Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
Forsjárhyggja vinstri flokkanna varð þess valdandi að þjóðin var ekki spurð um viljann til viðræðna.
Þriðjudagur, 9. október 2012
Fyrstu pólítisku mistökin sem VG og Samfylking gera í upphafi síns kjörtímabils eru þau að þvinga gegn um þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu án þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið sama mál.
Öllum var þá ljóst að aðeins Samfylkingin hafði og hefur haft mál þetta á stefnuskrá sinni einn flokka hér á landi en hinn flokkurinn VG, gekk til kosninga andsnúinn aðild.
Könnun eftir könnun hefur sýnt það að mikill meirihluti þjóðarinnar er andsnúin aðild en rikisstjórnin heyrir það ekki eða sér að virðist.
Næstu kosningar munu þvi að mínu viti snúast um það að flokkar sem kjósa að vanvirða vilja þjóðar með því móti sem verið hefur í þessu máli, eiga ekki erindi við stjórnartauma í landinu.
kv.Guðrún María.
Útséð um að viðræðum ljúki fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð umfjöllun Kastljóss um mat geðlækna.
Þriðjudagur, 9. október 2012
Ég verð að hrósa Kastljósi ríkissjónvarpsins fyrir góða umfjöllun um mismunandi mat lækna um sakhæfi ellegar ekki sakhæfi, sem er sannarlega vert að velta fyrir sér með tilliti til þess hvert vald lækna er og getur verið.
Vissulega eru þessi mál öll flókin allra handa, EN, það er alvarlegt ef viðkomandi aðilar sem eru sjúkir lenda inn í fangelsi vegna þess að kerfið gefst upp á þeim og læknar breyta hinu læknisfræðilega mati viðkomandi frá tíma til tima úr annars vegar ósakhæfi í sakhæfi.
kv.Guðrún María.
50% hækkun gjaldtöku á einu bretti í nýju frumvarpi.
Mánudagur, 8. október 2012
Samkvæmt þessari frétt þá er lagt til að hækka gjald fyrir einkanúmer úr 25 þúsund í 50 þúsund, sem sagt 50% hækkun á einu bretti.
Þótt það sé mér að meinalausu hvað slíkt gjald er, þar sem ég ætla ekki að fá mér einkanúmer, þá gagnrýni ég eigi að síður svo miklar hækkanir í einu lagi sem ég tel ganga gegn meðalhófi því sem stjórnvöld á hverjum tíma skyldu tileinka sér, þar sem það er óréttlátt að Pétur borgi 25 þús í dag en Páll 50 þúsund á morgun.
kv.Guðrún María.
Réttlætt með meiri fyrirhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vantrú vísað frá.
Sunnudagur, 7. október 2012
Því ber að fagna að einstakir fræðimenn geti fjallað um vegu vantrúar í voru samfélagi innan ramma kennslu í Háskóla Íslands, rétt eins og þá sem hafa trú og iðka trúna í ýmsum trúfélögum.
kv.Guðrún María.
Vantrú fer ekki með málið lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju skorar Landvernd ekki á sitjandi stjórnvöld í landinu ?
Sunnudagur, 7. október 2012
Ég kíkti á bréfhausinn frá Landvernd og sá hver er þar formaður og þá er skýringin komin.
kv.Guðrún María.
Krefjast stöðvunar framkvæmda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðkvæmir eiga ekki erindi í pólitik.
Sunnudagur, 7. október 2012
Það er ef til vill ekki skrítið að nýr fjármálaráðherra veigri sér við því að gera athugasemdir við frumvarps sem sá hinn sami stendur ekki fyrir vegna ráðherrahrókeringar sem kom til staðar á vægast sagt furðulegum tímapunkti.
Þvílíkt og annað eins sjónarspil er vandfundið í pólítik hér á landi, og gerir lítið annað en að flækja og þvæla frumvarpsgerð um fjárlög komandi árs, allra handa.
Núverandi ríkistjórnarflokkar eiga met í nýjum skatta og gjaldaálögum á landsmenn og sú hin sama ráðstjórn er og verður færð í sögubækur að lokinni þeirra stjórnartíð hér á landi.
kv.Guðrún María.
Viðkvæmt að hætta við skattahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagspistill, hugsað upphátt.
Sunnudagur, 7. október 2012
Það hefur verið skritinn tími hjá mér þetta sumar frá lokum maí til núna í byrjun október, þar eitt stykki óvissa hefur verið fyrir hendi.
Nú er ákveðinni óvissu eytt og við tekur önnur óvissa að öllum líkindum í framhaldinu, en svona er þetta blessað líf okkar sitt á hvað, gleði og sorg, sigur og tap, skúrir og sólskin.
Maður hefur hins vegar ekkert val um annað en að halda áfram veginn , sama hvað það er sem heimsækir mann hverju sinni áskapað ellegar ekki áskapað.
Ég var að pakka niður bókum í kassa í gær og ein bókin vildi ekki ofan í kassa og rann úr greipum mér á gólfið, kápan fór í sundur sem hafði reyndar áður verið límd saman svo ég tók bókina til hliðar. Þetta var bókin Lög og réttur eftir Ólaf heitinn Jóhannesson, góð og merk bók sem ég hef gegnum tíðina gluggað í milli spjalda.
Mér varð hugsað til þess hve mikill fjársjóður finnst á rituðu máli hér á landi í formi útgefinna bóka um hin ýmsu mál, en ég rakst einnig á bók sem heitir Hundrað hugvekjur og skrifaðar voru af prestum forðum daga til húslestra þar sem lagt er út af tilvitnunum úr Biblíunni.
Sú bók er algjör gullmoli sem ég hafði lesið pínulítið í hér einu sinni en sá að ég þyrfti að gera aftur.
Við það að pakka niður bókunum öðlaðist ég smávegis yfirsýn yfir bókaflóðið sem tilheyrir mínu heimili og komið hefur úr ýmsum áttum.
Ég á bara eftir að pakka niður um það bil hundrað ljóðabókum og þá er bækurnar tilbúnar til þess að fara í geymslu og ég get haldið áfram og tekið eldhúsið næst í þvi efni.
kv.Guðrún María.
Burt með Bakkus.
Föstudagur, 5. október 2012
Þetta framtak SÁÁ er fagnaðarefni því sannarlega þarf að byggja upp úrræði á landsvísu fyrir einstaklinga til þess að koma þeim út úr fjötrum vímuefna.
Jafnframt er það sannarlega nauðsynlegt að gjaldtaka á áfengi tengist afleiðingum ofnotkunnar þess hins sama en eins og vitað er þá hefur gjald á bensín ekki runnið til vegamála endilega gegnum tíðina.
Bakkus hefur lengi elt mig uppi allt í kring um mig þótt enn hafi ég ekki fallið í þann pytt í eiginlegum skilningi þá hefur það orðið mér að yrkisefni, sem ég fann í skúffunni í kvöld og læt fylgja með.
" Bakkus.
Hve mörg eru tárin sem taumlaust fljóta,
er tilvera Bakkusar tekur öll völd.
Hve mörg eru árin sem orðalaust þjóta,
á brott við hans ógnþrungnu gluggatjöld.
Þola og þola en þola samt ekki,
þolgæði endalaust, ástin hún knýr.
Loks brotna sundur þeir þolgæðishlekkir,
er rökhyggjan kalda að manninum snýr.
Brynja sig staðfestu, brynja sig veldi,
búast við Bakkusi í bardagahug.
Bjóða honum verustað annan að kveldi,
vísa honum burtu með hálfkveðnum hug.
Horfa út í tómið í hugsanaflaumi,
hafa átt en tapað, því Bakkus er til.
Fegurð og góðmennsku finna í draumi,
fallvölt er gæfa við Bakkusaryl.
Bakkusarylur er Bakkusarhylur,
Bakkus er gleði og Bakkus er sorg.
Bakkus er skaðvaldur, barnið þitt skilur
ef býrðu að staðaldri við Bakkusartorg. "
gmó.
kv.Guðrún María.
Undirskriftasöfnun fyrir Betra lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinstri stjórnin í landinu kann ekki meðalhófsreglu núverandi stjórnarskrár.
Fimmtudagur, 4. október 2012
Skömmu eftir valdatöku þeirrar stjórnar sem nú situr benti ég á það hér á mínu bloggi að gjaldtaka hins opinbera var hækkuð um meira en helming í einu, varðandi bifreiðagjöld í því tilviki.
Síðan hefur vægast sagt mikið vatn runnið til sjávar í alls konar skatta og gjaldahækkunum hins opinbera.
Nýjasta dæmið er hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem er eins og skjóta sig í fótinn og eyðileggur gjörsamlega það sem varið hafði verið í kynningarátak á landinu áður af hálfu sömu stjórnarherra eftir eldgos og tafir á flugsamgöngum um heim allan, þegar jökullinn minn gaus.
Þessir stjórnarhættir einkennast af handapatskendum aðferðum sem ekki finna samræmi, því miður.
kv.Guðrún María.
Ísland ekki miðpunktur heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misþroskagreining er einn áhættuþátta til að leiðast í fíkniefni.
Fimmtudagur, 4. október 2012
Í upphafi skal endir skoða segir máltækið og ákveðnir áhættuþættir í lífi einstaklinga sem vitað er um í frumbernsku er eitthvað sem ætti að vera hvati að stuðningi gegnum skólakerfið hvers konar til þess að forða fleirum frá því að leiðast út á braut fíknisjúkdóma.
Langvarandi fíkniefnaneysla leiðir hins vegar af sér ýmsar tegundir geðrænna vandkvæða, allt spurning um tíma í neyslu sem slíkri.
Að vissu leyti er enn til staðar stórkostlegur skortur á samhæfðum vinnubrögðum í voru kerfi til þess að taka á afleiðingum fíknar, þar sem m.a. fjármagni til starfssemi geðdeilda innan LSH er þröngur stakkur skorinn en einnig skortir lokaðar deildir fyrir ungmenni sem eru BÖRN sem meðferðarúrræði, þar sem Vogur hefur slíkt ekki til staðar.
Rannsóknir eru af hinu góða en satt best að segja hélt ég að allt þetta hefði verið vitað áður sem hér kemur fram.
kv.Guðrún María.
Kljást við fíkn og geðræn einkenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |