Trúin á markaðsformúlur í formi stærðarhagkvæmni, hefur beðið hnekki.

Ég hefði nú frekar haldið að skynsemi ráðamanna væri ofar " feikilegu valdi " af hálfu iðnríkja til þess að ná stjórn á þeim skuldavanda sem skapast hefur og er hluti af hinni guðdómlegu trú manna um endalausan vöxt markaða bara ef þeir væru nógu stórir....

Evrópusambandið hlýtur að þurfa að lita í eigin barm og endurskoða eigin tilvist í ljósi þess að stórkostlegur kostnaður fer í hin ýmsu form þessa ríkjabandalags Evrópu ekki aðeins í formi eftirlits með reglugerðum um það öll Evrópa skuli merkt með hvítri málningu við útafakstur af þjóðvegum, heldur einnig í alls konar rannsóknarverkefni sem kostuð eru hér og þar og kanna þarf hve miklum tilgangi skilar í raun.

Er það eðlilegt að Evrópa rammi sig inn í markaðsbandalag sem setur skilyrði gagnvart þjóðum utan þess og ef mönnum finnst svo vera, þá hvers vegna ?

Er ekki munur á viðskiptabandalagi og markaðsbandalagi þar sem eitt stykki ríkjabandalag í einni álfu heims, ætlast til þess að innlimum ríki samþykki stjórnarskrá þess hins sama bandalags til innlimunar ?

Til hvers ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti þurft „feikilegt vald“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband