Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Lýðskrum fram og til baka litar endurskoðun stjórnarskrár.

Það hentar núverandi stjórnvöldum ágætlega að reyna að slá sig til riddara með þvi að setja fram skoðanakönnun um hráunnar tillögur stjórnlagaráðsins sem sömu yfirvöld skipuðu og gengu þar með gegn Hæstarétti er dæmdi kosningu þessa ólöglega.

Skipun ráðsins var eins og skipun hverrar annarar pólítiskrar nefndar í raun sem fulltrúa sitjandi valdhafa.

Í kjölfarið gerist það síðan að nokkrir fulltrúar úr þessu skipaða ráði stjórnvalda telja sig þurfa að standa fyrir trúboði um að eigin tillögur séu fullkomnar fyrir land og þjóð til lausnar ÖLLUM vanda, alltaf alls staðar, likt og engin stjórnarskrá hafi verið til fyrr en viðkomandi settust í ráð þetta að skipun stjórnvalda.

Stór hluti predikara sem hefur látið að sér kveða í trúboði þessu eru karlar sem vilja ganga inn í Evrópusambandið, en svo vill til að í tillögum þessum er að finna í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hugmyndir um að .... heimila framsal ríkisvalds í stjórnarskrá landsins.

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Það skyldi þó aldrei vera að þar liggi hundurinn grafinn og hamagangurinn og tilstandið allt miðist einmitt við það að koma í gegn breytingum, sem heimila framsal ríkisvalds með moðsuðu af alls konar lýðræðisbrjóstsykri meðferðis sem tekist hefur að fá alla fulltrúa á launum hins opinbera í þessu skipaða ráði til þess að samsinna um.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skiptar skoðanir innan stjórnlagaráðs um frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af alvitlausustu tillögum stjórnlagaráðs er um náttúruvernd.

Verði þessar tillögur stjórnlagaráðs að veruleika, sem ég hef hér litað bláar,  þá yrði það til dæmis stjórnarskrárbrot viðkomandi stjórnvalda ef mengunarský frá Evrópu myndi verða til þess að stangast á við lög þau sem setja á um rétt allra að ómenguðu lofti.
 
Jafnframt skal gróður og jarðvegur njóta verndar en um nýtingu náttúrugæða í sama kafla segir að
haga  beri nýtingunni þannig að þau skerðist ...... sem minnst..... semsagt á að njóta verndar í einni setningu en önnur leyfir ..... smá skerðingu....  .
 
Hvað þýðir .... sem minnst ..... ?
 
Einnig er klásúla um það að, fyrri spjöll skulu bætt,.......... eftir föngum......
 
Eftir hvaða föngum ?
 
Efnum og aðstæðum hins opinbera ellegar almennings, getur þetta nokkuð verið óskýrara ? 
 
 
 
Setningin um það að með lögum eigi að tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi, er algalin og gjörsamlega óþörf sem hluti af stjórnarskrá. 
 
 
 
 
33. gr. Náttúra Íslands og umhverfi

Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.

Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.

Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.

Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.

34. gr. Náttúruauðlindir

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
 
Nóg í bili.
 
kv.Guðrún María. 

 

mbl.is Rætt um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska sauðkindin skilar landinu aftur því sem hún tekur.

Aldrei nokkurn tíma hefi ég deilt áhyggjum með þeim sem telja að sauðkindin sé að eyðileggja landið, aldrei.

Þvert á móti er það mín skoðun að það sé einfaldlega þannig að þar sem kindur ganga þá skila þær áburði til baka sem viðheldur gróðri á svæðum.

Hægt er að sjá litarmuninn á landi þar sem girðingar liggja upp í fjall og kindur ganga um og þar sem kindur ganga ekki um.

Nytjar þær sem íslenska þjóðin hefur af sauðkindinni er ómetanlegur fjársjóður, og virðing mín fyrir því hinu sama er tilkominn frá barnæsku og uppeldi í sveit.

SWScan00204

 Gömul mynd undan Eyjafjöllum 

þar sem verið er að gefa

heimalingum pela. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kv.Guðrún María. 


Mismunandi þjónusta sveitarfélaga á Íslandi en sama skattlagning.

Ég hef lengi lengi rætt um það að þjónustustig verði skilgreint í hverju sveitarfélagi hvað varðar grunnþjónustu við íbúa, alla þá er sveitarfélög veita.

Hvers vegna ?

Jú vegna þess að það hið sama er mismunandi þrátt fyrir sömu gjaldtöku á íbúa sem er óréttlátt, og þýðir mismunun borgaranna.

Í Fréttablaðinu í dag vekja læknar Kleppsspítala athygli á því að þeir hinir sömu geti ekki útskrifað sjúklinga sökum þess að búsetuúrræði séu ekki til staðar.

Það var alveg ágætt að þetta kæmi fram þar sem tvö stór sveitarfelög á höfuðborgarsvæðinu eru m.a. nefnd til sögu Kópavogur og Hafnarfjörður þar sem slík úrræði er ekki að finna.

Hvers vegna geta svo stór sveitarfélög sleppt því að sinna sínum íbúum að meðan önnur sveitarfélög uppfylla þar sínar lagalegu skyldur í þessu efni ?

Mér er málið skylt þar sem sonur minn útskrifaðist heim í stað þess að fá búsetuúrræði við hæfi í því sveitarfélagi sem ég bý í .

Sama sveitarfélag er nú að henda honum á götuna ásamt mér móður hans nú um stundir, og úrræðaleysið hefur því náð nýjum hæðum ef svo má segja.

Það hlýtur að vera hægt að sinna þörfum íbúa fyrir þá gjaldtöku sem hver innir af hendi í skatta og gjöld til síns sveitarfélags í þeim mæli sem þörf er fyrir og afar óeðlilegt er að sveitarfélög á stór Reykjavíkursvæðinu hendi boltanum bara til Reykjavíkur í þessu efni og sleppi sínum skyldum ár eftir ár.

kv.Guðrún María.


Um daginn og veginn.

Talaði við sýslumann í dag og fékk að vita að útburðarbeiðni Hafnarfjarðarbæjar er komin í hús til meðferðar og hvenær þess má vænta að ég verði boðuð á fund til þess hins sama vegna þess.

Ég fékk upplýsingar um það, að ég get ekki sótt um íbúð hjá Öryrkjabandalagi Íslands þótt ég sé öryrki vegna þess ég skulda sveitarfélaginu.

Hefði ég hug á því að reyna að leigja íbúð á frjálsum markaði hér í Hafnarfirði þá myndi sveitarfélagið væntanlega taka húsaleigubætur þær sem ég ætti að fá upp i skuldina sem ég skulda og útrýma möguleikum þeim hinum sömu, til þess arna að halda heimili hér í bæ.

Með öðrum orðum, mér prívat og persónulega er vísað á brott úr þessu bæjarfélagi, vegna fjárhagslegrar stöðu í kjölfar slyss og örorku, eftir 12 ár í starfi hjá Hafnarfjarðarbæ.

kv.Guðrún María.


Er breyting á stjórnarskrá notuð og nýtt sem pólítískur áróður til handa sitjandi stjórnvöldum ellegar, sérhagsmunum ?

Var skipuðum stjórnlagaráðsmönnum falið það hlutverk með skipan af hálfu stjórnvalda að viðhafa áróður fyrir eigin tillögum til breytinga ?

Fengu þeir hinir sömu greitt fyrir það ?

Er eitthvað eðlilegt við það að nokkrir fulltrúar er sátu í hinu skipaða stjórnlagaráði presenteri sig sjálfa sem " handahafa hins eina sannleika " og hafi nú þegar boðað stjórnmálaframboð sitt með hinum eða þessum flokkseiningum allra handa hér og þar, og noti og nýti stjórnarskrártillöggerðina, til eigin framapots á sviði stjórnamála ?

Er það óhlutlægur farvegur málsins ?

Er það líklegt til þess að skapa sátt um þetta mál að hlýða á slíka fulltrúa gagnrýna einstaka starfandi stjórnmálaflokka á Alþingi í málflutningi sínum hér og þar ?

Er það kanski einungis til þess fallið að reyna að sækja eigin vinsældafylgi sem aftur vekur spurningar um tilgang þann sem helga skyldi meðalið í upphafi.

kv.Guðrún María.


Gildandi stjórnarskrá og tillögur um breytingar.

Núverandi stjórnarskrá inniheldur ákvæði í 65 grein sem hér segir.

 

" 65. grein



Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.



Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. "
 
og

76. grein

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.

Öllur skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst."


 

Tillögur til breytinga af hálfu ráðsins sem skipað var af stjórnvöldum koma hér,

 

" Jafnræði



Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. "

og,

22. gr. Félagsleg réttindi

Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis.

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna.


23. gr. Heilbrigðisþjónusta

Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.


24. gr. Menntun

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds.

Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur."
 
Mismunur á annars vegar núgildandi stjórnarskrá og tillögum um breytingar þar sem algjörlega ónauðsynlegt orðaflóð á sér stað er mikill, en ég hefi litað það sem að mínu mati á ekki heima í stjórnarskrá enda einungis til útfærslu í lögum.
 
 
kv.Guðrún María. 




 


Nú á að poppa upp umhverfisvandamál vegna virkjana fyrir kosningar.

Íslensk pólítík breytist lítið og nú þegar líður að kosningum dúkkar upp gagnrýni á framkvæmdir sem eru í gangi í Bjarnarflagi, framkvæmdir sem hafa verið samþykktar en ráðamenn kjósa að gagnrýna og telja að eigi bara að bíða meðan Alþingi fjalli um rammaáætlun.

Raunin er sú að viðkomandi ráðamenn hafa í raun lagt blessun sína yfir þessar framkvæmdir sem ráðamenn þótt þeir kjósi að koma fram með gagnrýni nú eins og og ég skil þetta mál.

Ósköp kjánalegt.

kv.Guðrún María.


Hvað næst ?

Get ekki betur séð en hér sé á ferð hjákátleg tilraun til endurskrifa sögu sem þegar er rituð, með því að koma kvenmannsnöfnum á stutta spotta af götum miðbæjarins með tilheyrandi kostnaði.

Var ekki hægt að nefna nýjar götur eftir þessum heiðurkvenmönnum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Götuheitum breytt í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei, nei, við ESB, þann 20 október.

Aldrei mun ég samþykkja tillögur að nýrri stjórnarskrá sem heimila framsal fullveldis eins og tillögugerð sú sem núverandi stjórnvöld eru að láta fara fram skoðanakönnun á í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Aldrei.

Ég vildi ég hefði meiri tíma til þess að setja fram ýtarlega gagnrýni mína á heildartillögugerðina en sé ekki í hendi mér að hafa þann tíma sem til þess þarf um þessar mundir.

Ég vil hins vegar segja þetta, fæstir stjórnlagaráðsmanna hafa stigið fæti inn á Alþingi Íslendinga og tekið þátt í lagasetningu, tillögugerðin litast því all nokkuð af því hinu sama, varðandi loðið orðaval sem aldrei getur verið forsenda lagasetningar, heldur er þar á ferð stjórnskipuleg óvissa sem við sannarlega þurfum ekki á á halda nú um stundir.

Heimild til fullveldisafsals er óásættanleg í stjórnarskrá eins og áður sagði, en hamagangur þeirra fulltrúa til þess að róa árum að samþykki þessara tillagna kemur einkum úr röðum þeirra sem styðja núverandi stjórnvöld við valdatauma og birtist landsmönnum sem pólítiskur áróður sem aldrei skyldi verið hafa um þetta mál.

Núverandi stjórnarskrá inniheldur jafnræðisreglu gagnvart borgurunum og það atriði að sækja þann rétt er eitthvað sem hver maður hefur rétt til í dag.

Það er sjálfsagt að endurskoða stjórnarskrá og betrumbæta en það er EKKI sama hvernig það er gert og það atriði að henda bara gömlu og búa til nýja allt öðru vísi, þýðir stjórnskipulega óvissu.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband