Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Um daginn og veginn.

Blessað tíðarfarið getur verið skrautlegt á þessum tíma og þótt rigni einn klukkutímann, þá kann að snjóa þann næsta og hlána þann þriðja og frysta þann fjórða.

Ég hef því undanfarið verið í eins konar upprifjun á akstri í slíkum aðstæðum sem manni fannst nú ekki mikið mál milli tvitugs og þrítugs en síðari ár eitthvað sem ekki hefur þótt mikið spennandi innanbæjar, hvað þá úti á dimmum vegum.

Sem betur fer hefur reynslubankinn nýst mér og ég komið sjálfri mér á óvart satt best að segja í þessu efni sem er ágætt en samt elska ég það að þurfa ekki að hreyfa bíl.

Jólaundirbúningurinn er annars hafinn á bænum í hinu og þessu en eins og venjulega undanfarin ár, en enn er ég samt að dúllast í því að koma mér fyrir á nýjum stað sem verður hluti af jólum þessa árs.

Ég er búin að fara í fyrsta tíma í sjúkraþjálfun á Hvolsvelli og fer aftur í næstu viku en þjálfunin hefur verið mitt haldreipi hvað heilsutetrið varðar.

Ég æfi mig nú á þvi að þrifa fallega húsið sem ég bý í, í áföngum, pínulítið á hverjum degi eins og ég get þann daginn og svo áfram þann næsta.

Allt fær sinn tíma og stað smám saman.

kv.Guðrún María.


Læknafélag Íslands, nýr stjórnmálaflokkur ?

Má Alþingi ekki álykta um heilbrigðismál nema Læknafélagið rísi upp til handa og fóta ?

Hér er ekki um lagafrumvarp að ræða, heldur þingsályktunartillögu á Alþingi og án efa fengi Læknafélagið umsagnarrétt ef útbúið yrði frumvarp til laga um málið.

Hér er einkenni ofurforsjárhyggju að mínu viti með keim af varðstöðu fyrir eigin atvinnuhagsmunum að hluta til, þótt auðvitað skuli það viðurkennt að niðurskurður til heilbrigðismála sé mikill nú þegar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Læknar leggjast gegn tillögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur og Lúðvík hafa talið að allir væru að horfa á Alþingisrásina.

Það er alltaf eitthvað nýtt á þingi að sjá má.

Hvorum skyldi hafa dottið uppátækið í hug ?

Óhjákvæmilega kemur upp í hugann gamli Hafnarfjarðarbrandarinn um það hvers vegna Hafnfirðingar fara út í glugga i eldingum, sem ku vera vegna þess að þeir hinir sömu telja að það sé verið að taka af þeim myndir......

Það skal tekið fram að ég hef verið Hafnfirðingur þar til nú nýlega.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Þarf ekkert að kenna mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband