Utanríkisráðherra er sambandslaus við þjóðina.

Það er í raun ótrúlegt að ráðamenn sitjandi ríkisstjórnar í landinu skuli ganga áfram með gler í skó í klettahallir Evrópusambandsins gegn meirihluta þjóðarinnar í máli þessu.

Hér reynir utanríkisráðherra að telja almenningi trú um að Evrópusambandið muni koma með " sérhannaðar lausnir " fyrir Íslendinga í sjávarútvegsmálum en hann gæti eins sagt okkur að það sé Jóladagur á morgun, því slíkar lausnir finnast ekki heldur einungis tímabundin aðlögun að regluverkinu, punktur.......

kv.Guðrún María.


mbl.is Samningsmarkmiðin tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þau halda áfram svo lengi sem við leyfum það,þótt sein séum til vandræða. Ég er viss um að þau hafa kortlagt allt heila gillið,enda nokkuð góð með sig vinnandi fyrir sovéteuropa.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2012 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Helga.

Hinn mikli skortur á lýðræðislegri aðkomu þjóðarinnar i máli þessu er og verður æværandi vitnisburður um það hvernig einn flokkur getur fótum troðið lýðræði einnar þjóðar, vegna stefnuskrár sem lýtur ekki endurskoðun.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2012 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband