Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Er eitthvað vandamál fyrir kjörstjórnir að hafa kjörseðla með blindraletri ?

Stundum virðast ákveðin tæknileg vandamál sem ætti í praxís að vera frekar auðvelt að leysa, verða að margra ára vandamáli.

Vandamáli sem mætti leysa, með til dæmis reglugerðum þar að lútandi til viðbótar við lagasetningu,

svo sem kjörseðla með blindraletri,

ellegar

aðra tækni þar sem komið er til móts við aðra fötlun einstaklinga á þann veg að viðkomandi geti af sjálfsdáðum látið í ljós vilja sinn í lýðræðislegum kosningum.

Það er til fleira en blýantur nú til dags.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telja túlkun ráðuneytis ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumlegt innlegg af hálfu fræðslufulltrúans.

Ég veit ekki hvað viðkomandi aðili er virkilega að vilja upp á dekk með sínu gifuryrðaflóði í þessu efni, sem óhjákvæmilega fellur aftur í fang viðkomandi, líkt og sandkast í sandkassa.

Stórmerkilegt að menn sem lokið hafa langskólanámi sjái ekki það hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Barátta byggð á „ósannindum og níðrógi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sómi Íslands, sverð og skjöldur.

Núverandi forseti og eiginkona hans hafa staðið vaktina fyrir land og þjóð og framganga forsetans til handa þjóðinni á erlendri grundu í kjölfar Icesavedeilumála er að öllum líkindum kapítuli sem færast mun í sögubækur til handa komandi kynslóðum, um skrefið sem skipti máli til þess að reisa landið úr rústum efnahagshruns.

Skrefið sem forseti með þor og kjark hafði til að bera þar sem sá hinn sami gagnrýndi meðal annars matsfyrirtæki á fjármálamarkaði, og ekki varð annað séð en orð hans skiptu máli í kjölfarið.

Eyjafjallajökull hristi svo heimsbyggðina og kom Íslandi áfram á kortið, svona eins og til að undirstrika orð forsetans.

Forsetahjónin á Bessastöðum eru sómi Íslands, sverð og skjöldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ólafur er ótrúlega vel giftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingin fyrir lýðræði snýst ekki um vinstri eða hægri öfl í stjórnmálum.

Það hefur verið nokkuð forvitnilegt að fylgjast með stuðningsmönnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda forsetakosninga, þar sem svo einkenniega vill til að menn smalast saman líkt og þingkosningar væri um að ræða.

Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnarflokka hafa ekki auðsýnt sérstaka virðingu fyrir embætti forseta Íslands, eftir að sá hinn sami lagði Icesavemálið í dóm þjóðarinnar, og halda mætti á stundum að viðkomandi telji sig hafa einkaleyfi á lýðræðinu meðan " þeirra menn " sitja við valdatauma og þeir hinir sömu geti bara sleppt því bera virðingu fyrir embætti forseta.

Getur verið að þetta sé til þess fallið að byggja upp virðingu og traust í einu samfélagi sem kallar á gildi þess hins sama eftir efnahagshrun ?

Svar mitt er Nei, það er skammarlegt að geta ekki auðsýnt virðingu fyrir lýðræðinu því lýðræðið einskorðast ekki við vinstri eða hægri öfl í stjórnmálum hér á landi, og niðurrif gagnvart réttkjörnum sitjandi forseta Íslands sem umbreytt hefur embætti forseta í átt til aukins lýðræðis er eitthvað sem er í mínum huga þróun til framtíðar.

kv.Guðrún María.


Stórkostlegur fjáraustur í komandi forsetakosningum er hrópandi andstæða við þjóðfélagsástandið í landinu.

Fjöldi manns er án atvinnu á Íslandi og þungur róður er fyrir margar fjölskyldur að takast á við framfærslu sem nemur 150 þúsund krónum á mánuði, en því til viðbótar hafa flest öll gjöld og skattar hækkað í tíð núverandi stjórnvalda í landinu, sem vegur enn frekar að kjörum lægstu tekjuhópa í samfélaginu, atvinnulausra, aldraðra og öryrkja.

Stórkostlegur fjáraustur í komandi forsetakosningum verður þvi hrópandi andstæða við það þjóðfélagsástand sem til staðar er í landinu um þessar mundir.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að frambjóðendur geri grein fyrir sínum fjármunum í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frambjóðendur opni bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórn Íslands tilbúin til þess að leggja Alþingi af ?

Vangaveltur þær sem fjármálaráðherra Þýskalands reifar hér eru til þess fallnar að reka endahnút á tilvist Evrópusamrunans að mínu viti, enda ganga þær út á það að sambandsþjóðir framselji fullveldi sitt og pólitiska ákvarðanatöku um eigin mál til ríkisstjórnar Evrópusambandsins og forseta þess.

Þá þyrfti ekki lengur þjóðþing í löndum sambandsríkjanna þau yrðu óþörf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill að ESB fái ríkisstjórn og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra er sambandslaus við þjóðina.

Það er í raun ótrúlegt að ráðamenn sitjandi ríkisstjórnar í landinu skuli ganga áfram með gler í skó í klettahallir Evrópusambandsins gegn meirihluta þjóðarinnar í máli þessu.

Hér reynir utanríkisráðherra að telja almenningi trú um að Evrópusambandið muni koma með " sérhannaðar lausnir " fyrir Íslendinga í sjávarútvegsmálum en hann gæti eins sagt okkur að það sé Jóladagur á morgun, því slíkar lausnir finnast ekki heldur einungis tímabundin aðlögun að regluverkinu, punktur.......

kv.Guðrún María.


mbl.is Samningsmarkmiðin tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetakosningar 2012.

Mér til mikillar ánægju gaf sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson kost á sér áfram næsta kjörtímabil, eftir áskorun þar að lútandi, sem ég tel skipta máli fyrir okkur Íslendinga.

Forsetakosningar nú innihalda hins vegar marga frambjóðendur mót sitjandi forseta, óvenju marga, þar sem menn bjóða fram krafta sína í þetta æðsta embætti þjóðarinnar.

Í mínum huga eru forsetakosningar ekki " barátta um Bessastaði " heldur forsetakosningar, þar sem æðsti þjóðkjörinn leiðtogi er kosinn til valda.

Ég ætla að greiða mitt atkvæði á kjördag.

kv.Guðrún María.


mbl.is 7.375 búnir að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er sjófuglinn farinn að syngja uppi á landi á sumarnóttum ?

Getur það verið að við Íslendingar ættum að leita frekari skýringa á því hvers vegna sjófuglar halda sig nú uppi á þurru landi stóran hluta árs ?

Getur það verið að við höfum breytt einhverju í lífkeðjunni sem orsakar þessa breytingu og þá hvað ?

Einhverra hluta vegna er lítil sem engin umræða um það hið sama líkt og menn vilji ekki ræða þau hin sömu mál sem þó eru þess eðlis að umbreytingin er flestum ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjöldi tegunda gæti farið veg geirfuglsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúningur fyrir flokkaflakk ?

Eitthvað gengur mikið á hjá viðkomandi þingmanni og óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort þingmaðurinn sé að undirbúa flokkaflakk, miðað við ummælin.

Það yrði þá ekki í fyrsta skiptið sem þingmenn Vestfirðinga gengju úr einum flokk í annan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólína segir ekki farið að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband