Ef viðmið sjóðanna stenst ekki þá þarf að endurskoða skipulagið.

Getur það verið að við Íslendingar þurfum allan þennan fjölda af lífeyrissjóðum, okkur til handa ?

Getur það verið að þar þurfi að koma til sögu hagræðing ?

Vinnuveitendur eiga ekki að vera inni í stjórnum lífeyrissjóða og hvenær svo sem verkalýðshreyfing þessa lands gerir sér grein fyrir því hinu sama, en sá dagur mun koma.

Sé þessi frétt upplýsing þess efnis, að hver sjóðurinn á fætur öðrum hoppi nú fram með yfirlýsingar um skerðingar til sjóðsfélaga, á áunnum réttindum, þar sem viðmið um raunávöxtun hafi ekki náðst, þá er það svo að skipulagið þarf að endurskoða á Alþingi um starfssemi lifeyrissjóða og lögbundna sjóðsöfnun þar að lútandi að launum verkamanna sem fyrir löngu síðan hefði átt að eiga sér stað en hefur ekki verið gert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Höft þrengja að sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband