Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Ólöglegur óþverri sem eyðileggur líkama og sál.
Þriðjudagur, 12. júní 2012
Það er ömurlegt á það að horfa nær hvern einasta dag að umfang þessarar starfssemi sé með því móti að næstum hvern dag séu menn teknir undir áhrifum þessarra efna ellegar lögregla að finna efni út um víðan völl.
Skaðsemi efna þessarra á ungmenni í uppvexti verða til þess að fresta þroska viðkomandi, ásamt því að leiða út á braut annarra og sterkari efna sem hvoru tveggja kunna að gera viðkomandi að fársjúkum fíkli sem aftur framleiðir heilbrigðisvandamál af geðrænum toga, hjá fjölda einstaklinga er leiðast út á þessa braut.
Stofnanir til þess að taka á því hinu sama vandamáli að umfangi, í upphafi eru ekki til hvorki hjá sveitarfélögum né ríkinu, því miður.
kv.Guðrún María.
Kynbætt kannabis á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ofsköttun á fólk og fyrirtæki eykur ekki atvinnu.
Þriðjudagur, 12. júní 2012
Það eina sem ég man í fljótu bragði eftir af hálfu sitjandi stjórnvalda í landinu varðandi hvata til vinnu er endurgreiðsla virðisaukaskatts af viðhaldsframkvæmdum sem er gott og gilt í sjálfu sér en dugar skammt til þess að auka atvinnu.
Einfaldara skattkerfi er eitthvað sem ég tel að muni líta dagsins ljós í framtíðinni, þar sem hinn sífelldi kostnaður við útreikninga þess efnis að færa eina krónu úr vinstri vasanum yfir í þann hægri af hálfu hins opinbera heyrir hugsanlega sögunni til.
Jafnframt er það svo að hvati til þess að vinna, og reka fyrirtæki, verður ætíð að vera til staðar og hvoru tveggja tryggingagjald á fyrirtæki sem og tekjuskattur einstaklinga þarf að vera hófsettur í því sambandi.
kv.Guðrún María.
Höfum ekki efni á ójöfnuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinar ótrúlegustu birtingamyndir eineltis eiga sér stað í voru samfélagi.
Mánudagur, 11. júní 2012
Sú er þetta ritar hefur marga fjöruna sopið í því efni að mega þurfa að berjast fyrir eigin tilvist sem persóna í þessu samfélagi þótt ef til vill sé það álitamál hvort um einelti hafi verið að ræða eða ekki.
Eigi að síður mátti ég meðtaka fyrirvaralausa uppsögn úr starfi árið 1996, hjá vinnuveitandanum Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Dagvist barna sem leikskólastarfsmaður.
Ekki var hægt að fá skýringar á því hvers vegna mér var sagt upp skriflega þær voru sagðar ekki til, og starf mitt til sex ára allt í einu týnt.
Verkalýðsfélagið atti mér félagsmanninum fram til að verja minn rétt en gerði lítið af sjálfsdáðum enda við stjórn borgarinnar gegnum pólítikina, en ég hætti ekki og leitaði með kvörtun til Umboðsmanns Alþingis á þeim tíma, en hann fann þá skjal sem búið hafði verið til um mig og mér hafði verið meinaður aðgangur að, og viti menn skjal þetta var þess eðlis að við áframhaldandi umkvörtun mína til Persónuverndar var niðurstaðan sú að vinnuveitanda var gert að eyða skjali þessu vegna ómálaefnalegra forsendna þar að lútandi.
Þetta tók mig hins vegar tvö ár að standa í þessum bréfaskriftum við aðila alla, en bætur fékk ég engar því mat sérfræðings þar að lútandi var það að ekki borgaði sig fyrir mig að reka mál í þessu efni en uppreisn æru var eigi að síður það sem ég uppskar eftir þessarra tveggja ára baráttu.
Síðar eftir þáttöku um tíma í pólítisku starfi með einu stykki stjórnmálaflokki datt mér í hug að bjóða mig fram til formanns í þeim hinum sama flokki og varð það á að setja eitt like á fésbókinni við síðu sem fyrrverandi flokksmaður og þáverandi þingmaður hafði framsett þar að bæ sem varð að álíka eldi innan flokksins að fá finnast dæmi um, sem ekki varð slökktur fyrr en ég sagði mig úr flokki þessum á vordögum 2009.
Meðal annars var mér ætlað að gefa opinbera yfirlýsingu um dómgreindarleysi vegna þessa " læks " af aðilum þeim er höfðu með málin að gera.
Það er hins vegar þarft að ræða um þessi mál hvort sem teljast einelti eða á hinu gráa svæði þess hins sama og í ljósi þess rifja ég þetta upp núna.
kv.Guðrún María.
Einelti spyr ekki um stöðu fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upplýsingar um lífríki sjávar og veiðar á heimshöfum er spurning um matarforðabúr þjóða heims.
Sunnudagur, 10. júní 2012
Notkun upplýsingatækninnar til þess að hafa ábyrgt eftirlit og yfirsýn yfir notkun manna á auðlindum hafsins er afskaplega þarft mál til þess að þoka áfram.
Hafið er matarforðabúr þjóðanna og hver einasta þjóð hvoru tveggja þarf og verður að vita með allri þeirri mögulegu tækni sem til er hvernig stjórnun veiða úr þessu matarforðabúri gengur og hvernig ástand lífríkis sjávar er við stjórnun þá sem við lýði er.
Réttar upplýsingar eru forsenda ákvarðanatöku allrar í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Forsetinn fundar með Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukin gjaldtaka á kerfið, eykur ekkert réttlæti né leysir nokkurn vanda.
Laugardagur, 9. júní 2012
Það var ekki rétti tíminn til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu í upphaf stjórnartíðar núverandi ríkisstjórnar, frekar en rétti tíminn sé til staðar til þess að setja sjávarútvegsfyrirtæki í landinu í uppnám áframhaldandi rekstrarskilyrða, einungis vegna þess að það var sett í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnarflokka.
Það er aldrei sama hvernig staðið er að breytingum og í upphafi skyldi endir skoða í því sambandi, því aldrei skyldu þær hinar sömu breytingar þurfa að orka tvímælis þjóðhagslega fyrir þjóðarbúið eins og nú er um að ræða.
Breytingar á niðurnjörvuðu kerfisfyrirkomulagi þarf að vinna með tímabundinni aðlögun í hverri einustu atvinnugrein fyrir sig, annað er óráð.
kv.Guðrún María.
Enn rætt um veiðigjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óviðunandi að færa fréttatíma Ríkissjónvarps vegna fótboltaútsendinga.
Laugardagur, 9. júní 2012
Hver og einn einasti landsmaður greiðir útvarpsgjald sem nefskatt ár hvert en nefskattur þessi á að tryggja áhorf á útsendingar ríkisútvarps og sjónvarps.
Samt er hægt að færa og hreyfa til dagskrárliði eins og fréttir á ákveðnum tímum vegna fótboltaútsendinga frá Evrópumóti í fótbolta, sem er að mínu viti alveg fáránlegt.
Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að útsendingar þessar séu alfarið sendar út á annarri rás í þvi magni sem heilt fótboltamót inniheldur og trufli ekki aðalfréttatíma rikissjónvarpsins.
kv.Guðrún María.
EM í háskerpu á sérstakri rás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vildu vinstri jafnaðarmenn allra handa, breyta kvótakerfinu 1998, eða 2003 ?
Föstudagur, 8. júní 2012
Það er allt að því hjákátlegt að horfa á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar hrópa um breytingar á kerfi sjávarútvegs sem þeir hinir sömu höfðu ekki svo mikið sem fyrir að taka til máls um, kosningar eftir kosningar hér á landi.
Nú þegar vinstri menn eru við völd hoppar hver " sérfræðingur " um annan þveran upp á dekk ásamt Evrópusinnum einnig sem allir vilja breyta kerfinu núna eftir dúk og disk, bara einhvern veginn......
Ræða þessarar konu úr Fjallabyggð segir afar margt og ætti að vera hugleiðing fyrir stjórnmálamenn hvar í flokkum sem standa.
kv.Guðrún María.
Þá var engin 110% leið í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn eru ekki gefin út einkaleyfi á mótmæli í landinu.
Föstudagur, 8. júní 2012
Hafa ekki allir leyfi til þess að mótmæla aðgerðum stjórnvalda eða vill Hreyfingin þar flokka menn eftir starfsgreinum og atvinnu ?
Það er mjög fróðlegt satt að segja og vekur upp spurningar um vitund þingmanna um þróun mála til dæmis í sjávarútvegi.
Gapuxagangurinn nær hér nýjum hæðum í máli þingmannsins að sjá má, honum til lítils sóma.
kv.Guðrún María.
Atvinnumótmælendur og þý sægreifa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samstöðufundur með útgerðarmönnum gegn ríkisstjórninni eða öfugt ?
Fimmtudagur, 7. júní 2012
Ég verð nú að játa að hafi manni fundist hver höndin upp á móti annari oft þá á það hið sama einmitt við núna.
Sé ekki betur en einhver hluti fólks sé að mótmæla, mótmælum útgerðamanna meðan annar hópur sem er óánægður með kvótafrumvörp stjórnarinnar mótmælir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í sama hópi.
Það er því ekki gott að segja á hvern veg mótmæli þessi kunna að verða túlkuð þ.e, hvort samstaða með útgerðarmönnum sé til staðar gegn ríkisstjórninni ellegar stuðningur við ríkisstjórnina með sín áform.
Sé ekki betur ein einstakt tækifæri skapist til þess að sjá fiskiskipaflotann í sömu höfninni.
kv.Guðrún María.
Segja kvótakerfið ekki einkamál útgerðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stefnufesta í íslenskum stjórnmálum.
Miðvikudagur, 6. júní 2012
Núverandi stjórnvöld í landinu hafa átt í verulegum vandræðum með ýmis mál í sinni stjórnartíð svo sem stjórn fiskveiða og breytingar á kerfisfyrirkomulagi þar á bæ.
Hvers vegna skyldu þessi vandræði vera til staðar ?
Getur það verið að bæði Samfylking og VG, hafi ekkert verið með fastmótaða stefnu um það hvernig ætti að breyta um í þeim hinum sömu málum.
Ég hygg svo vera og þegar menn vita ekki hvert þeir eru að fara þá er erfitt að leggja í gönguferð.
Hvernig skyldi málum háttað hjá stærsta stjórnarandstöðuflokknum Sjálfstæðisflokki hvað þetta varðar, hafa þeir endurskoðað fiskveiðistjórnun ?
Svarið er Nei það hafa þeir ekki gert.
Það hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar gert með ýtarlegri vinnu þar að baki.
Með öðrum orðum það skiptir máli að menn viti hvert þeir eru að fara og hafi bak við sig meirihluta flokksmanna í sínum flokkum við hvers konar breytingar á fyrirkomulagi í einu samfélagi, hvort sem um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu.
kv.Guðrún María.