Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Hvers vegna þarf nýtt sjúkrahús, undir einn hatt ?

Ástæðan er sú að sjúklingum fjölgar eftir því sem árin liða og úr sér gengnar byggingar, sumar að niðurlotum komnar eins og Fossvogurinn, eru sú starfsaðstaða sem heilbrigðisstéttir hafa mátt búa við nokkuð lengi.

Starfsaðstaða þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur þrengt að sér til að koma meiri starfssemi fyrir til handa sjúklingum.

Þetta vill gleymast í þessari umræðu, hins vegar er það stjórnvalda að segja til um hvort hið opinbera hefur efni á því að ráðast í þessar framkvæmir á þessum tímapunkti núna.

Hvað varðar staðarvalið er mín eina athugasemd í því efni að Vatnsmýrin er svæði sem stendur lágt og við mögulega hækkandi sjávarhæð eða flóð er sá staður ef til vill ekki sem bestur.

Sú röksemd að sjúkrahúsið þurfi að vera nærri Háskólanum vegna kennslu er eitthvað sem ég tel ekki rök í þessu efni því nemar komast á milli staða úr öðrum skólum í verknám jafnvel lengri vegalengdir.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Eins og Dúpló við hlið Legó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá allra bezti.

Það er ætíð ánægjulegt er menn finna hugsjónum sínum farveg saman í pólítikinni, jafnvel þótt brautin hafi ekki lotið mikillar sáningar hvers eðlis sem er.

Væntanlega mun þessi flokkur ekki verða einstefnuflokkur aðildarsinna að Evrópusambandinu og því kemur nokkuð á óvart að G.S. hafi ákveðið að taka höndum saman við hann.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi lögreglumanna á Íslandi, eru samningar um kaup og kjör.

Það er hverjum þeim aðilum er sitja við stjórnvölinn til mikils vansa að samningar við Lögreglumenn skuli ekki ætíð vera forgangsmál, þar sem þeir hinir sömu hafa ekki verkfallsrétt.

Þar er um að ræða spurningu um að virða mannréttindi hér á Íslandi beint fyrir framan augun á okkur.

Fyrir mig persónulega er það þyngra en tárum taki að vita til þess að þetta góða fólk sem fyrir mig var á sínum tíma EINI virki aðilinn, í öllum kerfum mannsins til bjargar fárveiku barni úr viðjum fíkniefnaneyslu, skuli ekki njóta algjörs forgangs við úrlausn sinna kjaramála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundað við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sama fréttin ár eftir ár.

Getur það verið að það sé " hagkvæmara " að ráða vinnuafl á byrjunarlaunum í sláturtíðina en fólk með starfsreynslu á vinnumarkaði ?

Ár eftir ár kemur sama fréttin þess efnis að ekki fáist Íslendingar til starfa í sláturtíðinni, og væri ekki úr vegi að óska eftir því að menn upplýstu um laun
í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja ekki vinna við slátrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margir voru spurðir ?

Það vantar úrtakið í þessa könnun, þ.e fjölda, en ég fór að gá á heimasíðu fyrirtækisins en þar er það ekki heldur að finna.

Því ber hins vegar að fagna að fleiri aðilar séu að framkvæma kannanir en ég man ekki eftir að hafa séð þetta fyrirtæki fyrr.

kv.Guðrún María.


mbl.is Megn óánægja með stjórnmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Mikill áróður er nú rekinn til þess að fá fólk til að mæta á Austurvöll, til mótmæla við þingsetningu i upphafi næsta mánuðar.

Sú er þetta ritar hefur ekki líkamlega getu til þess að taka þátt í slíku tilstandi nú um stundir og ég er ekki viss um að ég myndi heldur taka þátt í slíku aftur þótt geta til þess arna væri fyrir hendi einungis sökum þess að nokkrir vitleysingar eru nóg til þess að setja svartan blett á slíka samsöfnun fólks, hvort sem um er að ræða eggjakast eða einhver önnur uppákoma af því tagi sem telja má til skemmdarverka og maður getur ekki samþykkt.

Ég býð hins vegar eftir því að Íslendingar fari að taka þátt í starfi flokka sem þeir hafa greitt atkvæði sitt ellegar stofni nýja flokka ef þeir finna ekki farveg hjá þeim sem fyrir eru og þeir kusu á þing.

kv.Guðrún María.


Átt þú garðhúsgögn sem geta fokið ?

Það spáir roki og ef einhver á garðhúsgögn úti við eða eitthvað annað sem getur fokið út í veður og vind, þá væri tilvalið að kíkja á það hið sama.

Í vor sem leið gerði rok og hér í mínu nágrenni kom slatti af plasthúsgögnum sem festist inni í runnum í nágrenninu með tilheyrandi brotnu drasli á ferð og flugi um svæðið.

Mér best vitanlega er það þarna enn sökum þess að ef maður er ekki þess umkomin að gera eitthvað af sjálfsdáðum í því efni að hreinsa slíkt þá kann það að taka tíma að einhverjum öðrum detti það í hug.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vindhviður og öskufok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um lög og lagasetningu og framkvæmd laga.

Mér skilst að Alþingi hafi verið að samþykkja ný sveitarstjórnarlög þar sem sveitarfélögum er bannað að skuldsetja sig um of, sem er í sjálfu sér ágætt en hvers vegna eru lög þessi tilkomin ?

Jú þau eru tilkomin eftir að sveitarfélög hafa skuldsett sig of mikið og lagasetningin á bara að laga allt .... á einni stundu, ekki einu sinni gefinn aðlögunartími.

Hér er því miður eitt dæmi af fleirum þar sem Alþingi kemur eftir dúk og disk með lög um eitthvað sem eðli máls samkvæmt hefði fyrir löngu síðan átt að vera fyrir hendi í raun.

Munu nýjar tillögur stjórnarskrá bæta framkvæmd laga hér á landi ?

Mitt svar er Nei, því miður ekki meðan sú aðferðafræði sem hér er lýst er til staðar, þá breytir stjórnarskrá litlu um þá hina sömu framkvæmd.

Jafnframt er túlkun laga á hendi framkvæmdavaldsins, opinberra stofnanna, þar sem koma til sögu reglugerðir af hálfu sitjandi ráðherra hinna ýmsu málaflokka hverju sinni, reglugerðir sem oft og iðulega kunna að breyta all verulega upphaflegum tilgangi lagasetningar og fara ekki fyrir Alþingi til samþykktar.

Í raun og veru ætti það að vera skylda hins opinbera að senda landsmönnum öllum Stjórnartíðindi þar sem birtar eru reglugerðir við lög, hér og þar í lagafrumskóginum íslenska.

kv.Guðrún María.


Auka þarf fjárveitingar til Landspítala Háskólasjúkrahúss, eðli máls samkvæmt.

Núverandi forstjóra LSH, hefur tekist vel að spara fjármuni stofnunarinnar í samráði við sitt starfsfólk en ákveðnum mörkum er náð og Alþingi þarf að sjá sóma sinn í þvi að virða það hið sama, þar sem aukið álag vegna minnkandi þjónustu úti á landi, lendir óhjákvæmilega í Reykjavík.

Aukinn kostnaður við tvær legudeildir er reikningsdæmi sem gefur mynd af aukinni þörf á fjármagni til starfseminnar að umfangi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölgun á við tvær legudeildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer heilbrigðisþjónusta við fanga í flokkun um tegund sjúkdóma ?

Ég hlýddi á viðtal við Margréti Frímannsdóttur í Kastljósi nú á dögunum, varðandi málefni fanga meðal annars það atriði að fangar sem eiga við geðsjúkdóma að stríða fái ekki þjónustu sem sjúklingar við slíkum vandamálum.

Það hið sama er vægast sagt alvarlegt atriði og mannréttindabrot beint fyrir framan augun á okkur í raun.

Ef það er svo að fangi sem fær hjartaáfall er fluttur með hraði á sjúkrahús, hver vegna gildir hið sama ekki um annars konar sjúkdóm einnig ?

Neysla fíkniefna og geðsjúkdómar eru nátengd vandamál, vandamál sem vort þjóðfélag hefur enn ekki komist til þess að meðhöndla sem skyldi frá upphafi til enda, hvort sem um er að ræða það atriði að grípa inn í nógu snemma og meðhöndla sem skyldi, ellegar taka á afleiðingum þeim hinum sömu með því móti sem þarf í formi úrræða meðferðar og heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Skortur á samhæfingu millum aðila er mikill, og afskaplega margra úrbóta þörf, og meira og minna hefur sama spurningin ætíð verið til staðar í þessu efni sem er sú að verja fjármunum til þess að forða því að verið sé að velta fram og til baka sömu vandamálum endalaust, er kostar meira í raun, þegar upp er staðið.

kv.Guðrún Maria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband