Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Skattlagning núverandi ríkisstjórnar ofan á skerðingar á skerðingar ofan.

Til hvers í ósköpunum skyldu áunninn réttindi launamanna vera, ef ekki er staðið vörð um þau að hálfu þeirra sem það eiga að gera sem eru þeir hinir sömu og forystumenn í þeim félögum sem þar eru kosnir á hverjum tíma, af launamönnum sem sannarlega skyldu skoða þá stöðu alla.

Núverandi ríkisstjórn hefur gengið fram af klettum í hugmyndum um skatta og gjaldaálögur á landsmenn, svo mjög að þess finnast ekki fordæmi í sögunni.

Skattaálögum sem fyrirfram eru dæmdar til þess að skila sér illa eða ekki í ríkiskassann vegna skorts á yfirsýn yfir eitt stykki samfélag og aðstæður íbúa í landinu.

Þar mætti því í upphafi endir skoða, en auðvitað hefur það ekki verið gert, því krónur og aurar til skjala í nýjum sköttum sem hægt er að tína á ríkisreikningin, geta þýtt hagstæðari tölur um búskapinn í heild áður en kjörtímabíli þessarrar stjórnar lýkur, sem betur fer er nú að klárast.

Það er ánægjulegt að forseti ASÍ, hafi sagt sig úr pólítískum flokki, enda skyldi forystumaður sem slíkur aldrei tilheyra einhverjum einum stjórnmálaflokki eðli máls samkvæmt.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is „Þingið var vísvitandi blekkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin eru hátíð barnanna.

Að vinna með börnum í tæpa tvo áratugi, fyrst á leikskóla og síðan í grunnskóla er eitthvað sem ég þakka fyrir að hafa getað starfað við.

Þessi árstími var ætíð sérstaklega gefandi, þar sem kærleikurinn sveif yfir vötnum og samvinna um verkefni alls konar var allsráðandi, upp allan aldur. 

Það er gott að viðhalda barninu í sjálfum sér helst alla ævi og taka sem mestan þátt í eftirvæntingu þeirri sem jólahátíðin inniheldur.

Skapandi starf og vinna hefur þar mikið að segja um. 

 

 

 

 

 Þetta jólatré bjuggu börn til á sínum tíma.

 

Picture 146

Lýðskrum eins og ég hefi margsagt áður um þetta mál.

Það er alveg eins gott að salta þetta mál sem heitir endurskoðun stjórnarskrár áfram sökum þess að sú tillögugerð sem komin er fram er einfaldlega ekki boðleg, og aldrei mun nást einhver sátt um mál þetta eins og það er.

Ferlið allt er lýðskrum frá upphafi til enda, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýnir „óvissuferð“ stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingar eiga ekkert erindi í kjarasamningsgerð, hvenær ætla menn að læra það ?

Settist tvær mínútur yfir Kastljósi kvöldsins þar sem þeir Gylfi og Steingrímur þrefuðu, um yfirlýsingar stjórnvalda, í tengslum við kjarasamninga, en þeir hefðu eins getað þrefað um það hvort Esjan væri grá eða blá þann eða hinn daginn, því fáránleiki slíkra yfirlýsinga er og hefur verið alger.

Gylfi nefndi það að þeir yrðu þá bara að fara að semja einungis um launin........................ halló, var það ekki og ER tilgangur verkalýðsfélaga, eða hvað ?

Stjórnvöld skapa skilyrði vinnumarkaðar á hverjum tíma, hver svo þau eru í tíð hverra stjórnvalda.

Verkalýðshreyfingarinnar er að semja um laun fyrir launamenn í samræmi við gildandi fyrirkomulag hvers tíma, en ekki undirritun yfirlýsinga um vilja eða loforð, hvað þá handaband um eitthvað út í loftið við sitjandi stjórnvöld.

Verði sú della aflögð nú þá þýðir það framfarir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kannast ekki við vanefndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er það verkefni þingmanna að ræða málin.

Það er í raun hörmulegt til þess að vita að hversu mjög lýðræðið kann að verða að leiksoppi þegar einstök mál koma til umfjöllunnar á þingi, þar sem ákveðnir þingmenn telja sig hafa einkaleyfi á því hinu sama sem stuðningsmenn ákveðinna sjónarmiða.

Frá mínum bæjardyrum séð hefur Hreyfingin eignað sér misviturlega tillögugerð stjórnarskrár sem " afurð búsáhaldabyltingar " sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa kosið að dansa kring um eins og köttur kring um heitan graut.

Þvílíkt lýðskrum er vandfundið, annað verður ekki sagt, af hálfu allra þeirra sem mál þetta þykjast hefja í hæðir.
Mál sem er illa undirbúið og lítil sátt ríkir um í heildina tekið.

Sem betur fer verða menn ekki endurkosnir á Alþingi fyrir lýðskrumið eitt.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Liggur við að manni verði flökurt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að væla undan umræðu um mál á Alþingi, ný tíska ?

Einhverra hluta vegna hefur það verið svo að Vinstri menn sem nú setið við stjórnartauma í landinu, hafa haft tilhneigingu til þess að væla undan umræðu um mál á þingi, og gengið svo langt að ganga um með mótmælaspjöld innan þings, vegna umræðu um mál, án þess þó að taka þátt í umræðunni að virðist.

Þetta er leiðinlegt fyrirbæri að mínu áliti, því það er nú einu sinni svo að hver svo sem situr við stjórnvölinn mun ætíð þurfa að taka öndverðum skoðunum séu þær hinar sömu fyrir hendi og svo lengi sem hægt er að ræða mál á þingi, þá hlýtur slíkt að rammast innan þeirra marka og frekar skyldu menn fagna þvi en fara að skæla og væla.

Alþingi er nefnilega vettvangur umræðu með og á móti og því hinu sama hlýtur hver að una á hverjum tíma, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Hér á að verða málþóf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn, í Jólasveinalandi.

Dimmasti tími ársins hefur sinn sjarma eins og aðrir tímar og jólaundirbúningurinn einnig, þar sem aðaleftirvæntingin á ákveðnu skeiði ævinnar er koma jólasveinanna, og öll sú hin mikla dulúð sem sveipar þá sveina.

Þeir koma nefnilega af fjöllunum einn og einn, á hverjum degi jólasveinn og gefa þægum börnum í skóinn.

Grýla mamma þeirra er ekki minni goðsögn en sveinarnir sjálfir, en Leppalúði er hálfgerð afgangsstærð karlgreyið, líkt og hann hafi ekkert komið við sögu.

Íslensku jólasveinarnir eru endurspeglun íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar.

kv.Guðrún María.


Að rækta kærleikann.

Kærleikur meðal manna er eitthvað sem áskapar virðingu og virðing áskapar samvinnu um allt milli himins og jarðar.

Ræktun kærleikans er fyrst okkar sjálfra en uppskera þess hins sama veltur á þvi hversu oft og hve mikið maður sjálfur kemur vel fram við náungann.

Jólin eru tími kærleika þar sem við sýnum meðal annars látnum ástvinum virðingu á margvíslegan máta, en þeir sem hafa orðið fyrir missi sinna nánustu nýlega eiga oft erfiða tíma um jól.

Ég hefi nú síðari ár sett mynd af látnum ástvinum á jólaborðið og kveikt á kerti við myndirnar, í stað þess að fara í örtröð við að kveikja á kerti við leiði i kirkjugarðinum, en hver velur sinn farveg í þessu efni.

Kærleikurinn er lífsmeðal sem ekki aðeins hjálpar okkur sjálfum við iðkun hans, heldur breiðir út virðingu og vitund um það hið sama, meðal manna hér á jörð.

Ég tel mig vera ríka af kærleiksríku fólki í minni fjölskyldu fjær og nær,sem og foreldrum mínum heitnum , sem ólu mig upp í anda kærleikans hvarvetna.

Ég er einnig rík af samferðafólki sem þekkir svo vel vegu kærleikans, og þakka fyrir það .

Kærleikurinn umber allt og sigrar allt.

kv.Guðrún María.


Sömu kjaravandamál hjá heilbrigðis og menntastéttum.

Því miður er það svo að bæði faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sem og faglærðir í menntageiranum hafa undanfarna áratugi gert kjarasamninga þar sem aukið vinnuálag hefur verið hluti af hækkunum launa hvers konar, sem er ekkert eins og það á að vera, fjarri því.

Vinnuálag hefur því verið þanið í botn eins og ég get séð það og sannarlega skyldi hinn faglegi metnaður vera ofar hvað varðar eðlilegt starfsumhverfi fyrir það fyrsta þar sem aukin vinna per mann til viðbótar skyldi ekki inni í mynd kjarabaráttu hvers konar.

Það eru nefnilega takmörk vinnu per mann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Reynt að snúa þróuninni á LSH við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri Grænir vilja hætta við aðildarviðræður við Evrópusambandið, fram yfir kosningar.... ???

Nú skal stefnuskráin sem lofað var fyrir síðustu kosningar dregin upp úr salttunnunni sem hún var sett ofan í til þess að hoppa upp í ráðherrastóla með Samfylkingunni, hvað varðar Evrópusambandsaðild.

Enginn einn flokkur hér á landi hefur nokkurn tímann gengið eins mikið á skjön við eigin stefnu í einu máli að loknum þingkosningum eins og VG, í þessu efni.

Það hefur kostað þennan flokk þingmenn á brott sem og mun það án efa kosta atkvæði í kosningum á vori komanda.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ferlið jafnvel lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband