Hagsmunir Íslands liggja ekki innan Evrópusambandsins, nú frekar en áður.

Þróun Evrópusambandsins í átt að þjóðríki með sérstakri stjórnarskrá fyrir sambandið var eitthvað sem sannarlega stuðlaði að sundrun sambandsþjóða enda tilgangur bandalagsins sem viðskiptabandalags komin út yfir öll mörk þess hins sama.

Trúin á hinn endalausa vöxt peninga á trjánum einskorðaðist ekki við Ísland, og sambandsríkin í Evrópu fást nú við hið efnahagslega hrun innan sinna vébanda, þar sem aldrei mun ríkja sátt um sérstakar björgunaraðgerðir einstakra ríkja að mínu áliti.

Hvað okkur Íslendinga varðar þá er tímasetning umsóknar um aðild að þessu bandalagi ekki aðeins pólítísk mistök, í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, heldur einnig óásættanleg hvað varðar hagsmuni þjóðarinnar í ljósi óvissu um efnahagslegar forsendur þessa ríkjabandalags.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stöndum frammi fyrir breyttu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband