Yfirlýsingar eiga ekkert erindi í kjarasamningsgerð, hvenær ætla menn að læra það ?

Settist tvær mínútur yfir Kastljósi kvöldsins þar sem þeir Gylfi og Steingrímur þrefuðu, um yfirlýsingar stjórnvalda, í tengslum við kjarasamninga, en þeir hefðu eins getað þrefað um það hvort Esjan væri grá eða blá þann eða hinn daginn, því fáránleiki slíkra yfirlýsinga er og hefur verið alger.

Gylfi nefndi það að þeir yrðu þá bara að fara að semja einungis um launin........................ halló, var það ekki og ER tilgangur verkalýðsfélaga, eða hvað ?

Stjórnvöld skapa skilyrði vinnumarkaðar á hverjum tíma, hver svo þau eru í tíð hverra stjórnvalda.

Verkalýðshreyfingarinnar er að semja um laun fyrir launamenn í samræmi við gildandi fyrirkomulag hvers tíma, en ekki undirritun yfirlýsinga um vilja eða loforð, hvað þá handaband um eitthvað út í loftið við sitjandi stjórnvöld.

Verði sú della aflögð nú þá þýðir það framfarir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kannast ekki við vanefndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband