óskað sé eftir skriflegu samþykki um framgang mála.
kv.Guðrún María.
Treystum ekki ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um daginn og veginn.
Föstudagur, 15. júní 2012
Fór í síðasta tímann í sjúkraþjálfun, eftir samfellda sjúkraþjálfun frá því í lok nóvember 2010 og nú mun koma í ljós hvernig heilsutetrið verður án þess að vera í stöðugri meðferð í bili alla vega.
Sjúkraþjálfunin hefur verið mér mikil hjálp og miklar framfarir hafa átt sér stað í þessu fagi það get ég vottað ekki hvað síst þar sem hin ýmsu hjálpartæki eru nú tilkomin sem ekki voru til staðar áður.
Ég er afskaplega þakklát fyrir þessa þjónustu því þaðan hefi ég fengið flest ráð um það hvað ég megi gera og hvað ekki, hvað varðar mína heilsu.
Ég get gengið en má ekki hlaupa, og gangan er svo mikilvæg að að hálfa væri nóg, því hreyfingarleysið þýðir offitu en auðvitað skiptir mataræðið máli í þvi sambandi og þarf að vera í hófi.
Hafi ég ekki vitað það áður að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur hvað varðar heilsuna, þá veit ég það örugglega núna.
kv.Guðrún María.
Ef viðmið sjóðanna stenst ekki þá þarf að endurskoða skipulagið.
Fimmtudagur, 14. júní 2012
Getur það verið að við Íslendingar þurfum allan þennan fjölda af lífeyrissjóðum, okkur til handa ?
Getur það verið að þar þurfi að koma til sögu hagræðing ?
Vinnuveitendur eiga ekki að vera inni í stjórnum lífeyrissjóða og hvenær svo sem verkalýðshreyfing þessa lands gerir sér grein fyrir því hinu sama, en sá dagur mun koma.
Sé þessi frétt upplýsing þess efnis, að hver sjóðurinn á fætur öðrum hoppi nú fram með yfirlýsingar um skerðingar til sjóðsfélaga, á áunnum réttindum, þar sem viðmið um raunávöxtun hafi ekki náðst, þá er það svo að skipulagið þarf að endurskoða á Alþingi um starfssemi lifeyrissjóða og lögbundna sjóðsöfnun þar að lútandi að launum verkamanna sem fyrir löngu síðan hefði átt að eiga sér stað en hefur ekki verið gert.
kv.Guðrún María.
Höft þrengja að sjóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunir Íslands liggja ekki innan Evrópusambandsins, nú frekar en áður.
Miðvikudagur, 13. júní 2012
Þróun Evrópusambandsins í átt að þjóðríki með sérstakri stjórnarskrá fyrir sambandið var eitthvað sem sannarlega stuðlaði að sundrun sambandsþjóða enda tilgangur bandalagsins sem viðskiptabandalags komin út yfir öll mörk þess hins sama.
Trúin á hinn endalausa vöxt peninga á trjánum einskorðaðist ekki við Ísland, og sambandsríkin í Evrópu fást nú við hið efnahagslega hrun innan sinna vébanda, þar sem aldrei mun ríkja sátt um sérstakar björgunaraðgerðir einstakra ríkja að mínu áliti.
Hvað okkur Íslendinga varðar þá er tímasetning umsóknar um aðild að þessu bandalagi ekki aðeins pólítísk mistök, í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, heldur einnig óásættanleg hvað varðar hagsmuni þjóðarinnar í ljósi óvissu um efnahagslegar forsendur þessa ríkjabandalags.
kv.Guðrún María.
Stöndum frammi fyrir breyttu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |